Vond staða hjá Dýraverndarsambandi Íslands Linda Karen Gunnarsdóttir og Rósa Líf Darradóttir skrifa 31. janúar 2022 07:01 Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) er aldargamall málsvari dýra í landinu, stofnað 1914. Félagið lyfti grettistaki í dýravelferðarmálum hér á landi og á sér merka sögu. Það er slæmt að sjá stöðu Dýraverndarsambandsins nú, en undanfarin ár hefur félagið verið óvirkt og ekki starfað í samkvæmt lögum þess. DÍS að bregðast hlutverki sínu Eitt af hlutverkum Dýraverndarsambandsins er að veita stjórnsýslunni aðhald í málefnum dýravelferðar. Það hefur verið í lágmarki undanfarin ár. Starfsemi félagsins hefur ekki verið sýnileg og félagið ekki að sinna hlutverki sínu. Einnig er farið að bera á því að Dýraverndarsambandið sé orðið að málsvara hagsmunaðila sem samræmist ekki tilgangi félagsins sem málsvara dýra. Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um velferð dýra nr 55/2013 þess efnis að banna blóðmerahald. Komið hafa fram sláandi gögn sem sýna fram á að ekki er hægt að tryggja góða meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku og að meðhöndlunin samræmist ekki lögum um velferð dýra. Blóðtakan sjálf gengur sömuleiðis langt yfir heilsusamleg mörk hryssanna. Vitnað hefur verið til erlendra vísindagagna um velferðarmörk hrossa varðandi blóðmissi sem sýna fram á það. Í stað þess að taka umsvifalaust afstöðu með frumvarpinu og gegn þessari starfsemi, fordæmir stjórn DÍS í umsögn sinni að blóðtaka á fylfullum hryssum verði framkvæmd án þess að óháð rannsókn á velferð hryssa og folalda þeirra liggi fyrir. Í umsögninni segir einnig að ótækt sé að miða við rannsóknir á öðrum dýrum en hryssunum sjálfum. Við slíkar rannsóknir yrði fjöldi hryssa gerður að tilraunadýrum í þágu þessarar starfsemi með tilheyrandi kvölum. Þetta er stórfurðuleg afstaða hjá stjórn DÍS. Að dýravelferðarsamtök taki ekki afdráttarlausa afstöðu með dýrum heldur óski eftir rannsóknum er óskiljanlegt. Það er hlutverk eftirlitsaðila og leyfisveitenda. Það er hins vegar skylda dýravelferðarsamtaka að gæta hagsmuna dýra og tala máli þeirra. Stjórn DÍS ekki með endurnýjað umboð félaga Síðasti aðalfundur í DÍS var haldinn árið 2018, en á skv. lögum félagsins að halda árlega og hefur sitjandi stjórn því ekki endurnýjað umboð félaga. Í færslu á heimasíðu félagsins dagsetta 13.01.2022 kemur fram að ástæður þessa séu flutningar í nýtt húsnæði árið 2019 og faraldurinn sl. tvö ár. Þetta eru lélegar afsakanir og sýna um leið viðhorf stjórnar til félaga í DÍS. Aðalfundi hefði verið hægt að halda með rafrænum hætti. Félagar hafa sömuleiðis ekki fengið upplýsingar frá stjórn DÍS síðan vorið 2018 og fyrirspurnum með tölvupósti er varla eða ekki svarað. Aðalfundargerð og ársskýrsla hefur ekki verið birt síðan 2016 og fundargerðir stjórnar ekki síðan 2017. Þetta er óásættanlegt. Fjármál félagsins í ólestri Í færslu á vefsíðu félagsins dagsetta 13.01.2022 kemur fram að félagið sé búið að vera að greiða fyrir þrif, framkvæmdir á húsnæði, vinnu við bókhald o.fl.þ.h. Kemur fram að stjórnarmenn, að ósk stjórnarmanna og í þeirra umboði, séu í einhverjum tilfellum að taka að sér slík launuð störf. Stjórnin hefur ekki innheimt félagsgjöld síðan 2018 og er verið að ganga á sjóði Dýraverndarsambandsins til að standa undir rekstri félagsins. Þess má geta að samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hefur DÍS ekki skilað skattframtali síðan 2018, fyrir árið 2017. Fjármál félagsins eru því í ólestri. Ofantalið er áfellisdómur yfir núverandi stjórn Dýraverndarsambandsins. Ljóst er að stjórnarmenn eru að bregðast félaginu og félögum þess. Stjórnarmenn eiga að sjá sóma sinn í að segja sig frá stjórnarsetu í Dýraverndarsambandinu hið fyrsta. Undirritaðar krefjast þess að stjórn félagsins haldi aðalfund sem allra fyrst og kosin verði ný stjórn sem starfar í samræmi við lög Dýraverndarsambandsins. Höfundar eru hestafræðingur og læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Linda Karen Gunnarsdóttir Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) er aldargamall málsvari dýra í landinu, stofnað 1914. Félagið lyfti grettistaki í dýravelferðarmálum hér á landi og á sér merka sögu. Það er slæmt að sjá stöðu Dýraverndarsambandsins nú, en undanfarin ár hefur félagið verið óvirkt og ekki starfað í samkvæmt lögum þess. DÍS að bregðast hlutverki sínu Eitt af hlutverkum Dýraverndarsambandsins er að veita stjórnsýslunni aðhald í málefnum dýravelferðar. Það hefur verið í lágmarki undanfarin ár. Starfsemi félagsins hefur ekki verið sýnileg og félagið ekki að sinna hlutverki sínu. Einnig er farið að bera á því að Dýraverndarsambandið sé orðið að málsvara hagsmunaðila sem samræmist ekki tilgangi félagsins sem málsvara dýra. Lagt hefur verið fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um velferð dýra nr 55/2013 þess efnis að banna blóðmerahald. Komið hafa fram sláandi gögn sem sýna fram á að ekki er hægt að tryggja góða meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku og að meðhöndlunin samræmist ekki lögum um velferð dýra. Blóðtakan sjálf gengur sömuleiðis langt yfir heilsusamleg mörk hryssanna. Vitnað hefur verið til erlendra vísindagagna um velferðarmörk hrossa varðandi blóðmissi sem sýna fram á það. Í stað þess að taka umsvifalaust afstöðu með frumvarpinu og gegn þessari starfsemi, fordæmir stjórn DÍS í umsögn sinni að blóðtaka á fylfullum hryssum verði framkvæmd án þess að óháð rannsókn á velferð hryssa og folalda þeirra liggi fyrir. Í umsögninni segir einnig að ótækt sé að miða við rannsóknir á öðrum dýrum en hryssunum sjálfum. Við slíkar rannsóknir yrði fjöldi hryssa gerður að tilraunadýrum í þágu þessarar starfsemi með tilheyrandi kvölum. Þetta er stórfurðuleg afstaða hjá stjórn DÍS. Að dýravelferðarsamtök taki ekki afdráttarlausa afstöðu með dýrum heldur óski eftir rannsóknum er óskiljanlegt. Það er hlutverk eftirlitsaðila og leyfisveitenda. Það er hins vegar skylda dýravelferðarsamtaka að gæta hagsmuna dýra og tala máli þeirra. Stjórn DÍS ekki með endurnýjað umboð félaga Síðasti aðalfundur í DÍS var haldinn árið 2018, en á skv. lögum félagsins að halda árlega og hefur sitjandi stjórn því ekki endurnýjað umboð félaga. Í færslu á heimasíðu félagsins dagsetta 13.01.2022 kemur fram að ástæður þessa séu flutningar í nýtt húsnæði árið 2019 og faraldurinn sl. tvö ár. Þetta eru lélegar afsakanir og sýna um leið viðhorf stjórnar til félaga í DÍS. Aðalfundi hefði verið hægt að halda með rafrænum hætti. Félagar hafa sömuleiðis ekki fengið upplýsingar frá stjórn DÍS síðan vorið 2018 og fyrirspurnum með tölvupósti er varla eða ekki svarað. Aðalfundargerð og ársskýrsla hefur ekki verið birt síðan 2016 og fundargerðir stjórnar ekki síðan 2017. Þetta er óásættanlegt. Fjármál félagsins í ólestri Í færslu á vefsíðu félagsins dagsetta 13.01.2022 kemur fram að félagið sé búið að vera að greiða fyrir þrif, framkvæmdir á húsnæði, vinnu við bókhald o.fl.þ.h. Kemur fram að stjórnarmenn, að ósk stjórnarmanna og í þeirra umboði, séu í einhverjum tilfellum að taka að sér slík launuð störf. Stjórnin hefur ekki innheimt félagsgjöld síðan 2018 og er verið að ganga á sjóði Dýraverndarsambandsins til að standa undir rekstri félagsins. Þess má geta að samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hefur DÍS ekki skilað skattframtali síðan 2018, fyrir árið 2017. Fjármál félagsins eru því í ólestri. Ofantalið er áfellisdómur yfir núverandi stjórn Dýraverndarsambandsins. Ljóst er að stjórnarmenn eru að bregðast félaginu og félögum þess. Stjórnarmenn eiga að sjá sóma sinn í að segja sig frá stjórnarsetu í Dýraverndarsambandinu hið fyrsta. Undirritaðar krefjast þess að stjórn félagsins haldi aðalfund sem allra fyrst og kosin verði ný stjórn sem starfar í samræmi við lög Dýraverndarsambandsins. Höfundar eru hestafræðingur og læknir.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun