15 mínútna hverfið Stein Olav Romslo skrifar 30. janúar 2022 07:01 Eftir að ég flutti frá Þrándheimi til Reykjavíkur hef ég oft verið spurður hvernig það er að búa hér. Einfalda svarið er að það er ekki mikill munur. Þrándheimur og Reykjavík eru að mörgu leyti svipaðar borgir. Til að mynda er íbúafjöldinn í Þrándheimi og hér á höfuðborgarsvæðinu um það bil sá sami. Háskólinn er stór vinnustaður rétt utan við miðbæinn og breiðir þjóðvegir fara beint í gegnum stór íbúahverfi. Hins vegar er raunhæft fyrir íbúa Þrándheims að nota almenningssamgöngur til allra sinna ferða dags daglega. Strætó gengur mjög reglulega í gegnum borgina allan daginn og meira að segja alla nóttina um helgar. Þar er hægt að bregða sér á næstu strætóstoppistöð án þess að athuga hvenær strætó kemur, enda má alltaf treysta því að hann komi innan nokkurra mínútna. Við eigum að stefna ótrauð að því að staða almenningssamgangna verði líka svona um alla Reykjavík strax á næstu árum. Stefna borgarinnar um 15 mínútna hverfið er mikilvæg og ég nýt góðs af henni á hverjum degi - en við verðum að halda áfram. Ég er heppinn að geta gengið í vinnuna, út í búð og niður í bæ, tekið strætó eða rafhlaupahjól nær hvert sem er. En þetta verður að vera hægt sama hvar í borginni við búum – til þess þarf að stórefla almenningssamgöngur í allri Reykjavík og standa vörð um hugmyndafræði Borgarlínu. Tryggjum saman að Borgarlínan verði öflugt almenningssamgöngunet á höfuðborgarsvæðinu og gerum Reykjavík að enn betri borg! Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Borgarlína Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eftir að ég flutti frá Þrándheimi til Reykjavíkur hef ég oft verið spurður hvernig það er að búa hér. Einfalda svarið er að það er ekki mikill munur. Þrándheimur og Reykjavík eru að mörgu leyti svipaðar borgir. Til að mynda er íbúafjöldinn í Þrándheimi og hér á höfuðborgarsvæðinu um það bil sá sami. Háskólinn er stór vinnustaður rétt utan við miðbæinn og breiðir þjóðvegir fara beint í gegnum stór íbúahverfi. Hins vegar er raunhæft fyrir íbúa Þrándheims að nota almenningssamgöngur til allra sinna ferða dags daglega. Strætó gengur mjög reglulega í gegnum borgina allan daginn og meira að segja alla nóttina um helgar. Þar er hægt að bregða sér á næstu strætóstoppistöð án þess að athuga hvenær strætó kemur, enda má alltaf treysta því að hann komi innan nokkurra mínútna. Við eigum að stefna ótrauð að því að staða almenningssamgangna verði líka svona um alla Reykjavík strax á næstu árum. Stefna borgarinnar um 15 mínútna hverfið er mikilvæg og ég nýt góðs af henni á hverjum degi - en við verðum að halda áfram. Ég er heppinn að geta gengið í vinnuna, út í búð og niður í bæ, tekið strætó eða rafhlaupahjól nær hvert sem er. En þetta verður að vera hægt sama hvar í borginni við búum – til þess þarf að stórefla almenningssamgöngur í allri Reykjavík og standa vörð um hugmyndafræði Borgarlínu. Tryggjum saman að Borgarlínan verði öflugt almenningssamgöngunet á höfuðborgarsvæðinu og gerum Reykjavík að enn betri borg! Höfundur er grunnskólakennari og sækist eftir 5.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 12.-13. febrúar nk.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar