Naumur sigur Warriors þrátt fyrir púðurskot frá svekktum Curry | Tatum með 51 stig Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 07:31 Stephen Curry fagnar í sigrinum gegn Utah Jazz í gær. AP/Jeff Chiu Golden State Warriors unnu tveggja stiga sigur á Utah Jazz, 94-92, í stórleik kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Jayson Tatum rauf 50 stiga múrinn í sigri Boston Celtics á Washington Wizards. Það er skammt síðan að Stephen Curry sló metið yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar. Engu að síður virðist hann eiga í miklum vandræðum með skotin sín þessa dagana. Golden State fagnaði sigri í gær þrátt fyrir að Curry skoraði aðeins úr einu af 13 þriggja stiga skotum sínum, og alls úr fimm af 20 skotum sínum úr opnum leik en hann endaði með 13 stig. Sló á létta strengi en sparkaði í stól um daginn Curry gaf reyndar líka sex stoðsendingar en hann var spurður eftir leik hvort að það væri í lagi með hendurnar, eftir minni háttar meiðsli: „Þær eru enn fastar við búkinn og ég er enn að reyna fullt af skotum,“ sagði Curry nokkuð léttur í bragði. „Ég reyni að hafa gaman af þessu. Þetta snýst um stóru myndina og hvernig maður nálgast leikinn, og vinnuna sem maður leggur á sig. Auðvitað er þetta svekkjandi. Ég vil skjóta boltanum, þetta er svekkjandi. Ég sparkaði í stólinn um daginn út af þessu. Það er ekki eins og að mér sé alveg sama og sé ekki að reyna að finna út úr þessu en ég er ekki heltekinn af þessu,“ sagði Curry sem átti einnig sex stoðsendingar í sigrinum í gær. Jordan Poole pulls out the in-and-out dribble and then drains the three-pointer on NBA TV! pic.twitter.com/oZGoOkRy7Y— NBA (@NBA) January 24, 2022 Jordan Poole var stigahæstur með 20 stig en hann var í byrjunarliðinu eftir að Klay Thompson varð að hætta við leikinn vegna eymsla í vinstra hnénu, sem hélt honum frá keppni alla leiktíðina 2019-20. Utah var afar nálægt því að knýja fram framlengingu en varð að sætta sig við tap og er í 4. sæti vesturdeildar með 30 sigra og 17 töp, á meðan að Golden State er í 2. sæti með 34 sigra og 13 töp. Skoraði 51 stig eftir að hafa klikkað á sautján þristum í röð Af öðrum leikjum ber að nefna að Jayson Tatum átti magnaðan leik í 116-87 sigri Boston Celtics á Washington Wizards, 116-87. Tatum skoraði 51 stig í leiknum, tók tíu fráköst og átti sjö stoðsendingar. Hann setti niður níu þriggja stiga skot í leiknum, eftir að hafa ekki hitt úr einu einasta þriggja stiga skoti í sautján tilraunum í síðustu þremur leikjum. @jaytatum0 had the GREEN LIGHT all game long! 51 PTS (18-28 FGM) 9 3PM (9-14 3PM) 10 REB 7 AST pic.twitter.com/SxRp6hNYxO— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslitin í gær: New York 110-102 LA Clippers Washington 87-116 Boston Miami 113-107 LA Lakers Orlando 114-95 Chicago Toronto 105-114 Portland Charlotte 91-113 Atlanta San Antonio 109-115 Philadelphia Dallas 104-91 Memphis Minnesota 136-125 Brooklyn Denver 117-111 Detroit Golden State 94-92 Utah NBA Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Það er skammt síðan að Stephen Curry sló metið yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar. Engu að síður virðist hann eiga í miklum vandræðum með skotin sín þessa dagana. Golden State fagnaði sigri í gær þrátt fyrir að Curry skoraði aðeins úr einu af 13 þriggja stiga skotum sínum, og alls úr fimm af 20 skotum sínum úr opnum leik en hann endaði með 13 stig. Sló á létta strengi en sparkaði í stól um daginn Curry gaf reyndar líka sex stoðsendingar en hann var spurður eftir leik hvort að það væri í lagi með hendurnar, eftir minni háttar meiðsli: „Þær eru enn fastar við búkinn og ég er enn að reyna fullt af skotum,“ sagði Curry nokkuð léttur í bragði. „Ég reyni að hafa gaman af þessu. Þetta snýst um stóru myndina og hvernig maður nálgast leikinn, og vinnuna sem maður leggur á sig. Auðvitað er þetta svekkjandi. Ég vil skjóta boltanum, þetta er svekkjandi. Ég sparkaði í stólinn um daginn út af þessu. Það er ekki eins og að mér sé alveg sama og sé ekki að reyna að finna út úr þessu en ég er ekki heltekinn af þessu,“ sagði Curry sem átti einnig sex stoðsendingar í sigrinum í gær. Jordan Poole pulls out the in-and-out dribble and then drains the three-pointer on NBA TV! pic.twitter.com/oZGoOkRy7Y— NBA (@NBA) January 24, 2022 Jordan Poole var stigahæstur með 20 stig en hann var í byrjunarliðinu eftir að Klay Thompson varð að hætta við leikinn vegna eymsla í vinstra hnénu, sem hélt honum frá keppni alla leiktíðina 2019-20. Utah var afar nálægt því að knýja fram framlengingu en varð að sætta sig við tap og er í 4. sæti vesturdeildar með 30 sigra og 17 töp, á meðan að Golden State er í 2. sæti með 34 sigra og 13 töp. Skoraði 51 stig eftir að hafa klikkað á sautján þristum í röð Af öðrum leikjum ber að nefna að Jayson Tatum átti magnaðan leik í 116-87 sigri Boston Celtics á Washington Wizards, 116-87. Tatum skoraði 51 stig í leiknum, tók tíu fráköst og átti sjö stoðsendingar. Hann setti niður níu þriggja stiga skot í leiknum, eftir að hafa ekki hitt úr einu einasta þriggja stiga skoti í sautján tilraunum í síðustu þremur leikjum. @jaytatum0 had the GREEN LIGHT all game long! 51 PTS (18-28 FGM) 9 3PM (9-14 3PM) 10 REB 7 AST pic.twitter.com/SxRp6hNYxO— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslitin í gær: New York 110-102 LA Clippers Washington 87-116 Boston Miami 113-107 LA Lakers Orlando 114-95 Chicago Toronto 105-114 Portland Charlotte 91-113 Atlanta San Antonio 109-115 Philadelphia Dallas 104-91 Memphis Minnesota 136-125 Brooklyn Denver 117-111 Detroit Golden State 94-92 Utah
Úrslitin í gær: New York 110-102 LA Clippers Washington 87-116 Boston Miami 113-107 LA Lakers Orlando 114-95 Chicago Toronto 105-114 Portland Charlotte 91-113 Atlanta San Antonio 109-115 Philadelphia Dallas 104-91 Memphis Minnesota 136-125 Brooklyn Denver 117-111 Detroit Golden State 94-92 Utah
NBA Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira