Naumur sigur Warriors þrátt fyrir púðurskot frá svekktum Curry | Tatum með 51 stig Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 07:31 Stephen Curry fagnar í sigrinum gegn Utah Jazz í gær. AP/Jeff Chiu Golden State Warriors unnu tveggja stiga sigur á Utah Jazz, 94-92, í stórleik kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Jayson Tatum rauf 50 stiga múrinn í sigri Boston Celtics á Washington Wizards. Það er skammt síðan að Stephen Curry sló metið yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar. Engu að síður virðist hann eiga í miklum vandræðum með skotin sín þessa dagana. Golden State fagnaði sigri í gær þrátt fyrir að Curry skoraði aðeins úr einu af 13 þriggja stiga skotum sínum, og alls úr fimm af 20 skotum sínum úr opnum leik en hann endaði með 13 stig. Sló á létta strengi en sparkaði í stól um daginn Curry gaf reyndar líka sex stoðsendingar en hann var spurður eftir leik hvort að það væri í lagi með hendurnar, eftir minni háttar meiðsli: „Þær eru enn fastar við búkinn og ég er enn að reyna fullt af skotum,“ sagði Curry nokkuð léttur í bragði. „Ég reyni að hafa gaman af þessu. Þetta snýst um stóru myndina og hvernig maður nálgast leikinn, og vinnuna sem maður leggur á sig. Auðvitað er þetta svekkjandi. Ég vil skjóta boltanum, þetta er svekkjandi. Ég sparkaði í stólinn um daginn út af þessu. Það er ekki eins og að mér sé alveg sama og sé ekki að reyna að finna út úr þessu en ég er ekki heltekinn af þessu,“ sagði Curry sem átti einnig sex stoðsendingar í sigrinum í gær. Jordan Poole pulls out the in-and-out dribble and then drains the three-pointer on NBA TV! pic.twitter.com/oZGoOkRy7Y— NBA (@NBA) January 24, 2022 Jordan Poole var stigahæstur með 20 stig en hann var í byrjunarliðinu eftir að Klay Thompson varð að hætta við leikinn vegna eymsla í vinstra hnénu, sem hélt honum frá keppni alla leiktíðina 2019-20. Utah var afar nálægt því að knýja fram framlengingu en varð að sætta sig við tap og er í 4. sæti vesturdeildar með 30 sigra og 17 töp, á meðan að Golden State er í 2. sæti með 34 sigra og 13 töp. Skoraði 51 stig eftir að hafa klikkað á sautján þristum í röð Af öðrum leikjum ber að nefna að Jayson Tatum átti magnaðan leik í 116-87 sigri Boston Celtics á Washington Wizards, 116-87. Tatum skoraði 51 stig í leiknum, tók tíu fráköst og átti sjö stoðsendingar. Hann setti niður níu þriggja stiga skot í leiknum, eftir að hafa ekki hitt úr einu einasta þriggja stiga skoti í sautján tilraunum í síðustu þremur leikjum. @jaytatum0 had the GREEN LIGHT all game long! 51 PTS (18-28 FGM) 9 3PM (9-14 3PM) 10 REB 7 AST pic.twitter.com/SxRp6hNYxO— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslitin í gær: New York 110-102 LA Clippers Washington 87-116 Boston Miami 113-107 LA Lakers Orlando 114-95 Chicago Toronto 105-114 Portland Charlotte 91-113 Atlanta San Antonio 109-115 Philadelphia Dallas 104-91 Memphis Minnesota 136-125 Brooklyn Denver 117-111 Detroit Golden State 94-92 Utah NBA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Það er skammt síðan að Stephen Curry sló metið yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar. Engu að síður virðist hann eiga í miklum vandræðum með skotin sín þessa dagana. Golden State fagnaði sigri í gær þrátt fyrir að Curry skoraði aðeins úr einu af 13 þriggja stiga skotum sínum, og alls úr fimm af 20 skotum sínum úr opnum leik en hann endaði með 13 stig. Sló á létta strengi en sparkaði í stól um daginn Curry gaf reyndar líka sex stoðsendingar en hann var spurður eftir leik hvort að það væri í lagi með hendurnar, eftir minni háttar meiðsli: „Þær eru enn fastar við búkinn og ég er enn að reyna fullt af skotum,“ sagði Curry nokkuð léttur í bragði. „Ég reyni að hafa gaman af þessu. Þetta snýst um stóru myndina og hvernig maður nálgast leikinn, og vinnuna sem maður leggur á sig. Auðvitað er þetta svekkjandi. Ég vil skjóta boltanum, þetta er svekkjandi. Ég sparkaði í stólinn um daginn út af þessu. Það er ekki eins og að mér sé alveg sama og sé ekki að reyna að finna út úr þessu en ég er ekki heltekinn af þessu,“ sagði Curry sem átti einnig sex stoðsendingar í sigrinum í gær. Jordan Poole pulls out the in-and-out dribble and then drains the three-pointer on NBA TV! pic.twitter.com/oZGoOkRy7Y— NBA (@NBA) January 24, 2022 Jordan Poole var stigahæstur með 20 stig en hann var í byrjunarliðinu eftir að Klay Thompson varð að hætta við leikinn vegna eymsla í vinstra hnénu, sem hélt honum frá keppni alla leiktíðina 2019-20. Utah var afar nálægt því að knýja fram framlengingu en varð að sætta sig við tap og er í 4. sæti vesturdeildar með 30 sigra og 17 töp, á meðan að Golden State er í 2. sæti með 34 sigra og 13 töp. Skoraði 51 stig eftir að hafa klikkað á sautján þristum í röð Af öðrum leikjum ber að nefna að Jayson Tatum átti magnaðan leik í 116-87 sigri Boston Celtics á Washington Wizards, 116-87. Tatum skoraði 51 stig í leiknum, tók tíu fráköst og átti sjö stoðsendingar. Hann setti niður níu þriggja stiga skot í leiknum, eftir að hafa ekki hitt úr einu einasta þriggja stiga skoti í sautján tilraunum í síðustu þremur leikjum. @jaytatum0 had the GREEN LIGHT all game long! 51 PTS (18-28 FGM) 9 3PM (9-14 3PM) 10 REB 7 AST pic.twitter.com/SxRp6hNYxO— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslitin í gær: New York 110-102 LA Clippers Washington 87-116 Boston Miami 113-107 LA Lakers Orlando 114-95 Chicago Toronto 105-114 Portland Charlotte 91-113 Atlanta San Antonio 109-115 Philadelphia Dallas 104-91 Memphis Minnesota 136-125 Brooklyn Denver 117-111 Detroit Golden State 94-92 Utah
Úrslitin í gær: New York 110-102 LA Clippers Washington 87-116 Boston Miami 113-107 LA Lakers Orlando 114-95 Chicago Toronto 105-114 Portland Charlotte 91-113 Atlanta San Antonio 109-115 Philadelphia Dallas 104-91 Memphis Minnesota 136-125 Brooklyn Denver 117-111 Detroit Golden State 94-92 Utah
NBA Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira