Viðskipti innlent

Opin Kerfi og Premis sameinast

Eiður Þór Árnason skrifar
Premis mun áfram reka starfsstöð sína á Sauðárkróki.
Premis mun áfram reka starfsstöð sína á Sauðárkróki. Aðsend

Framtakssjóðurinn VEX I, sem keypti í desember allt hlutafé í Opnum Kerfum, og hluthafar upplýsingatæknifélagsins Premis hafa undirritað samning um að sameina félögin og eignarhald þeirra. Sameiningin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum en samanlögð velta þeirra árið 2021 var rúmlega fimm milljarðar króna og EBITDA rúmlega 300 milljónir. Eftir sameiningu verða hluthafar félagsins VEX I í stýringu Vex, Fiskisund og félög í eigu starfsmanna.

„Fyrirhuguð sameining við Premis gerir okkur kleift að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu, breikka vöru- og þjónustuframboð og auka enn frekar áherslu á öryggismál sem sífellt verða mikilvægari í rekstri félaga“ segir Ragnheiður Harðar Harðardóttir, forstjóri Opinna Kerfa.

„Við höfum sérhæft okkur í að reka tölvukerfi fyrirtækja. Tölvuumhverfi þeirra er að verða flóknara og fleiri fyrirtæki sjá hagræði í að útvista tölvurekstri sínum til aðila sem sérhæfa sig í slíkum rekstri. Sameinað félag mun verða leiðandi á þessu sviði og mun bjóða upp á enn betri þjónustu og öruggara umhverfi sem er mikilvægt fyrir íslenskt atvinnulíf,“ segir Kristinn Elvar Arnarsson, forstjóri Premis, í tilkynningu.

Í sameinuðu félagi verða rúmlega 120 starfsmenn með starfsstöðvar bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki, þar sem Premis er með starfsstöðvar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.