Verksmiðjubúskapur - er betur farið með dýr á Íslandi? Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 20. janúar 2022 14:00 Ég á afa sem eyddi meirihluta ævi sinnar sem kúabóndi upp í sveit og eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman er að spjalla um fortíðina. Hann þekkti hverja kú með nafni og börnin í sveitinni áttu iðulega sína uppáhalds kú. Hann upplifði það frá fyrstu hendi þegar mjólkin varð söluvara og peningar fóru að berast inn á bæinn. Það er stundum erfitt að ímynda sér hvað það er stutt síðan hlutirnir voru allt öðruvísi. Fyrir 100 árum var líf á Íslandi allt annað en það er í dag. Mataræðið í sveitinni hjá afa samanstóð af því sem kom frá býlinu ásamt einstaka munaðarvörum eins og sykri og kaffi. Fjölbreytnin var ekki mikil miðað við það sem þekkist í dag og það er ekki hægt að segja að það hefði verið auðvelt að vera vegan á þeim tíma. Í dag get ég skroppið í búðina og fengið mat frá öllum heimshornum. Úrvalið er gífurlegt og virðist aukast með hverju árinu. Ég er þakklát þessu úrvali en ókosturinn er án efa sá að erfiðara er að rekja uppruna matvælanna. Það er nánast engin leið fyrir neytendur að tryggja að allt sem þeir kaupa hafi verið framleitt með siðferðislegum hætti. Á meðan stóðu flest matvæli nærri heimilunum hér í denn. Fólk fann bragðmun á smjöri eftir því hvaðan það kom og var gjarnan meðvitað um það í sveitunum ef einhver fór illa með dýrin sín. Litlum býlum hefur fækkað á landinu og nú eru þau orðin stærri, með afkastameiri framleiðslu og eru minni hluti af lífum margra í sveitum landsins. Erfitt er að rekja uppruna mjólkurinnar til ákveðinna búa. Fyrir neytendur er erfiðara að fylgjast með því hvernig staðið er að framleiðslunni og því hefur eftirlit með dýravelferð aldrei verið mikilvægara. Ég velti stundum fyrir mér hvort viðhorf okkar til dýranna hafi breyst á þessum tíma. Flest okkar erum við fjarlæg þeim og sjáum aldrei hvernig þau enda á disknum okkar. Ég trúi því að við viljum flest að vel sé farið með dýr. Lögin okkar um dýravelferð eru falleg en endurspegla engan veginn raunveruleika dýra á Íslandi í dag. Við höfum séð ný mál koma upp á yfirborðið trekk í trekk. Blóðmerahaldið, legusárin í svínabúum landsins, brúneggjamálið, slæm meðferð eldisfiska og fleira. En hver er staðan? Verksmiðjubúum á Íslandi fjölgar og erfitt er að afla sér upplýsinga um þann iðnað. Það er lágmarkskrafa að almenningur sé upplýstur um velferð dýra í landinu. Ég vil að farið sé eftir lögum um dýravelferð og þau orðuð á þann hátt að þau geri raunverulega gagn. Ég vil að upplýsingar um dýravelferð séu aðgengilegar almenningi og að öllum sé ljóst hvaða aðferðum er beitt innan veggja verksmiðjubúa á Íslandi. Í kvöld stýri ég málþinginu “Verksmiðjubúskapur - er betur farið með dýr á Íslandi?” sem haldið er af Samtökum grænkera á Íslandi og Landvernd í tilefni af Veganúar. Málþingið hefst kl. 20 og verður aðgengilegt öllum rafrænt á Facebook. Ég hvet ykkur eindregið til þess að mæta, hlýða á umræðurnar, spyrja spurninga og kynna ykkur málefnið. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Veganúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Ég á afa sem eyddi meirihluta ævi sinnar sem kúabóndi upp í sveit og eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman er að spjalla um fortíðina. Hann þekkti hverja kú með nafni og börnin í sveitinni áttu iðulega sína uppáhalds kú. Hann upplifði það frá fyrstu hendi þegar mjólkin varð söluvara og peningar fóru að berast inn á bæinn. Það er stundum erfitt að ímynda sér hvað það er stutt síðan hlutirnir voru allt öðruvísi. Fyrir 100 árum var líf á Íslandi allt annað en það er í dag. Mataræðið í sveitinni hjá afa samanstóð af því sem kom frá býlinu ásamt einstaka munaðarvörum eins og sykri og kaffi. Fjölbreytnin var ekki mikil miðað við það sem þekkist í dag og það er ekki hægt að segja að það hefði verið auðvelt að vera vegan á þeim tíma. Í dag get ég skroppið í búðina og fengið mat frá öllum heimshornum. Úrvalið er gífurlegt og virðist aukast með hverju árinu. Ég er þakklát þessu úrvali en ókosturinn er án efa sá að erfiðara er að rekja uppruna matvælanna. Það er nánast engin leið fyrir neytendur að tryggja að allt sem þeir kaupa hafi verið framleitt með siðferðislegum hætti. Á meðan stóðu flest matvæli nærri heimilunum hér í denn. Fólk fann bragðmun á smjöri eftir því hvaðan það kom og var gjarnan meðvitað um það í sveitunum ef einhver fór illa með dýrin sín. Litlum býlum hefur fækkað á landinu og nú eru þau orðin stærri, með afkastameiri framleiðslu og eru minni hluti af lífum margra í sveitum landsins. Erfitt er að rekja uppruna mjólkurinnar til ákveðinna búa. Fyrir neytendur er erfiðara að fylgjast með því hvernig staðið er að framleiðslunni og því hefur eftirlit með dýravelferð aldrei verið mikilvægara. Ég velti stundum fyrir mér hvort viðhorf okkar til dýranna hafi breyst á þessum tíma. Flest okkar erum við fjarlæg þeim og sjáum aldrei hvernig þau enda á disknum okkar. Ég trúi því að við viljum flest að vel sé farið með dýr. Lögin okkar um dýravelferð eru falleg en endurspegla engan veginn raunveruleika dýra á Íslandi í dag. Við höfum séð ný mál koma upp á yfirborðið trekk í trekk. Blóðmerahaldið, legusárin í svínabúum landsins, brúneggjamálið, slæm meðferð eldisfiska og fleira. En hver er staðan? Verksmiðjubúum á Íslandi fjölgar og erfitt er að afla sér upplýsinga um þann iðnað. Það er lágmarkskrafa að almenningur sé upplýstur um velferð dýra í landinu. Ég vil að farið sé eftir lögum um dýravelferð og þau orðuð á þann hátt að þau geri raunverulega gagn. Ég vil að upplýsingar um dýravelferð séu aðgengilegar almenningi og að öllum sé ljóst hvaða aðferðum er beitt innan veggja verksmiðjubúa á Íslandi. Í kvöld stýri ég málþinginu “Verksmiðjubúskapur - er betur farið með dýr á Íslandi?” sem haldið er af Samtökum grænkera á Íslandi og Landvernd í tilefni af Veganúar. Málþingið hefst kl. 20 og verður aðgengilegt öllum rafrænt á Facebook. Ég hvet ykkur eindregið til þess að mæta, hlýða á umræðurnar, spyrja spurninga og kynna ykkur málefnið. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Veganúar.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar