Curry svarar þeim sem segja hann hafa eyðilagt körfuboltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2022 15:01 Stephen Curry í leik Golden State Warriors og Detroit Pistons þar sem hann skoraði átján stig. epa/JOHN G. MABANGLO Stephen Curry hefur litlar áhyggjur af umkvörtunum þeirra sem segja að hann hafi eyðilagt körfuboltann með leikstíl sínum. Curry er einn af áhrifamestu körfuboltamönnum allra tíma en hann er nokkurs konar andlit þriggja stiga byltingarinnar sem hefur yfirtekið NBA-deildina á undanförnum árum. Ekki eru þó allir sáttir með þessa breytingu á leiknum, sérstaklega ekki þeir eldri og íhaldssamari. „Stundum er ég merktur í einhverjar færslur á samfélagsmiðlum þar sem ég er sagður hafa skemmt leikinn,“ sagði Curry í viðtali við The Athletic. „Allir sem vita eitthvað um körfubolta vita hvar ég stend í þeim málum. Þetta er frábær leið til að spila leikinn. Þetta opnar fyrir sköpunarkraftinn. Allir elska að skjóta. En þú getur ekki sleppt æfingunum og allri vinnunni sem ég og allir á þessu getustigi hafa lagt í þetta. Ekki sleppa því. Þetta er skemmtileg leið til að spila og það er frábært að vita allir finna tengingu við hana.“ Curry kippir sér lítið upp við gagnrýnisraddirnar. „Fólk mun bulla. Hatur, ást, gagnrýni og fögnuður. Allt þetta. Þess vegna stend ég keikur.“ Curry sló met Rays Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA í síðasta mánuði. Hann hefur alls sett niður 3024 þrista á ferlinum í 7040 tilraunum. Það gerir 43 prósent nýtingu. Hinn 33 ára Curry er með 26,3 stig að meðaltali í leik í vetur en hefur ekki verið með verri þriggja stiga nýtingu síðan hann kom inn í NBA-deildina 2009, eða 38,4 prósent. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Tengdar fréttir Skvettubræður komu Golden State aftur á sigurbraut Golden State Warriors komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli í nótt, 102-86. 19. janúar 2022 08:01 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Curry er einn af áhrifamestu körfuboltamönnum allra tíma en hann er nokkurs konar andlit þriggja stiga byltingarinnar sem hefur yfirtekið NBA-deildina á undanförnum árum. Ekki eru þó allir sáttir með þessa breytingu á leiknum, sérstaklega ekki þeir eldri og íhaldssamari. „Stundum er ég merktur í einhverjar færslur á samfélagsmiðlum þar sem ég er sagður hafa skemmt leikinn,“ sagði Curry í viðtali við The Athletic. „Allir sem vita eitthvað um körfubolta vita hvar ég stend í þeim málum. Þetta er frábær leið til að spila leikinn. Þetta opnar fyrir sköpunarkraftinn. Allir elska að skjóta. En þú getur ekki sleppt æfingunum og allri vinnunni sem ég og allir á þessu getustigi hafa lagt í þetta. Ekki sleppa því. Þetta er skemmtileg leið til að spila og það er frábært að vita allir finna tengingu við hana.“ Curry kippir sér lítið upp við gagnrýnisraddirnar. „Fólk mun bulla. Hatur, ást, gagnrýni og fögnuður. Allt þetta. Þess vegna stend ég keikur.“ Curry sló met Rays Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA í síðasta mánuði. Hann hefur alls sett niður 3024 þrista á ferlinum í 7040 tilraunum. Það gerir 43 prósent nýtingu. Hinn 33 ára Curry er með 26,3 stig að meðaltali í leik í vetur en hefur ekki verið með verri þriggja stiga nýtingu síðan hann kom inn í NBA-deildina 2009, eða 38,4 prósent. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Tengdar fréttir Skvettubræður komu Golden State aftur á sigurbraut Golden State Warriors komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli í nótt, 102-86. 19. janúar 2022 08:01 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Skvettubræður komu Golden State aftur á sigurbraut Golden State Warriors komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli í nótt, 102-86. 19. janúar 2022 08:01