Eyjakonur settu tóninn snemma og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. Liðið jók forskot sitt lítillega fyrir hálfleik, en staðan var 13-7 þegar gengið var til búningsherbergja, ÍBV í vil.
Nokkuð jafnræði var svo með liðunum í síðari hálfleik, en Eyjakonur hleyptu tékkneska liðinu þó aldrei nálægt sér. ÍBV vann að lokum öruggan sjö marka sigur, 27-20, og er í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fer fram í Vestmannaeyjum á morgun.
Lina Cardell og Harpa Valey Gylfadóttir voru markahæstar í liði ÍBV með sex mörk hvor. Marta Wawrzynkowska átti frábæran leik í marki Eyjaliðsins og varði 167 skot.