Viðskipti innlent

Ágúst ráðinn sér­fræðingur í for­vörnum hjá Verði

Atli Ísleifsson skrifar
Ágúst Mogensen.
Ágúst Mogensen. Aðsend

Ágúst Mogensen hefur verið ráðinn í nýtt starf sérfræðings í forvörnum hjá tryggingafélaginu Verði.

Í tilkynningu segir að Ágúst sé með BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í afbrotafræði frá Loughborough háskóla í Englandi.

Síðustu ár hefur Ágúst starfað sem sérfræðingur í forvörnum hjá Vátryggingafélagi Íslands en áður starfaði hann við rannsóknir hjá Rannsóknarnefnd umferðaslysa og síðar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Samhliða störfum sínum hefur Ágúst stundað kennslu hjá Háskóla Íslands, Endurmenntun HÍ og við Lögregluskóla ríkisins, ásamt því að halda fjölda fyrirlestrar um umferðaröryggismál og öryggismál almennt.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×