Aukakostnaður vegna sóttvarna þegar orðinn um tíu milljónir og hækkar væntanlega enn frekar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2022 11:30 Íslenska landsliðið dvelur í svokallaðri búbblu á Grand hótel þar til það heldur til Búdapest í næstu viku. vísir/vilhelm Verulegur aukakostnaður fylgir því að hafa íslenska karlalandsliðið í handbolta í svokallaðri búbblu til að minnka líkurnar á að kórónuveirusmit dreifi sér í hópinn. Þá bætist við kostnaður vegna þess að Litáar geta ekki ferðast með Íslendingum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins var tekin ákvörðun um að hafa íslenska landsliðið í búbblu á Grand hótel þar til það heldur til Búdapest á þriðjudaginn. „Hann hleypur á milljónum, kostnaðurinn sem við þurfum að bæta við okkur. Það að vera með liðið í búbblu frá 2.-11. janúar er dýrt, það verður að viðurkennast,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi í morgun. Eins og fram kom í gær verður ekkert af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Litáen sem áttu að fara fram á Ásvöllum á föstudag og sunnudag. Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hættu Litáar við að koma til Íslands. HSÍ var tilkynnt um það í hádeginu í gær. Litáaen er á leið á EM líkt og Ísland. Litháíska liðið ætlaði að dvelja á Íslandi fram á þriðjudaginn og fljúga þá með íslenska liðinu til Búdapest. Ljóst er að ekkert verður af því og það þýðir aukinn kostnað fyrir HSÍ. Enn liggur ekki fyrir hversu mikill hann verður. „Það á eftir að klára fjárhagslegt uppgjör við Litáa. Þetta gerðist mjög hratt í gær en við eigum í ágætis sambandi við þá og það á bara eftir að klára þá umræðu,“ sagði Róbert. En hvað reiknar hann með að mikill aukakostnaður fylgi því að hafa íslenska liðið í búbblu og geta ekki flogið á EM með Litáum? „Sá aukakostnaður sem er kominn nú þegar vegna mótsins er í kringum tíu milljónir. Við finnum fyrir þessu en þetta er hluti af pakkanum. Okkar vilji er að ná langt á EM og því töldum við þessar ráðstafanir nauðsynlegar,“ svaraði Róbert. Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í gær vegna meiðsla Sveins Jóhannssonar. Daníel fór í PCR-próf í morgun og kemur væntanlega til móts við hópinn í dag. Einn leikmaður til viðbótar á eftir að koma til móts við hópinn og gerir það fyrir vikulok að sögn Róberts. „Sem betur fer hefur ekkert nýtt komið upp, allir heilir og ferskir. Svo er næsta PCR-próf hjá okkur á morgun,“ sagði Róbert. Hann á von á því að fá upplýsingar frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, í dag um að tíminn sem verður að líða frá því leikmaður greinist með veiruna og þar til hann megi spila á ný verði styttur. Fyrst greindi EHF frá því að leikmenn mættu ekki snúa aftur á völlinn fyrr en tveimur vikum eftir að smituðust af veirunni. Það myndi gera þátttökuliðum á EM afar erfitt fyrir og talið er að tíminn verði allavega styttur niður í tíu daga. EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins var tekin ákvörðun um að hafa íslenska landsliðið í búbblu á Grand hótel þar til það heldur til Búdapest á þriðjudaginn. „Hann hleypur á milljónum, kostnaðurinn sem við þurfum að bæta við okkur. Það að vera með liðið í búbblu frá 2.-11. janúar er dýrt, það verður að viðurkennast,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi í morgun. Eins og fram kom í gær verður ekkert af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Litáen sem áttu að fara fram á Ásvöllum á föstudag og sunnudag. Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hættu Litáar við að koma til Íslands. HSÍ var tilkynnt um það í hádeginu í gær. Litáaen er á leið á EM líkt og Ísland. Litháíska liðið ætlaði að dvelja á Íslandi fram á þriðjudaginn og fljúga þá með íslenska liðinu til Búdapest. Ljóst er að ekkert verður af því og það þýðir aukinn kostnað fyrir HSÍ. Enn liggur ekki fyrir hversu mikill hann verður. „Það á eftir að klára fjárhagslegt uppgjör við Litáa. Þetta gerðist mjög hratt í gær en við eigum í ágætis sambandi við þá og það á bara eftir að klára þá umræðu,“ sagði Róbert. En hvað reiknar hann með að mikill aukakostnaður fylgi því að hafa íslenska liðið í búbblu og geta ekki flogið á EM með Litáum? „Sá aukakostnaður sem er kominn nú þegar vegna mótsins er í kringum tíu milljónir. Við finnum fyrir þessu en þetta er hluti af pakkanum. Okkar vilji er að ná langt á EM og því töldum við þessar ráðstafanir nauðsynlegar,“ svaraði Róbert. Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í gær vegna meiðsla Sveins Jóhannssonar. Daníel fór í PCR-próf í morgun og kemur væntanlega til móts við hópinn í dag. Einn leikmaður til viðbótar á eftir að koma til móts við hópinn og gerir það fyrir vikulok að sögn Róberts. „Sem betur fer hefur ekkert nýtt komið upp, allir heilir og ferskir. Svo er næsta PCR-próf hjá okkur á morgun,“ sagði Róbert. Hann á von á því að fá upplýsingar frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, í dag um að tíminn sem verður að líða frá því leikmaður greinist með veiruna og þar til hann megi spila á ný verði styttur. Fyrst greindi EHF frá því að leikmenn mættu ekki snúa aftur á völlinn fyrr en tveimur vikum eftir að smituðust af veirunni. Það myndi gera þátttökuliðum á EM afar erfitt fyrir og talið er að tíminn verði allavega styttur niður í tíu daga.
EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira