Hvers vegna skelfur allt vegna Evergrande? Björn Berg Gunnarsson skrifar 7. janúar 2022 08:00 Voðalega er þetta nú orðið þreytandi allt saman. Rétt þegar ég held að ég sé hættur að fá What‘s Up? með 4 Non Blondes á heilann heyri ég í því berjast við að setja réttan lykil í skrána og ryðjast inn á nýjan leik. Þannig er Covid líka. Og gott ef kínverska fjárfestingafélagið Evergrande hegðar sér ekki með svipuðum hætti. Við skulum ekki rugla Evergrande saman við Ever given, skip Evergreen sem setti tappa í Súesskurðinn fyrir tæpu ári síðan. Evergrande er þó heldur betur einnig fært um að valda skaða langt út fyrir landsteinana og undanfarna mánuði hafa annað slagið borist fréttir þess efnis að markaðir hafi tekið væna dýfu og er fyrirtækinu víst um að kenna. En hvernig geta vandræði eins fyrirtækis haft svona mikil áhrif? Stærðargráðan Evergrande er merkilega stórt félag og eitt það stærsta í heimalandinu, Kína. Flest reka sennilega augun í umfangsmikil fasteignaverkefni þeirra en um er að ræða stærðarinnar fjárfestingarfélag með eignastöðu í öllu mögulegu, frá íþróttum að fjármálastarfsemi. Voru eignir Evergrande metnar á hátt í 50.000 milljarða króna árið 2020. Jafngildir það fimmföldu verðmæti allra fasteigna á Íslandi, svo dæmi sé tekið. Eignirnar eru þó ekki stóra málið í þetta skiptið, þó stórar séu þær vissulega, heldur eru það skuldirnar sem allt snýst um. Heildarskuldirnar nema um 40.000 milljörðum króna og gengur illa að borga af þeim. Svo við grípum aftur í samanburðinn við Ísland er um að ræða áttfaldar skuldir allra fyrirtækja og heimila hér á landi. Þar sem illa gengur að þéna fyrir afborgunum þessara skulda hafa áhyggjur eðlilega aukist af því að fyrirtækið stefni í greiðsluþrot. Í fyrra drógust tekjurnar saman um 2.300 milljarða króna frá fyrra ári og munar um minna. Eðlilega glíma fjölmörg fyrirtæki við svipaðan vanda um heim allan en það sem kemur Evergrande í kastljós fjölmiðla og fjárfesta um heim allan er stærðargráðan og möguleg áhrif ef illa fer. Kína skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli og á landsframleiðsla þess stutt í fimmtung heimsframleiðslunnar. Almenningur í Kína hefur fjárfest í miklum mæli í fasteignum þar í landi og þá einnig í eignastýringarvörum dótturfélags Evergrande. Hrun á þeim mörkuðum getur ekki einungis haft umfangsmikil áhrif á hagkerfi landsins heldur jafnvel um heim allan, vegna mikilvægis Kína í heimshagkerfinu. Hvað gerist? Afleiðingar þess að svo stórt fyrirtæki lendi í greiðsluþroti geta verið það miklar að mögulega lítur kínverska ríkið svo á að ódýrara sé að grípa inn í og halda því á floti. Við vitum þó að sjálfsögðu ekkert um fyrirætlanir stjórnvalda þar í landi. Á meðan óvissa ríkir hefur hún neikvæð áhrif á markaði og eykur áhættu. Búast má við því að fréttir af Evergrande valdi áfram skjálfta á mörkuðum þar til einhver lausn virðist í sjónmáli. Við skulum bara vona að skjálftarnir leiði ekki til enn frekari hremminga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Kína Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Voðalega er þetta nú orðið þreytandi allt saman. Rétt þegar ég held að ég sé hættur að fá What‘s Up? með 4 Non Blondes á heilann heyri ég í því berjast við að setja réttan lykil í skrána og ryðjast inn á nýjan leik. Þannig er Covid líka. Og gott ef kínverska fjárfestingafélagið Evergrande hegðar sér ekki með svipuðum hætti. Við skulum ekki rugla Evergrande saman við Ever given, skip Evergreen sem setti tappa í Súesskurðinn fyrir tæpu ári síðan. Evergrande er þó heldur betur einnig fært um að valda skaða langt út fyrir landsteinana og undanfarna mánuði hafa annað slagið borist fréttir þess efnis að markaðir hafi tekið væna dýfu og er fyrirtækinu víst um að kenna. En hvernig geta vandræði eins fyrirtækis haft svona mikil áhrif? Stærðargráðan Evergrande er merkilega stórt félag og eitt það stærsta í heimalandinu, Kína. Flest reka sennilega augun í umfangsmikil fasteignaverkefni þeirra en um er að ræða stærðarinnar fjárfestingarfélag með eignastöðu í öllu mögulegu, frá íþróttum að fjármálastarfsemi. Voru eignir Evergrande metnar á hátt í 50.000 milljarða króna árið 2020. Jafngildir það fimmföldu verðmæti allra fasteigna á Íslandi, svo dæmi sé tekið. Eignirnar eru þó ekki stóra málið í þetta skiptið, þó stórar séu þær vissulega, heldur eru það skuldirnar sem allt snýst um. Heildarskuldirnar nema um 40.000 milljörðum króna og gengur illa að borga af þeim. Svo við grípum aftur í samanburðinn við Ísland er um að ræða áttfaldar skuldir allra fyrirtækja og heimila hér á landi. Þar sem illa gengur að þéna fyrir afborgunum þessara skulda hafa áhyggjur eðlilega aukist af því að fyrirtækið stefni í greiðsluþrot. Í fyrra drógust tekjurnar saman um 2.300 milljarða króna frá fyrra ári og munar um minna. Eðlilega glíma fjölmörg fyrirtæki við svipaðan vanda um heim allan en það sem kemur Evergrande í kastljós fjölmiðla og fjárfesta um heim allan er stærðargráðan og möguleg áhrif ef illa fer. Kína skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli og á landsframleiðsla þess stutt í fimmtung heimsframleiðslunnar. Almenningur í Kína hefur fjárfest í miklum mæli í fasteignum þar í landi og þá einnig í eignastýringarvörum dótturfélags Evergrande. Hrun á þeim mörkuðum getur ekki einungis haft umfangsmikil áhrif á hagkerfi landsins heldur jafnvel um heim allan, vegna mikilvægis Kína í heimshagkerfinu. Hvað gerist? Afleiðingar þess að svo stórt fyrirtæki lendi í greiðsluþroti geta verið það miklar að mögulega lítur kínverska ríkið svo á að ódýrara sé að grípa inn í og halda því á floti. Við vitum þó að sjálfsögðu ekkert um fyrirætlanir stjórnvalda þar í landi. Á meðan óvissa ríkir hefur hún neikvæð áhrif á markaði og eykur áhættu. Búast má við því að fréttir af Evergrande valdi áfram skjálfta á mörkuðum þar til einhver lausn virðist í sjónmáli. Við skulum bara vona að skjálftarnir leiði ekki til enn frekari hremminga. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun