Skoðun

Skiptir vel­ferð ungra barna engu máli lengur?

Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Nú þrýsta sóttvarnaryfirvöld, kennarasamtök og fleiri aðilar á að strax verði byrjað að sprauta 5-11 ára börn með bóluefni við Covid-19 sjúkdómnum. Afar fátítt er að þessi sjúkdómur valdi börnum heilsutjóni. Samkvæmt svari Landlæknis við fyrirspurn þann 20. desember síðastliðinn hafði þá ekkert barn hérlendis á aldrinum 5-11 ára lagst á spítala vegna hans. Í Þýskalandi hafði ekkert barn á þessum aldri látist úr sjúkdómnum samkvæmt rannsókn sem náði fram í maí á síðasta ári og kom út fyrir mánuði síðan[i]. Alls staðar í heiminum er þetta sama sagan og hefur raunar verið allt frá upphafi. Covid-19 er börnum nær alveg skaðlaus.

Eins og þetta graf af covid.is sýnir hefur þróun í nýgengi smita gjörbreyst á síðustu tveimur vikum. Tvöföld bólusetning virðist ekki aðeins gagnslaus, heldur verri en gagnslaus.

Eins og þetta graf af covid.is sýnir hefur þróun í nýgengi smita gjörbreyst á síðustu tveimur vikum. Tvöföld bólusetning virðist ekki aðeins gagnslaus, heldur verri en gagnslaus.

Hér á landi er tíðni aukaverkanatilkynninga vegna bóluefnanna hins vegar 75-föld tíðnin vegna flensubólusetninga árið 2019. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir á hverja milljón bólusettra eru 500-1000 sinnum fleiri en fram til þessa hefur verið talið ásættanlegt[ii].

Opinber gögn sýna að nú þegar hið nýja omicron-afbrigði veirunnar hefur hafið innreið sína er smittíðni meðal bólusettra fullorðinna þegar orðin tvöföld smittíðnin meðal óbólusettra. Leitnin bendir til að smittíðni bólusettra barna[iii] sé nú orðin hin sama og meðal óbólusettra barna. Og þríbólusettir nálgast hraðbyri aðra hópa. Af þessu er ljóst að bólusetning barna breytir engu um smit meðal þessa hóps.

Drögum þetta saman:

  • Smitvörn er engin, eins og opinber gögn sýna.
  • Sjúkdómurinn er börnum nánast alveg hættulaus.
  • Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru margfalt tíðari en vegna annarra bóluefna.
  • Ráðgjafar stjórnvalda í fjölmörgum nágrannalöndum okkar vara við notkun þessara lyfja fyrir heilbrigð börn vegna áhættu og skorts á ávinningi[iv].

Í ljósi alls þessa hlýtur maður að spyrja hvort velferð ungra barna skipti í alvöru engu máli lengur.

Höfundur er hagfræðingur.


[i] https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.11.30.21267048v1.full.pdf

[ii] Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn þann 1.11.2021 voru 9 tilfelli aukaverkana vegna flensubólusetninga tilkynnt 2019. Um 70.000 voru bólusettir við flensu. Tilkynningarnar eru nálægt 5.900 það sem af er þessu ári, af tæplega 290.000 bólusetningum. https://www.lyfjastofnun.is/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/, https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar-boluefni, https://skemman.is/bitstream/1946/21438/1/Lokaskjal.pdf

[iii] Af einhverjum ástæðum vantar nýgengistölur meðal óbólusettra barna allra síðustu daga þegar þetta er ritað.

[iv] https://www.academie-medecine.fr/should-children-be-vaccinated-against-covid-19/?lang=en, https://news.yahoo.com/finland-limit-childrens-covid-19-143038445.html, https://www.gov.uk/government/news/jcvi-issues-new-vaccination-advice-for-children-and-young-people, https://www.fhi.no/nyheter/2021/na-sendes-det-ut-vaksiner-til-barn-511-ar-med-alvorlig-grunnsykdom/



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×