Skiptir velferð ungra barna engu máli lengur? Þorsteinn Siglaugsson skrifar 4. janúar 2022 15:01 Nú þrýsta sóttvarnaryfirvöld, kennarasamtök og fleiri aðilar á að strax verði byrjað að sprauta 5-11 ára börn með bóluefni við Covid-19 sjúkdómnum. Afar fátítt er að þessi sjúkdómur valdi börnum heilsutjóni. Samkvæmt svari Landlæknis við fyrirspurn þann 20. desember síðastliðinn hafði þá ekkert barn hérlendis á aldrinum 5-11 ára lagst á spítala vegna hans. Í Þýskalandi hafði ekkert barn á þessum aldri látist úr sjúkdómnum samkvæmt rannsókn sem náði fram í maí á síðasta ári og kom út fyrir mánuði síðan[i]. Alls staðar í heiminum er þetta sama sagan og hefur raunar verið allt frá upphafi. Covid-19 er börnum nær alveg skaðlaus. Eins og þetta graf af covid.is sýnir hefur þróun í nýgengi smita gjörbreyst á síðustu tveimur vikum. Tvöföld bólusetning virðist ekki aðeins gagnslaus, heldur verri en gagnslaus. Eins og þetta graf af covid.is sýnir hefur þróun í nýgengi smita gjörbreyst á síðustu tveimur vikum. Tvöföld bólusetning virðist ekki aðeins gagnslaus, heldur verri en gagnslaus. Hér á landi er tíðni aukaverkanatilkynninga vegna bóluefnanna hins vegar 75-föld tíðnin vegna flensubólusetninga árið 2019. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir á hverja milljón bólusettra eru 500-1000 sinnum fleiri en fram til þessa hefur verið talið ásættanlegt[ii]. Opinber gögn sýna að nú þegar hið nýja omicron-afbrigði veirunnar hefur hafið innreið sína er smittíðni meðal bólusettra fullorðinna þegar orðin tvöföld smittíðnin meðal óbólusettra. Leitnin bendir til að smittíðni bólusettra barna[iii] sé nú orðin hin sama og meðal óbólusettra barna. Og þríbólusettir nálgast hraðbyri aðra hópa. Af þessu er ljóst að bólusetning barna breytir engu um smit meðal þessa hóps. Drögum þetta saman: Smitvörn er engin, eins og opinber gögn sýna. Sjúkdómurinn er börnum nánast alveg hættulaus. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru margfalt tíðari en vegna annarra bóluefna. Ráðgjafar stjórnvalda í fjölmörgum nágrannalöndum okkar vara við notkun þessara lyfja fyrir heilbrigð börn vegna áhættu og skorts á ávinningi[iv]. Í ljósi alls þessa hlýtur maður að spyrja hvort velferð ungra barna skipti í alvöru engu máli lengur. Höfundur er hagfræðingur. [i] https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.11.30.21267048v1.full.pdf [ii] Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn þann 1.11.2021 voru 9 tilfelli aukaverkana vegna flensubólusetninga tilkynnt 2019. Um 70.000 voru bólusettir við flensu. Tilkynningarnar eru nálægt 5.900 það sem af er þessu ári, af tæplega 290.000 bólusetningum. https://www.lyfjastofnun.is/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/, https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar-boluefni, https://skemman.is/bitstream/1946/21438/1/Lokaskjal.pdf [iii] Af einhverjum ástæðum vantar nýgengistölur meðal óbólusettra barna allra síðustu daga þegar þetta er ritað. [iv] https://www.academie-medecine.fr/should-children-be-vaccinated-against-covid-19/?lang=en, https://news.yahoo.com/finland-limit-childrens-covid-19-143038445.html, https://www.gov.uk/government/news/jcvi-issues-new-vaccination-advice-for-children-and-young-people, https://www.fhi.no/nyheter/2021/na-sendes-det-ut-vaksiner-til-barn-511-ar-med-alvorlig-grunnsykdom/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nú þrýsta sóttvarnaryfirvöld, kennarasamtök og fleiri aðilar á að strax verði byrjað að sprauta 5-11 ára börn með bóluefni við Covid-19 sjúkdómnum. Afar fátítt er að þessi sjúkdómur valdi börnum heilsutjóni. Samkvæmt svari Landlæknis við fyrirspurn þann 20. desember síðastliðinn hafði þá ekkert barn hérlendis á aldrinum 5-11 ára lagst á spítala vegna hans. Í Þýskalandi hafði ekkert barn á þessum aldri látist úr sjúkdómnum samkvæmt rannsókn sem náði fram í maí á síðasta ári og kom út fyrir mánuði síðan[i]. Alls staðar í heiminum er þetta sama sagan og hefur raunar verið allt frá upphafi. Covid-19 er börnum nær alveg skaðlaus. Eins og þetta graf af covid.is sýnir hefur þróun í nýgengi smita gjörbreyst á síðustu tveimur vikum. Tvöföld bólusetning virðist ekki aðeins gagnslaus, heldur verri en gagnslaus. Eins og þetta graf af covid.is sýnir hefur þróun í nýgengi smita gjörbreyst á síðustu tveimur vikum. Tvöföld bólusetning virðist ekki aðeins gagnslaus, heldur verri en gagnslaus. Hér á landi er tíðni aukaverkanatilkynninga vegna bóluefnanna hins vegar 75-föld tíðnin vegna flensubólusetninga árið 2019. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir á hverja milljón bólusettra eru 500-1000 sinnum fleiri en fram til þessa hefur verið talið ásættanlegt[ii]. Opinber gögn sýna að nú þegar hið nýja omicron-afbrigði veirunnar hefur hafið innreið sína er smittíðni meðal bólusettra fullorðinna þegar orðin tvöföld smittíðnin meðal óbólusettra. Leitnin bendir til að smittíðni bólusettra barna[iii] sé nú orðin hin sama og meðal óbólusettra barna. Og þríbólusettir nálgast hraðbyri aðra hópa. Af þessu er ljóst að bólusetning barna breytir engu um smit meðal þessa hóps. Drögum þetta saman: Smitvörn er engin, eins og opinber gögn sýna. Sjúkdómurinn er börnum nánast alveg hættulaus. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru margfalt tíðari en vegna annarra bóluefna. Ráðgjafar stjórnvalda í fjölmörgum nágrannalöndum okkar vara við notkun þessara lyfja fyrir heilbrigð börn vegna áhættu og skorts á ávinningi[iv]. Í ljósi alls þessa hlýtur maður að spyrja hvort velferð ungra barna skipti í alvöru engu máli lengur. Höfundur er hagfræðingur. [i] https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2021.11.30.21267048v1.full.pdf [ii] Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn þann 1.11.2021 voru 9 tilfelli aukaverkana vegna flensubólusetninga tilkynnt 2019. Um 70.000 voru bólusettir við flensu. Tilkynningarnar eru nálægt 5.900 það sem af er þessu ári, af tæplega 290.000 bólusetningum. https://www.lyfjastofnun.is/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/, https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar-boluefni, https://skemman.is/bitstream/1946/21438/1/Lokaskjal.pdf [iii] Af einhverjum ástæðum vantar nýgengistölur meðal óbólusettra barna allra síðustu daga þegar þetta er ritað. [iv] https://www.academie-medecine.fr/should-children-be-vaccinated-against-covid-19/?lang=en, https://news.yahoo.com/finland-limit-childrens-covid-19-143038445.html, https://www.gov.uk/government/news/jcvi-issues-new-vaccination-advice-for-children-and-young-people, https://www.fhi.no/nyheter/2021/na-sendes-det-ut-vaksiner-til-barn-511-ar-med-alvorlig-grunnsykdom/
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun