Fyrsta fyrirtæki sögunnar til að vera metið á þrjár billjónir dollara Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 4. janúar 2022 07:42 Apple er verðmætasta fyrirtæki sögunnar. Getty/Eric Thayer Bandaríski tæknirisinn Apple varð í gær fyrsta fyrirtæki sögunnar til að vera metið á þrjár billjónir Bandaríkjadala. Hlutabréfaverð í fyrirtækinu hefur hækkað um heil 5.800 prósent síðan Steve Jobs, einn af stofnendum fyrirtækisins kynnti iPhone símann árið 2007. Fyrirtækið lækkaði þó örlítið undir lok dags í kauphöllinni í New York og er nú „aðeins“ metið á 2,99 billjónir dollara. Apple er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa komið vel út úr faraldri kórónuveirunnar, enda hefur fólk keppst við að sanka að sér allskyns græjum innilokað í faraldrinum. Það vekur einnig athygli að það tók Apple aðeins sextán mánuði rúma að hækka úr tveimur billjónum í þrjár billjónir. Apple varð einnig fyrsta fyrirtæki sögunnar til að verða metið á eina billjón dollara en það gerðist árið 2018. Þess má geta að billjón dollarar eru þúsund milljarðar og gengi dollarsins er nú um 130 krónur. Apple Bandaríkin Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Fyrirtækið lækkaði þó örlítið undir lok dags í kauphöllinni í New York og er nú „aðeins“ metið á 2,99 billjónir dollara. Apple er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa komið vel út úr faraldri kórónuveirunnar, enda hefur fólk keppst við að sanka að sér allskyns græjum innilokað í faraldrinum. Það vekur einnig athygli að það tók Apple aðeins sextán mánuði rúma að hækka úr tveimur billjónum í þrjár billjónir. Apple varð einnig fyrsta fyrirtæki sögunnar til að verða metið á eina billjón dollara en það gerðist árið 2018. Þess má geta að billjón dollarar eru þúsund milljarðar og gengi dollarsins er nú um 130 krónur.
Apple Bandaríkin Mest lesið „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira