Viðskipti erlent

Nýtt flug­fé­lag í sam­keppni við Play og Icelandair

Eiður Þór Árnason skrifar
Nýtt norskt flugfélag hefur sig brátt á flug.
Nýtt norskt flugfélag hefur sig brátt á flug. Norse Atlantic

Norsk flugmálayfirvöld veittu í gær nýja lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic flugrekstrarleyfi og telst það nú vera fullgilt flugfélag.

Þegar félagið verður komið með leyfi frá breskum og bandarískum flugmálayfirvöldum er stefnan tekin á að hefja sölu á ætlunarflugi frá London og Ósló til Bandaríkjanna. 

Túristi greinir frá þessu en að óbreyttu mun Norse Atlantic fljúga frá Standsted flugvelli í London líkt og Play. Stefna forsvarsmenn á að fljúga til Fort Lauderdale í Flórída og á minni flugvelli nálægt New York og Los Angeles.

Að sögn Túrista hefur Norse Atlantic tryggt sér fimmtán Boeing Dreamliner farþegaþotur sem áður tilheyrðu Norwegian. Að sögn Bjørn Tore Larsen, stofnanda og forstjóra nýja flugfélagsins tryggði það sér þoturnar á einstaklega góðum kjörum fyrr á árinu í ljósi stöðu bágrar stöðu flugiðnaðarins á heimsvísu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.