Stjórnvöld ekki búin að bjarga málunum: „Stemningin er orðin frekar súr“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. desember 2021 20:37 Hljóðið er þungt í veitingamönnum á Íslandi vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í veitingarekstri fagna því að hlustað hafi verið á rekstraraðila en hafa áhyggjur af takmörkunum á opnunartíma veitingastaða. Klukkutíminn skipti verulegu máli í rekstrinum enda nær ómögulegt að ná inn tveimur hollum af gestum þegar veitingastöðum ber að loka klukkan níu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ákvað fyrr í kvöld að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun, Þorláksmessu. Áður stóð til að veitingastaðir fengju aðeins að taka á móti tuttugu gestum í hverju rými en samkvæmt undanþágunni fá veitingamenn að taka á móti allt að fimmtíu gestum í einu, í samræmi við fyrri takmarkanir. Takmörkun á opnunartíma helst þó óbreytt og ber veitingastöðum að loka klukkan 21 í stað 22. Veitingarekstur þungur róður í faraldrinum Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur verið í miklum samskiptum við heilbrigðisráðuneytið í dag. Hann telur að hlustað hafi verið á gagnrýni þeirra að einhverju leyti en óráðlegt hafi verið að veita ekki undanþágu frá skertum opnunartíma. „Við hefðum viljað fá þennan klukkutíma í viðbót. Það er mjög erfitt fyrir veitingastaði að tvísetja á kvöldi eins og á morgun þó að við séum með fimmtíu manns inni. Það er þrengra um fólk inni á veitingastöðum þegar það eru fimmtíu inni í staðinn fyrir tuttugu þannig að við héldum að [heilbrigðisráðuneytið] myndi átta sig á þeim rökum,“ segir Björn. Tekjurnar í desember skipti sköpum Björn fagnar því þó að komið hafi verið til móts við rekstraraðila en telur þetta ekki bjarga málunum. Takmarkanir hafi verið í langan tíma og rekstur hafi verið erfiður í faraldrinum. Desembermánuður sé einn stærsti mánuður ársins í veitingarekstri og jafnan rólegt yfir rekstrinum fyrstu mánuðina eftir áramót. Tekjurnar í desember skipti veitingamenn sköpum. „Stemningin er náttúrulega orðin frekar súr yfir höfuð. Það er rúmur mánuður síðan takmarkanir voru hertar. Við höfum enn ekkert heyrt frá stjórnvöldum og hvað þau ætla að gera til að koma til móts við veitingageirann sem er frekar sorglegt fyrir okkur. Fólk er orðið langþreytt,“ segir Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ákvað fyrr í kvöld að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun, Þorláksmessu. Áður stóð til að veitingastaðir fengju aðeins að taka á móti tuttugu gestum í hverju rými en samkvæmt undanþágunni fá veitingamenn að taka á móti allt að fimmtíu gestum í einu, í samræmi við fyrri takmarkanir. Takmörkun á opnunartíma helst þó óbreytt og ber veitingastöðum að loka klukkan 21 í stað 22. Veitingarekstur þungur róður í faraldrinum Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, hefur verið í miklum samskiptum við heilbrigðisráðuneytið í dag. Hann telur að hlustað hafi verið á gagnrýni þeirra að einhverju leyti en óráðlegt hafi verið að veita ekki undanþágu frá skertum opnunartíma. „Við hefðum viljað fá þennan klukkutíma í viðbót. Það er mjög erfitt fyrir veitingastaði að tvísetja á kvöldi eins og á morgun þó að við séum með fimmtíu manns inni. Það er þrengra um fólk inni á veitingastöðum þegar það eru fimmtíu inni í staðinn fyrir tuttugu þannig að við héldum að [heilbrigðisráðuneytið] myndi átta sig á þeim rökum,“ segir Björn. Tekjurnar í desember skipti sköpum Björn fagnar því þó að komið hafi verið til móts við rekstraraðila en telur þetta ekki bjarga málunum. Takmarkanir hafi verið í langan tíma og rekstur hafi verið erfiður í faraldrinum. Desembermánuður sé einn stærsti mánuður ársins í veitingarekstri og jafnan rólegt yfir rekstrinum fyrstu mánuðina eftir áramót. Tekjurnar í desember skipti veitingamenn sköpum. „Stemningin er náttúrulega orðin frekar súr yfir höfuð. Það er rúmur mánuður síðan takmarkanir voru hertar. Við höfum enn ekkert heyrt frá stjórnvöldum og hvað þau ætla að gera til að koma til móts við veitingageirann sem er frekar sorglegt fyrir okkur. Fólk er orðið langþreytt,“ segir Björn Árnason, stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18