Viðskipti innlent

Icelandair í nýjum litum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Á myndinni má sjá dæmi um flugvélar flugfélagsins í hinum nýju litum. Myndin er tölvuteiknuð.
Á myndinni má sjá dæmi um flugvélar flugfélagsins í hinum nýju litum. Myndin er tölvuteiknuð. Icelandair

Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt.

Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair, er spenntur fyrir breytingunum. Hann segir að tími hafi verið kominn til enda hafi orðið miklar breytingar á auglýsingamarkaði, til dæmis vegna aukinnar notkunar samfélagsmiðla. Mbl.is greindi fyrst frá.

„Blái, hvíti og gyllti liturinn hafa verið okkar aðallitir. Flugbransinn í heildinni er mjög blár þannig að það var eftirspurn eftir því að taka fleiri liti inn í litapallettuna. Vörumerkið var hannað árið 2006 og það hefur allt breyst síðan 2006. Það var bara kominn tími á breytingar á útliti félagsins,“ segir Gísli.

Tölvuteikning af Boeing 737-8 MAX vél félagsins í einum litanna.Icelandair

Hann segir að breytingarnar hafi verið praktískar af mörgu leyti en verið er að gera smærri breytingar hér og þar á merkjum Icelandair. Meðal breytinganna er til dæmis stækkun á letri á nafni fyrirtækisins eins og sjá má á myndinni hér að neðan. 

Gísli telur að fólk muni koma til með að taka vel í hið nýja útlit en það hefur verið í þróun síðan árið 2018. Vörumerkið sé vel þekkt Íslendingum og litadýrðin muni gera fyrirtækið meira áberandi á hinum alþjóðlega vettvangi.

Hér má sjá dæmi um breytingu á útliti Icelandair merkisins. Til vinstra er hið gamla merki og til hægri hið nýja.Icelandair




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×