Viðskipti innlent

Ice Fish Farm kaupir allt hluta­fé í Löxum

Atli Ísleifsson skrifar
Sjóeldi félagsins verður í þremur fjörðum; Berufirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði en í ferli eru umsóknir um leyfi í Stöðvarfirði og Seyðisfirði. Myndin er úr safni.
Sjóeldi félagsins verður í þremur fjörðum; Berufirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði en í ferli eru umsóknir um leyfi í Stöðvarfirði og Seyðisfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Meirihlutaeigendur ICE Fish Farm og Laxa skrifuðu undir samkomulag um mögulega sameiningu félaganna eftir lokun markaða í dag. ICE Fish Farm mun kaupa öll hlutabréf í Löxum og borga fyrir með hlutabréfum í ICE Fish Farm í kjölfar samþykkis aðalfunda félaganna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Löxum og Ice Fish Farm. Þar segir að sameinað félag verði eitt öflugasta fiskeldisfyrirtæki landsins, með starfsemi í fjórum sveitarfélögum. 

„Seiðaframleiðsla nýs félags mun samanstanda af þremur seiðaeldisstöðvum í Ölfusi ásamt 50% eignarhlut í seiðastöðinni Ísþór og tveimur seiðaeldisstöðvum í Norðurþingi, á Rifósi og Kópaskeri.

Sjóeldi félagsins verður í þremur fjörðum; Berufirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði en í ferli eru umsóknir um leyfi í Stöðvarfirði og Seyðisfirði. Sameinað félag á 67% hlutafjár í Búlandstindi ehf og sameiginlegur fjöldi starfsmanna er um 200. Sameinað félag er með 36.800 tonn í samanlögðum leyfum og þar af eru 2.300 tonn fyrir ófrjóan fisk. Í umsókn eru leyfi uppá viðbótar 17.000 tonn.

Fyrirtækin verða um sinn rekin í sitthvoru lagi en stjórnendateymi félaganna munu strax fara í að vinna að sameiginlegri uppbygginu og framtíðarsýn,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.