Fór yfir fimmtíu stig eftir sekt fyrir að blóta áhorfanda Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 07:31 Kevin Durant treður gegn Detroit Pistons og nær í tvö af 51 stigi sínu í leiknum. AP/Carlos Osorio Kevin Durant skoraði yfir fimmtíu stig í einum og sama leiknum og LeBron James átti stórleik fyrir LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Durant skoraði 51 stig fyrir Brooklyn Nets í 116-104 sigri gegn Detroit Pistons. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum og sama leiknum í vetur en Stephen Curry átti metið á leiktíðinni með 50 stiga leik sínum gegn Atlanta Hawks 8. nóvember. Durant var í miklu stuði þrátt fyrir að hafa skömmu fyrir leik verið sektaður af deildinni um 25.000 Bandaríkjadali. Sektina hlaut hann fyrir að beina blótsyrðum að áhorfanda í sigrinum gegn Atlanta á föstudagskvöld, eftir að áhorfandinn kallaði: „Durant, hættu að grenja!“ Brooklyn var án James Harden en það kom ekki að sök og Durant náði að minnsta kosti 10 stigum í hverjum einasta leikhluta. Hann var líka alveg meðvitaður um að hann væri nálægt 50 stigum í lokin: Of course scorers know! pic.twitter.com/M6mtsaxIqt— NBA (@NBA) December 13, 2021 „Ég vissi að ég þyrfti sennilega að sjá um að skora aðeins meira að þessu sinni,“ sagði Durant eftir þennan sjöunda leik sinn á ferlinum í NBA-deildinni þar sem hann skorar að minnsta kosti 50 stig. „Við misstum boltann til þeirra oftar en við ættum að gera, og ég gerði það eins og hver annars, svo ég taldi best að halda áfram að skjóta,“ sagði Durant. @KDTrey5 ERUPTS for 51 points...his highest-scoring game with the @BrooklynNets!Buckets on buckets. pic.twitter.com/PdYBjvEOUr— NBA (@NBA) December 13, 2021 Brooklyn er efst í austurdeild með 19 sigra og 8 töp. Detroit er hins vegar á botni deildarinnar með aðeins 4 sigra en 22 töp. James með töfra gegn Magic LeBron James var með þrefalda tvennu og varði þrjú skot með miklum tilþrifum í 106-94 sigri LA Lakers á Orlando Magic. James skoraði 30 stig í leiknum, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. What a night for @KingJames in the @Lakers win. 30 points 11 boards 10 dimes 3 blocks pic.twitter.com/oxl4ZM46GH— NBA (@NBA) December 13, 2021 Þetta var annar sigur Lakers í röð og liðið er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Orlando hefur aðeins unnið 5 af 28 leikjum sínum og er í næstneðsta sæti austurdeildar. Úrslitin í gær: New York 97-112 Milwaukee Detroit 104-116 Brooklyn Oklahoma 84-103 Dallas San Antonio 112-97 New Orleans Portland 111-116 Minnesota LA Lakers 106-94 Orlando NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira
Durant skoraði 51 stig fyrir Brooklyn Nets í 116-104 sigri gegn Detroit Pistons. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum og sama leiknum í vetur en Stephen Curry átti metið á leiktíðinni með 50 stiga leik sínum gegn Atlanta Hawks 8. nóvember. Durant var í miklu stuði þrátt fyrir að hafa skömmu fyrir leik verið sektaður af deildinni um 25.000 Bandaríkjadali. Sektina hlaut hann fyrir að beina blótsyrðum að áhorfanda í sigrinum gegn Atlanta á föstudagskvöld, eftir að áhorfandinn kallaði: „Durant, hættu að grenja!“ Brooklyn var án James Harden en það kom ekki að sök og Durant náði að minnsta kosti 10 stigum í hverjum einasta leikhluta. Hann var líka alveg meðvitaður um að hann væri nálægt 50 stigum í lokin: Of course scorers know! pic.twitter.com/M6mtsaxIqt— NBA (@NBA) December 13, 2021 „Ég vissi að ég þyrfti sennilega að sjá um að skora aðeins meira að þessu sinni,“ sagði Durant eftir þennan sjöunda leik sinn á ferlinum í NBA-deildinni þar sem hann skorar að minnsta kosti 50 stig. „Við misstum boltann til þeirra oftar en við ættum að gera, og ég gerði það eins og hver annars, svo ég taldi best að halda áfram að skjóta,“ sagði Durant. @KDTrey5 ERUPTS for 51 points...his highest-scoring game with the @BrooklynNets!Buckets on buckets. pic.twitter.com/PdYBjvEOUr— NBA (@NBA) December 13, 2021 Brooklyn er efst í austurdeild með 19 sigra og 8 töp. Detroit er hins vegar á botni deildarinnar með aðeins 4 sigra en 22 töp. James með töfra gegn Magic LeBron James var með þrefalda tvennu og varði þrjú skot með miklum tilþrifum í 106-94 sigri LA Lakers á Orlando Magic. James skoraði 30 stig í leiknum, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. What a night for @KingJames in the @Lakers win. 30 points 11 boards 10 dimes 3 blocks pic.twitter.com/oxl4ZM46GH— NBA (@NBA) December 13, 2021 Þetta var annar sigur Lakers í röð og liðið er í 6. sæti vesturdeildarinnar en Orlando hefur aðeins unnið 5 af 28 leikjum sínum og er í næstneðsta sæti austurdeildar. Úrslitin í gær: New York 97-112 Milwaukee Detroit 104-116 Brooklyn Oklahoma 84-103 Dallas San Antonio 112-97 New Orleans Portland 111-116 Minnesota LA Lakers 106-94 Orlando NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í gær: New York 97-112 Milwaukee Detroit 104-116 Brooklyn Oklahoma 84-103 Dallas San Antonio 112-97 New Orleans Portland 111-116 Minnesota LA Lakers 106-94 Orlando
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira