Magnaður stjórnarsáttmáli í Þýzkalandi. Gildir það hér líka? Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. desember 2021 09:30 Sömu helgi í september og við kusum til Alþingis, kusu Þjóðverjar til síns sambandsþings, Bundestag. Í báðum löndum hafa þriggja flokka stjórnir verið myndaðar. Í Þýzkalandi eru Sósíaldemókratar, Græningjar og Frjálsir demókratar á ferð. Þetta er í raun ríkisstjórn frá vinstri, yfir miðju til hægri, skv. almennri skilgreiningu stjórnmálastefna, og ætti ríkisstjórnin hér, ef Sjálfstæðisflokkurinn væri fjálslyndur hægri flokkur og Framsóknarflokkurinn raunverulegur miðjuflokkur, að hafa svipuð einkenni og stefnumál og sú þýzka. En, svo er ekki. Munurinn liggur einkum í því, að hér setur íhaldssemi og heimóttarskapur eyjaskeggjans enn sterkt mark á stefnu þeirra, sem þykjast vera á miðju og til hægri, sem kæfir það frjálslyndi, sem ætti að fylgja með – gerir það víðast hvar annars staðar – en ekki hér. Hér reika margir enn um í afdölum þröngrar hugmyndafræði, einangrunarstefnu, skilja enn ekki, að Evrópa er álfan okkar, þar sem við eigum heima meðal systra- og bræðraþjóða, hvað þá, að sterkur og stöðugur gjaldeyrir myndi stórbæta velferð okkar, með meiri samkeppni, lægra vöruverði og margfalt lægri vöxtum, svo að ekki sé nú talað um þann fyrirsjáanleika, stöðugleika og það öryggi, sem Evran myndi veita. Fyrir undirrituðum er þýzki stjórnarsáttmálinn magnaður, og vænti ég þess, að hann mun ekki aðeins tryggja framfarir og betra mannlíf í Þýzkalandi, heldur líka hafa góð og uppbyggileg áhrif í Evrópu allri. Því miður get ég ekki sagt það sama um þann íslenzka. Ánægju- eða gleðiskorturinn stafar einkum af því, að hér virðist mest vera á ferðinni gamalt vín á nýjum belgjum. Hvar er neisti góðra breytinga og framfara!? Nýrrar sýnar og lausna!? Hvar er frjó hugsun og dirfska til nýrra taka!? Þetta viðist mest vera gömul og slitin plata, hálfgert moð. Tilfæringar innan ráðuneyta og ný heiti þjóna kannske einhverjum praktískum tilgangi, en þessar tilfæringar virðast meira yfirborðsklór, sem litlu breyta. Hvaða snillingi datt eiginlega í huga, að búa til Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðuneyti? Þetta eru þó þrír ólíkir málaflokkar, sem eiga litla samleið. Hvílík þvæla! Og, nafninu á Dómsmálaráðuneytinu var breytt án neinnra sýnilegra verkefnabreytinga. Kannske til að gera formanni Sjálfstæðisflokksins kleift, að skipa ólöglærðan mann í það ráðherraembætti, illu heilli. Slíkt gerist hér. Auðveldlega. Hér kemur hinn þýzki stjórnarsáttmáli, og skýrir hann kannske betur, en mörg orð, mitt dálæti á honum: 1. Loftslagsvernd: Þessi nýja ríkisstjórn tekur þetta grundvallarmál framtíðar manna á jörðinni engum vettlingatökum. Fyrri ríkisstjórn hafði ákveðið, að hætta framleiðslu og notkun kola 2038. Nýja ríkisstjórnin setur aðra forgangsröð: Kolavinnslu og orkuframleiðslu skal hætt 2030. Á sama hátt skal kolvetnishlutleysi nú náð mun fyrr, en áður stóð til: 2045. 2. 25% hækkun á lægstu laun: Þeir launamenn, sem fá lægst laun, eru þeir, sem þiggja tímalaun. Lægstu tímalaun hafa verið 9,60 Evrur. Með einu slagi hækka lægstu tímalaun nú í 12,00 Evrur. Um 25%. Það verða allir að komast af! 3. Innleiðing „B ürgergeld“ eða borgaralauna: Afkomutrygging hinna verst settu. Sama sjónarmið. Atvinnulausir, fatlaðir, veikir, eldri borgarar og aðrir, sem minna mega sín, verða líka að geta lifað mannsæmandi lífi. Borgaralaun eiga að leysa flókið og margþætt tryggingar- og styrkjakerfi af hólmi og tryggja grunnafkomu allra. 4. Stórfellt átak í húsbyggingum: Byggja á fleiri íbúðir en nokkru sinni fyrr, skv. föstu og skilgreindu plani, til að tryggja hagstætt íbúðarverð og viðráðanlegt leigugald leigjenda. 5. Stórátak í þróun stafrænna lausna/kerfa: Ný þýzk ríkisstjórn skilur, að forsenda fyrir velfarnaði og hagsæld, forsenda þess, að ríkið geti tekið á sig ný útgjöld til jöfnunar lífskjara og staðið fyrir öflugri þróun þjóðfélagsins, er framsækið atvinnulíf, öflugur hagvöxtur, góð afkoma fyrirtækja og auknar skattatekjur. Þessvegna vill ný ríkisstjórn gera Þýzkaland að leiðandi ríki heims í fjórðu iðnbyltingunni - innleiðingu stafrænna lausna. 6. Aukin mannúð: Flóttamenn eiga líka rétt: Ný ríkisstjórn vill stórauka mannúð, móttökumöguleika og aðbúnað þeirra, sem flýja stríð, ofbeldi, óréttlæti, atvinnuleysi og örbirgð, og bæta aðstöðu þeirri og tækifæri í Þýzkalandi. 7. „Friday for Future“ - Réttur unga fólksins: Ný ríkisstjórn virðir rétt unga fólksins, þeirra, sem taka eiga við og erfa skulu landið, jörðina, og færir kosningarétt niður í sextán ár, þannig, að unga fólkið fái betri aðgang að áhrifum og völdum. 8. Kannabis lögleitt: Á grundvelli þess, að vísindamenn telja kannabis hættuminna en áfengi og tóbak, og, einkum, af því að kannabis býr yfir viðurkenndum og áhrifamiklum lækningamætti, einkum á sviða verkja- og kvalastillingar, verður kannabis lögleitt, innan strangs ramma. Þá komum við að því, sem þýzka ríkisstjórnin ákvað, að ekki yrði gert: Skattar verða ekki hækkaðir Skuldabremsa verður sett á ríkissjóð frá 2023 (eftir COVID) Hraðatakmarkanir verða ekki settar á þýzkar hraðbrautir. Það er mat undirritaðs, að flest það bezta í stefnumálum þessara þriggja flokka hafi náð fram að ganga í þessum stjórnarsáttmála. Robert Habeck, annar formanna Græningja, fær súperráðuneyti; loftslagsverndar- og viðskiptaráðuneyti. Engin lagasetning mun geta tekið gildi, nema hún hafi fyrst fengið grænt ljós í loftslagsráðuneytinu. Menn geta nú borið saman ofangreint prógramm nýrrar þýzkrar ríkisstjórnar, og það, sem hér er á dagskrá. Fyrir mér vantar því miður þann neista hér, til frelsis frá gamalli og lúinni aðferðafræði, í nýjar, frjálslyndar, alþjóða- og framfarasinnaðar lausnir, sem setja mark sitt á þá þýzku. Því miður ræður hér gamalt fólk, með þrönga sýn, för, þó ungt sé að árum. Heimóttarskapurinn virðist gefa tóninn. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Sömu helgi í september og við kusum til Alþingis, kusu Þjóðverjar til síns sambandsþings, Bundestag. Í báðum löndum hafa þriggja flokka stjórnir verið myndaðar. Í Þýzkalandi eru Sósíaldemókratar, Græningjar og Frjálsir demókratar á ferð. Þetta er í raun ríkisstjórn frá vinstri, yfir miðju til hægri, skv. almennri skilgreiningu stjórnmálastefna, og ætti ríkisstjórnin hér, ef Sjálfstæðisflokkurinn væri fjálslyndur hægri flokkur og Framsóknarflokkurinn raunverulegur miðjuflokkur, að hafa svipuð einkenni og stefnumál og sú þýzka. En, svo er ekki. Munurinn liggur einkum í því, að hér setur íhaldssemi og heimóttarskapur eyjaskeggjans enn sterkt mark á stefnu þeirra, sem þykjast vera á miðju og til hægri, sem kæfir það frjálslyndi, sem ætti að fylgja með – gerir það víðast hvar annars staðar – en ekki hér. Hér reika margir enn um í afdölum þröngrar hugmyndafræði, einangrunarstefnu, skilja enn ekki, að Evrópa er álfan okkar, þar sem við eigum heima meðal systra- og bræðraþjóða, hvað þá, að sterkur og stöðugur gjaldeyrir myndi stórbæta velferð okkar, með meiri samkeppni, lægra vöruverði og margfalt lægri vöxtum, svo að ekki sé nú talað um þann fyrirsjáanleika, stöðugleika og það öryggi, sem Evran myndi veita. Fyrir undirrituðum er þýzki stjórnarsáttmálinn magnaður, og vænti ég þess, að hann mun ekki aðeins tryggja framfarir og betra mannlíf í Þýzkalandi, heldur líka hafa góð og uppbyggileg áhrif í Evrópu allri. Því miður get ég ekki sagt það sama um þann íslenzka. Ánægju- eða gleðiskorturinn stafar einkum af því, að hér virðist mest vera á ferðinni gamalt vín á nýjum belgjum. Hvar er neisti góðra breytinga og framfara!? Nýrrar sýnar og lausna!? Hvar er frjó hugsun og dirfska til nýrra taka!? Þetta viðist mest vera gömul og slitin plata, hálfgert moð. Tilfæringar innan ráðuneyta og ný heiti þjóna kannske einhverjum praktískum tilgangi, en þessar tilfæringar virðast meira yfirborðsklór, sem litlu breyta. Hvaða snillingi datt eiginlega í huga, að búa til Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðuneyti? Þetta eru þó þrír ólíkir málaflokkar, sem eiga litla samleið. Hvílík þvæla! Og, nafninu á Dómsmálaráðuneytinu var breytt án neinnra sýnilegra verkefnabreytinga. Kannske til að gera formanni Sjálfstæðisflokksins kleift, að skipa ólöglærðan mann í það ráðherraembætti, illu heilli. Slíkt gerist hér. Auðveldlega. Hér kemur hinn þýzki stjórnarsáttmáli, og skýrir hann kannske betur, en mörg orð, mitt dálæti á honum: 1. Loftslagsvernd: Þessi nýja ríkisstjórn tekur þetta grundvallarmál framtíðar manna á jörðinni engum vettlingatökum. Fyrri ríkisstjórn hafði ákveðið, að hætta framleiðslu og notkun kola 2038. Nýja ríkisstjórnin setur aðra forgangsröð: Kolavinnslu og orkuframleiðslu skal hætt 2030. Á sama hátt skal kolvetnishlutleysi nú náð mun fyrr, en áður stóð til: 2045. 2. 25% hækkun á lægstu laun: Þeir launamenn, sem fá lægst laun, eru þeir, sem þiggja tímalaun. Lægstu tímalaun hafa verið 9,60 Evrur. Með einu slagi hækka lægstu tímalaun nú í 12,00 Evrur. Um 25%. Það verða allir að komast af! 3. Innleiðing „B ürgergeld“ eða borgaralauna: Afkomutrygging hinna verst settu. Sama sjónarmið. Atvinnulausir, fatlaðir, veikir, eldri borgarar og aðrir, sem minna mega sín, verða líka að geta lifað mannsæmandi lífi. Borgaralaun eiga að leysa flókið og margþætt tryggingar- og styrkjakerfi af hólmi og tryggja grunnafkomu allra. 4. Stórfellt átak í húsbyggingum: Byggja á fleiri íbúðir en nokkru sinni fyrr, skv. föstu og skilgreindu plani, til að tryggja hagstætt íbúðarverð og viðráðanlegt leigugald leigjenda. 5. Stórátak í þróun stafrænna lausna/kerfa: Ný þýzk ríkisstjórn skilur, að forsenda fyrir velfarnaði og hagsæld, forsenda þess, að ríkið geti tekið á sig ný útgjöld til jöfnunar lífskjara og staðið fyrir öflugri þróun þjóðfélagsins, er framsækið atvinnulíf, öflugur hagvöxtur, góð afkoma fyrirtækja og auknar skattatekjur. Þessvegna vill ný ríkisstjórn gera Þýzkaland að leiðandi ríki heims í fjórðu iðnbyltingunni - innleiðingu stafrænna lausna. 6. Aukin mannúð: Flóttamenn eiga líka rétt: Ný ríkisstjórn vill stórauka mannúð, móttökumöguleika og aðbúnað þeirra, sem flýja stríð, ofbeldi, óréttlæti, atvinnuleysi og örbirgð, og bæta aðstöðu þeirri og tækifæri í Þýzkalandi. 7. „Friday for Future“ - Réttur unga fólksins: Ný ríkisstjórn virðir rétt unga fólksins, þeirra, sem taka eiga við og erfa skulu landið, jörðina, og færir kosningarétt niður í sextán ár, þannig, að unga fólkið fái betri aðgang að áhrifum og völdum. 8. Kannabis lögleitt: Á grundvelli þess, að vísindamenn telja kannabis hættuminna en áfengi og tóbak, og, einkum, af því að kannabis býr yfir viðurkenndum og áhrifamiklum lækningamætti, einkum á sviða verkja- og kvalastillingar, verður kannabis lögleitt, innan strangs ramma. Þá komum við að því, sem þýzka ríkisstjórnin ákvað, að ekki yrði gert: Skattar verða ekki hækkaðir Skuldabremsa verður sett á ríkissjóð frá 2023 (eftir COVID) Hraðatakmarkanir verða ekki settar á þýzkar hraðbrautir. Það er mat undirritaðs, að flest það bezta í stefnumálum þessara þriggja flokka hafi náð fram að ganga í þessum stjórnarsáttmála. Robert Habeck, annar formanna Græningja, fær súperráðuneyti; loftslagsverndar- og viðskiptaráðuneyti. Engin lagasetning mun geta tekið gildi, nema hún hafi fyrst fengið grænt ljós í loftslagsráðuneytinu. Menn geta nú borið saman ofangreint prógramm nýrrar þýzkrar ríkisstjórnar, og það, sem hér er á dagskrá. Fyrir mér vantar því miður þann neista hér, til frelsis frá gamalli og lúinni aðferðafræði, í nýjar, frjálslyndar, alþjóða- og framfarasinnaðar lausnir, sem setja mark sitt á þá þýzku. Því miður ræður hér gamalt fólk, með þrönga sýn, för, þó ungt sé að árum. Heimóttarskapurinn virðist gefa tóninn. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun