Audi hefur staðfest að arftaki R8 verði hreinn rafbíll Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. desember 2021 07:01 Audi R8 með V10 vél. Rúnar Hreinsson Audi hefur staðdest að arftaki R8 ofurbílsins verði hreinn rafbíll. Yfirmaður vörumarkaðssetningar hjá Audi Sport, Linda Kurz, sagði í samtali við Roadshow að nýi R bíllinn myndi ekki notast við brunahreyfil. „Okkar næsta áskorun er að umbylta R deildinni hjá okkur og hún verður alfarið rafdrifin. Þetta er okkar verkefni næsta áratuginn,“ sagði Linda Kurz í samtali við Roadshow. Það þýðir ekki endilega að Audi ætli sér að framleiða aðra kynslóð af R8, en það er ljóst að flaggskipið verður hreinn rafbíll. Kurz bætti við að rafvæðingin væri að hefjast í frammistöðubílum fyrirtækisins. Árið 2026 munu 80% af RS línu Audi vera að einhverju leyti rafknúin, þar á meðal væru hreinir rafbílar. Audi Sport selur einn hreinan rafbíl, það er Audi RS e-tron GT quattro. Audi aðdáendur muna eflaust einhver eftir að Audi kynnti hreina rafbílinn Audi R8 e-tron árið 2015. Sá bíll kostaði eina milljón evra, um 148 milljónir króna. Framleiðslan entist einungis í ár með undir 100 eintökum. Audi R8 E-tron.GT spirit Hamskiptin frá því að vera að framleiða þyrsta bensínbíla eins og R8 með V10 vél yfir í hreina rafsportbíla eru umfangsmikil. Þetta er hins vegar eina leiðin fyrir Audi til að mæta kröfum Euro 7 útblástursstaðlanna sem munu líklegast taka gildi árið 2025. Vistvænir bílar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent
„Okkar næsta áskorun er að umbylta R deildinni hjá okkur og hún verður alfarið rafdrifin. Þetta er okkar verkefni næsta áratuginn,“ sagði Linda Kurz í samtali við Roadshow. Það þýðir ekki endilega að Audi ætli sér að framleiða aðra kynslóð af R8, en það er ljóst að flaggskipið verður hreinn rafbíll. Kurz bætti við að rafvæðingin væri að hefjast í frammistöðubílum fyrirtækisins. Árið 2026 munu 80% af RS línu Audi vera að einhverju leyti rafknúin, þar á meðal væru hreinir rafbílar. Audi Sport selur einn hreinan rafbíl, það er Audi RS e-tron GT quattro. Audi aðdáendur muna eflaust einhver eftir að Audi kynnti hreina rafbílinn Audi R8 e-tron árið 2015. Sá bíll kostaði eina milljón evra, um 148 milljónir króna. Framleiðslan entist einungis í ár með undir 100 eintökum. Audi R8 E-tron.GT spirit Hamskiptin frá því að vera að framleiða þyrsta bensínbíla eins og R8 með V10 vél yfir í hreina rafsportbíla eru umfangsmikil. Þetta er hins vegar eina leiðin fyrir Audi til að mæta kröfum Euro 7 útblástursstaðlanna sem munu líklegast taka gildi árið 2025.
Vistvænir bílar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent