Audi hefur staðfest að arftaki R8 verði hreinn rafbíll Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. desember 2021 07:01 Audi R8 með V10 vél. Rúnar Hreinsson Audi hefur staðdest að arftaki R8 ofurbílsins verði hreinn rafbíll. Yfirmaður vörumarkaðssetningar hjá Audi Sport, Linda Kurz, sagði í samtali við Roadshow að nýi R bíllinn myndi ekki notast við brunahreyfil. „Okkar næsta áskorun er að umbylta R deildinni hjá okkur og hún verður alfarið rafdrifin. Þetta er okkar verkefni næsta áratuginn,“ sagði Linda Kurz í samtali við Roadshow. Það þýðir ekki endilega að Audi ætli sér að framleiða aðra kynslóð af R8, en það er ljóst að flaggskipið verður hreinn rafbíll. Kurz bætti við að rafvæðingin væri að hefjast í frammistöðubílum fyrirtækisins. Árið 2026 munu 80% af RS línu Audi vera að einhverju leyti rafknúin, þar á meðal væru hreinir rafbílar. Audi Sport selur einn hreinan rafbíl, það er Audi RS e-tron GT quattro. Audi aðdáendur muna eflaust einhver eftir að Audi kynnti hreina rafbílinn Audi R8 e-tron árið 2015. Sá bíll kostaði eina milljón evra, um 148 milljónir króna. Framleiðslan entist einungis í ár með undir 100 eintökum. Audi R8 E-tron.GT spirit Hamskiptin frá því að vera að framleiða þyrsta bensínbíla eins og R8 með V10 vél yfir í hreina rafsportbíla eru umfangsmikil. Þetta er hins vegar eina leiðin fyrir Audi til að mæta kröfum Euro 7 útblástursstaðlanna sem munu líklegast taka gildi árið 2025. Vistvænir bílar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent
„Okkar næsta áskorun er að umbylta R deildinni hjá okkur og hún verður alfarið rafdrifin. Þetta er okkar verkefni næsta áratuginn,“ sagði Linda Kurz í samtali við Roadshow. Það þýðir ekki endilega að Audi ætli sér að framleiða aðra kynslóð af R8, en það er ljóst að flaggskipið verður hreinn rafbíll. Kurz bætti við að rafvæðingin væri að hefjast í frammistöðubílum fyrirtækisins. Árið 2026 munu 80% af RS línu Audi vera að einhverju leyti rafknúin, þar á meðal væru hreinir rafbílar. Audi Sport selur einn hreinan rafbíl, það er Audi RS e-tron GT quattro. Audi aðdáendur muna eflaust einhver eftir að Audi kynnti hreina rafbílinn Audi R8 e-tron árið 2015. Sá bíll kostaði eina milljón evra, um 148 milljónir króna. Framleiðslan entist einungis í ár með undir 100 eintökum. Audi R8 E-tron.GT spirit Hamskiptin frá því að vera að framleiða þyrsta bensínbíla eins og R8 með V10 vél yfir í hreina rafsportbíla eru umfangsmikil. Þetta er hins vegar eina leiðin fyrir Audi til að mæta kröfum Euro 7 útblástursstaðlanna sem munu líklegast taka gildi árið 2025.
Vistvænir bílar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent