Handbolti

Stórsigur Frakka og risasigur Svía

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Svíar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu 55 mörk gegn Kasakstan í kvöld.
Svíar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu 55 mörk gegn Kasakstan í kvöld. Maja Hitij/Getty Images

Hinum tveim leikjum kvöldsins í milliriðlunum á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta er nú lokið. Frakkar unnu öruggan tíu marka sigur gegn Pólverjum, 26-16, og Svíar gjörsamlega kafsigldu Kasakstan og unnu 35 marka sigur, 55-20.

Frakkar tóku nokkuð afgerandi forystu gegn Pólverjum um miðjan fyrri hálfleikinn og leiddu með fimm mörkum í hléi, 14-9.

Frönsku stelpurnar náðu svo níu marka forystu um miðjan seinni hálfleikinn og héldu henni út leikinn. Lokatölur urðu 26-16, en Frakkar eru í efsta sæti riðilsins með sex stig, á meðan Pólverjar sitja á botninum án stiga.

Ef það var lítil spenna í leik Frakklands og Póllands var það ekkert miðaða við leik Kasakstan og Svíþjóðar. Kasakstan skoraði reyndar fyrstu tvö mörk leiksins og komst í 3-1, en eftir það var leikurinn algjör einstefna.

Svíar tóku skoruðu 17 mörk gegn fjórum mörkum Kasakstan á næstu mínútum og gerðu þar með út um leikinn þegar stutt var eftir af fyrri hálfleik. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 21-10, Svíum í vil.

Svíarnir gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik og skoruðu 34 mörk gegn tíu mörkum Kasakstan. Sigur Svía var vægast sagt öruggur, en liðið er í öðru sæti riðilsins með fimm stig, einu stigi á eftir Noregi. Kasakstan situr hins vegar í fimmta og næst neðsta sæti, án stiga líkt og Púertó Ríkó.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.