Hagkerfið stendur og fellur með flutningskerfinu Jón Skafti Gestsson skrifar 8. desember 2021 10:31 Í fréttum undanfarna daga hefur komið fram að Landsvirkjun þurfti að grípa til skerðinga á orkuafhendingu til viðskiptavina sinna því flutningskerfi raforku réði ekki við að flytja raforkuna milli landshluta. Í tilkynningu fyrirtækisins kom fram að skerðingar næmu 500 GWst sem jafngildir árlegri orkuvinnslu Kröfluvirkjunar. Markaðsverð þessarar orku er nálægt því að vera 2.500 milljónir króna. Sú fjárhæð er nú farin forgörðum og verður ekki endurheimt. En orkusalan er í raun minnstur hluti þeirra verðmæta sem fara forgörðum. Virðisaukinn sem felst í raforkunotkun er jafnan langt umfram markaðsvirði hennar. Leiða má líkur að því að nú fari forgörðum virðisauki sem nemur nálægt 10 milljörðum króna í sjávarútvegi, álvinnslu og gagnaþjónustu. Fréttir af skerðingum Landsvirkjunar koma í kjölfar frétta þann 13. september þar sem Ríkisútvarpið greindi frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað því raforkukerfið ræður ekki við flutninginn. Landsnet greindi í framhaldinu frá því að glataðar tekjur af þessum sökum hlypu á milljörðum í orkusölunni einni saman. Þessar fréttir, sem birtust með 3ja mánaða millibili, eru um glötuð tækifæri sem kostað hafa þjóðin marga milljarða sem rekja má beint til veikleika í flutningskerfi raforku. Samkeppnishæfni Undanfarin ár og misseri hefur átt sér stað umræða um samkeppnishæfni íslenska raforkukerfisins sem hefur rist grunnt. Einblínt er á flutningskostnað raforku. Við hjá Landsneti höfum reynt að benda á að í samkeppnishæfni felst fleira en verð. Til að mynda áreiðanleiki og afhendingargeta eins og nú kemur í ljós. Án raforku stöðvast nefnilega flest atvinnustarfsemi og kostnaður þeirra fyrirtækja sem verða fyrir skerðingu verður fljótlega meiri en þau hefðu borgað fyrir áreiðanlegri flutning og afhendingu. Flutningskerfið hefur einnig afgerandi áhrif á samkeppnishæfni sveitarfélaga. Landsnet skoðaði launaþróun eftir sveitarfélögum árin 1992-2016 og kom þar í ljós að þar sem afhendingargeta flutningskerfisins hafði verið takmörkuð hækkuðu laun merkjanlega hægar en annars staðar. Tafir og kærur Til að ráða bót á þessu vandamáli þarf að styrkja flutningskerfi Landsnets verulega. Byggðalínan sem flytur rafmagn milli landshluta verður senn hálfrar aldar gömul og ræður einfaldlega ekki við þarfir samtímans, hvað þá verkefni framtíðarinnar. Landsnet hefur lengi talað fyrir því að styrkja þurfi kerfið en hefur ekki orðið nægilega ágengt, meðal annars vegna ítrekaðra kærumála sem tefja framgang nauðsynlegra verkefna og stjórnsýslu sem virðir ekki reglur um afgreiðslutíma mála eða skipulagslög. Dæmi eru um að sveitarfélög neiti hreinlega bara að gefa út framkvæmdaleyfi þrátt fyrir að öll lagaleg skilyrði hafi verið uppfyllt. Orkuskipti og atvinnuþróun standa og falla með flutningskerfinu Skerðingar Landsvirkjunar sýna svo ekki verður um villst að orkuskipti eru ómöguleg við núverandi ástand. Það er einfaldlega ónóg geta til þess að afhenda orku til að hlaða rafbíla og vinnuvélar, knýja vetnisverksmiðjur eða aðra nýja starfsemi. Landsnet hefur undanfarin misseri sætt gagnrýni þess efnis að flutningskostnaður sé hár og að fjárfestingaáætlanir fyrirtækisins myndu skerða samkeppnishæfni landsins. Því er ekki að neita að það kostar að styrkja flutningskerfið en það verður æ augljósara að það kostar samfélagið meira að styrkja það ekki því flutningskerfið er einfaldlega uppselt og löngu farið að hamla eðlilegri atvinnuþróun um land allt. Styrking þess þolir enga bið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Orkuskipti Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Í fréttum undanfarna daga hefur komið fram að Landsvirkjun þurfti að grípa til skerðinga á orkuafhendingu til viðskiptavina sinna því flutningskerfi raforku réði ekki við að flytja raforkuna milli landshluta. Í tilkynningu fyrirtækisins kom fram að skerðingar næmu 500 GWst sem jafngildir árlegri orkuvinnslu Kröfluvirkjunar. Markaðsverð þessarar orku er nálægt því að vera 2.500 milljónir króna. Sú fjárhæð er nú farin forgörðum og verður ekki endurheimt. En orkusalan er í raun minnstur hluti þeirra verðmæta sem fara forgörðum. Virðisaukinn sem felst í raforkunotkun er jafnan langt umfram markaðsvirði hennar. Leiða má líkur að því að nú fari forgörðum virðisauki sem nemur nálægt 10 milljörðum króna í sjávarútvegi, álvinnslu og gagnaþjónustu. Fréttir af skerðingum Landsvirkjunar koma í kjölfar frétta þann 13. september þar sem Ríkisútvarpið greindi frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað því raforkukerfið ræður ekki við flutninginn. Landsnet greindi í framhaldinu frá því að glataðar tekjur af þessum sökum hlypu á milljörðum í orkusölunni einni saman. Þessar fréttir, sem birtust með 3ja mánaða millibili, eru um glötuð tækifæri sem kostað hafa þjóðin marga milljarða sem rekja má beint til veikleika í flutningskerfi raforku. Samkeppnishæfni Undanfarin ár og misseri hefur átt sér stað umræða um samkeppnishæfni íslenska raforkukerfisins sem hefur rist grunnt. Einblínt er á flutningskostnað raforku. Við hjá Landsneti höfum reynt að benda á að í samkeppnishæfni felst fleira en verð. Til að mynda áreiðanleiki og afhendingargeta eins og nú kemur í ljós. Án raforku stöðvast nefnilega flest atvinnustarfsemi og kostnaður þeirra fyrirtækja sem verða fyrir skerðingu verður fljótlega meiri en þau hefðu borgað fyrir áreiðanlegri flutning og afhendingu. Flutningskerfið hefur einnig afgerandi áhrif á samkeppnishæfni sveitarfélaga. Landsnet skoðaði launaþróun eftir sveitarfélögum árin 1992-2016 og kom þar í ljós að þar sem afhendingargeta flutningskerfisins hafði verið takmörkuð hækkuðu laun merkjanlega hægar en annars staðar. Tafir og kærur Til að ráða bót á þessu vandamáli þarf að styrkja flutningskerfi Landsnets verulega. Byggðalínan sem flytur rafmagn milli landshluta verður senn hálfrar aldar gömul og ræður einfaldlega ekki við þarfir samtímans, hvað þá verkefni framtíðarinnar. Landsnet hefur lengi talað fyrir því að styrkja þurfi kerfið en hefur ekki orðið nægilega ágengt, meðal annars vegna ítrekaðra kærumála sem tefja framgang nauðsynlegra verkefna og stjórnsýslu sem virðir ekki reglur um afgreiðslutíma mála eða skipulagslög. Dæmi eru um að sveitarfélög neiti hreinlega bara að gefa út framkvæmdaleyfi þrátt fyrir að öll lagaleg skilyrði hafi verið uppfyllt. Orkuskipti og atvinnuþróun standa og falla með flutningskerfinu Skerðingar Landsvirkjunar sýna svo ekki verður um villst að orkuskipti eru ómöguleg við núverandi ástand. Það er einfaldlega ónóg geta til þess að afhenda orku til að hlaða rafbíla og vinnuvélar, knýja vetnisverksmiðjur eða aðra nýja starfsemi. Landsnet hefur undanfarin misseri sætt gagnrýni þess efnis að flutningskostnaður sé hár og að fjárfestingaáætlanir fyrirtækisins myndu skerða samkeppnishæfni landsins. Því er ekki að neita að það kostar að styrkja flutningskerfið en það verður æ augljósara að það kostar samfélagið meira að styrkja það ekki því flutningskerfið er einfaldlega uppselt og löngu farið að hamla eðlilegri atvinnuþróun um land allt. Styrking þess þolir enga bið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun