Koma ný inn í eigendahóp KPMG Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2021 09:49 Guðrún Björk Stefánsdóttir og Magnús Ólafur Kristjánsson. KPMG Guðrún Björk Stefánsdóttir og Magnús Ólafur Kristjánsson hafa komið ný inn í eigendahópi KPMG. Í tilkynningu frá KPMG segir að þau hafi bæði starfað hjá KPMG um árabil. „Guðrún Björk Stefánsdóttir hefur bæst í hóp eigenda hjá KPMG. Guðrún Björk hefur unnið hjá ráðgjafarsviði KPMG í 15 ár og verið einn helsti sérfræðingur félagsins í gerð fjárhagslegra áreiðanleikakannana. Hún hefur leitt flestar þær áreiðanleikakannanir sem framkvæmdar hafa verið af KPMG á undanförnum árum og hefur með þeim hætti tekið þátt í þó nokkrum af stærstu viðskiptum með félög á markaði á Íslandi. Hún er með masterspróf í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands og vann í bankakerfinu áður en hún hóf störf hjá KPMG, lengst af í SPRON. Síðan þá hefur Guðrún Björk aflað sér margvíslegrar viðbótarreynslu. Guðrún Björk starfaði í tvö ár hjá KPMG í Danmörku og vann þar í ráðgjafarverkefnum vítt og breitt á Norðurlöndunum. Guðrún Björk leiðir ásamt félögum sínum ört stækkandi ráðgjafahóp innan KPMG en sviðið telur nú á vel á fimmta tug starfsmanna. Magnús Ólafur Kristjánsson er nýr í eigendahópi KPMG. Magnús er Vopnfirðingur en hefur búið og starfað hjá KPMG á Akureyri í rúm tuttugu ár. Magnús er með próf í Hagfræði og MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Magnús hefur unnið að mörgum verkefnum í ráðgjöf og reikningshaldi og hafa einkum sjávarútvegsfyrirtæki og sveitarfélög notið hans aðkomu á liðnum árum auk fjölda annarra viðskiptavina. KPMG hefur lagt kapp á að þjóna viðskiptavinum á öllu landinu og starfar nú þriðjungur starfsfólks utan Reykjavíkur. KPMG hefur byggt upp þétt net starfsstöðva á landsbyggðinni og er skrifstofan á Akureyri þeirra stærst. Þar mun Magnús hafa aðsetur en þjónar áfram viðskiptavinum um allt land enda byggir nútíma þjónusta á því að kalla til þá hæfustu hverju sinni, óháð búsetu eða starfsaðstöðu,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Mest lesið Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Sjá meira
Í tilkynningu frá KPMG segir að þau hafi bæði starfað hjá KPMG um árabil. „Guðrún Björk Stefánsdóttir hefur bæst í hóp eigenda hjá KPMG. Guðrún Björk hefur unnið hjá ráðgjafarsviði KPMG í 15 ár og verið einn helsti sérfræðingur félagsins í gerð fjárhagslegra áreiðanleikakannana. Hún hefur leitt flestar þær áreiðanleikakannanir sem framkvæmdar hafa verið af KPMG á undanförnum árum og hefur með þeim hætti tekið þátt í þó nokkrum af stærstu viðskiptum með félög á markaði á Íslandi. Hún er með masterspróf í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands og vann í bankakerfinu áður en hún hóf störf hjá KPMG, lengst af í SPRON. Síðan þá hefur Guðrún Björk aflað sér margvíslegrar viðbótarreynslu. Guðrún Björk starfaði í tvö ár hjá KPMG í Danmörku og vann þar í ráðgjafarverkefnum vítt og breitt á Norðurlöndunum. Guðrún Björk leiðir ásamt félögum sínum ört stækkandi ráðgjafahóp innan KPMG en sviðið telur nú á vel á fimmta tug starfsmanna. Magnús Ólafur Kristjánsson er nýr í eigendahópi KPMG. Magnús er Vopnfirðingur en hefur búið og starfað hjá KPMG á Akureyri í rúm tuttugu ár. Magnús er með próf í Hagfræði og MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Magnús hefur unnið að mörgum verkefnum í ráðgjöf og reikningshaldi og hafa einkum sjávarútvegsfyrirtæki og sveitarfélög notið hans aðkomu á liðnum árum auk fjölda annarra viðskiptavina. KPMG hefur lagt kapp á að þjóna viðskiptavinum á öllu landinu og starfar nú þriðjungur starfsfólks utan Reykjavíkur. KPMG hefur byggt upp þétt net starfsstöðva á landsbyggðinni og er skrifstofan á Akureyri þeirra stærst. Þar mun Magnús hafa aðsetur en þjónar áfram viðskiptavinum um allt land enda byggir nútíma þjónusta á því að kalla til þá hæfustu hverju sinni, óháð búsetu eða starfsaðstöðu,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Mest lesið Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Sjá meira