Leikjavísir

Verdansk kvödd með stærðarinnar móti

Samúel Karl Ólason skrifar
Strákarnir í Gametíví ætla að taka á honum stóra sínum í kvöld.
Strákarnir í Gametíví ætla að taka á honum stóra sínum í kvöld.

Strákarnir í GameTíví ætla að kveðja Verdansk, borgina í leiknum Call of Duty Warzone, með stæl. Vegna þess að nýtt kort verður tekið í notkun í vikunni ætlar GameTíví að halda stærðarinnar mót íslenskra streymara.

Meðal keppenda eru GameTíví streymin, Rauðvín og klakar, Sverrir Bergmann, Flóni, Donna Cruz, IceCold, Nörd norðursins og fleiri.

Það verður spennandi að sjá hvaða streymarar standa síðastir eftir í Verdansk í kvöld.

Streymi GameTíví má finna á Stöð 2 eSport, Twitchsíðu GameTíví og hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan átta í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.