Handbolti

Heims­meistararnir byrja HM á fjöru­tíu marka sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kelly Vollebregt var markahæst í hollenska liðinu í kvöld.
Kelly Vollebregt var markahæst í hollenska liðinu í kvöld. EPA-EFE/Manuel Lorenzo

HM kvenna í handbolta er farið á fulla ferð en alls er fjórum af sex leikjum dagsins nú lokið. Heimsmeistarar Hollendinga hófu mótið með því að leggja Púertó Ríkó með fjörutíu marka mun.

Það verður seint sagt að Holland hafi lent í vandræðum með Púertó Ríkó í dag en lokatölur voru 55-15 Hollendingum í vil. Kelly Vollebregt var þeirra markahæst með átta mörk en þar á eftir komu Bo van Wetering, Danick Snelder og Inger Smits allar með sjö mörk.

Í öðrum leikjum vann Frakkland tíu marka sigur á Angóla, lokatölur 30-20. Rússland vann Kamerún með 22 marka mun, 40-18 og að lokum vann Rúmenía þægilegan 28 marka sigur á Rúmeníu, 39-11.

HM fer fram á Spáni að þessu sinni. Úrslitaleikurinn er 19. desember næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.