Batnandi jörð er best að lifa Guðbjörg Lára Másdóttir skrifar 30. nóvember 2021 14:00 Gullna reglan? Hana þekkjum við öll sama hverrar trúar við erum, vorum eða verðum: Komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Í rauninni bara vertu næs. Öll reynum við nú eftir fremsta megni að vera það, leyfi ég mér að fullyrða. Það er gefandi fyrir þig og aðra að vera næs, að eiga góð samskipti þar sem aðilarnir í samtalinu leggja sig fram við hlustun og skilning, jafnvel rökræður. Það eru nærandi samskipti. Ímyndum okkur nú að við myndum ekki leggja okkur fram við það að vera næs, ekki hlusta eða rökræða heldur vera bara hlutlaus. Við myndum fljóta um í innihaldslausum samtölum, enginn yrði reiður en heldur ekki glaður. Ástandið væri alltaf bara „eins“ , alveg kósý - en það yrði engin framför, engin þróun eða uppfinningar. Við myndum verða bara hlutlaus, í einu og öllu. Við myndum ekki stefna að neinu slæmu en við myndum samt ekki heldur stefna á neitt betra. Ákveðin uppgjöf er það ekki? Hlutleysi er ekki endastöð Hlutleysi er fyrsta skref í átt að skoðanamyndun og upplýstri ákvarðanatöku. Eftir ákveðinn tíma af hlutleysi og upplýsingaöflun kemur að ákvarðanatöku. Ákvarðanatakan er byggð á þeim tíma er maður var hlutlaus og kemur auga á tækifæri til þess að geta þróast og tekið framförum. Stefnur um kolefnishlutleysi eru fyrsta skrefið en þær eru ekki endastöð. Stefnur um kolefnishlutleysi eru til vegna þess að við erum ekki búin að vera næs, við erum eiginlega búin að sökka, oftast vissum við bara ekki betur, en nú erum við byrjuð að læra og skilja að þessari hegðun verðum við að breyta. Það tekur að sjálfsögðu tíma að vinna sig úr mínusnum upp á núllið, en viljum við ekki vinna okkur alla leið upp í plús? Vinna okkur úr því að sökka, upp í að vera hlutlaus og svo næs? Nærandi Í lok október kom út bók eftir Paul Polman fyrrverandi forstjóra Unilever, sem hefur sérstaka framúrskarandi sjálfbærniþróunartefnu í starfsemi sinni og Andrew Winston, höfund Green to Gold og the Big Pivot. Bókin heitir „Net-positive: How Courageous Companies Thrive by Giving More Than They Take.“ Okkur vantar íslenskt orð fyrir net-positive, það kemur. Meiningin á bakvið hugtakið er sú að skilja alltaf við betur en við komum að, að við gefum meira en við tökum - hvort sem við séum einstaklingar, lítið eða stórt fyrirtæki, stofnun, kóngur, prestur eða forstjóri. Hérna munum við grípa í fyrirtækin sem samlíkingu þar sem það er megin-inntak fyrrnefndrar bókar. Að vera net-positive þýðir það að fyrirtækið þitt, hegðun þess og hlutverk sé nærandi. Að tilvera fyrirtækisins geri gott, sé næs - sé net-positive. Fyrsta skrefið Í dag er það orðin ákveðin krafa á ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir að þau séu með skýrt markmið um það hvenær þau verði kolefnishlutlaus. Þ.e.a.s markmið sem breytir áhrifum þeirra á samfélagið úr því að vera sökkuð yfir í það að vera hlutlaus. Flott og nauðsynlegt fyrsta skref, stefnurnar eru margar hverjar glæsilegar, en nú fer að koma að næsta skrefi. Stefnurnar sýna það að við erum að læra og skilja að ákveðin hegðun sé eyðileggjandi. Mikil upplýsingaöflun hefur farið fram og við skiljum að hegðuninni þarf að breyta. Að tileinka sér nærandi hegðun og hugsunarhátt getur ekki verið annað en gott fyrir okkur öll sem búum á þessari jörð sem og jörðina sjálfa. Stjórnarsáttmálinn Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er margt um stór orð og mjög merkileg tímamóta markmið. Til að mynda er gefið út að ríkisstjórnin muni ekki gefa út nein leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands og að árið 2040 verði Ísland orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Í orkustefnu Íslands sem gefin var út í október 2020 var markmiðið sett fyrir árið 2050, það að markmiðinu hafi verið flýtt um 10 ár er mikil áskorun, frábært skref og krefst þess að nálgun samfélagsins sé hugrökk, framsýn og að markmiðið sé sett hærra en á kolefnishlutleysi. Það er einnig lagt upp með að Ísland verði lágkolefnishagkerfi, þ.e að kolefnisspor á hverja einingu heimsframleiðslu minnki. Það er algjörlega í takt við hugtakið net-positive sem og kleinuhringjahagfræði sem ég hvet ykkur til að kíkja á. Vera einu skrefi á undan. Við verðum að byggja upp nærandi samfélag. Með það að leiðarljósi verður framtíðarsýnin óhjákvæmilega björt og við höfum öll gott af því. Höfundur er starfsnemi hjá Festu – miðstöð um sjálfbærni og meistaranemi í umhverfisstjórnun hjá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Sjá meira
Gullna reglan? Hana þekkjum við öll sama hverrar trúar við erum, vorum eða verðum: Komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Í rauninni bara vertu næs. Öll reynum við nú eftir fremsta megni að vera það, leyfi ég mér að fullyrða. Það er gefandi fyrir þig og aðra að vera næs, að eiga góð samskipti þar sem aðilarnir í samtalinu leggja sig fram við hlustun og skilning, jafnvel rökræður. Það eru nærandi samskipti. Ímyndum okkur nú að við myndum ekki leggja okkur fram við það að vera næs, ekki hlusta eða rökræða heldur vera bara hlutlaus. Við myndum fljóta um í innihaldslausum samtölum, enginn yrði reiður en heldur ekki glaður. Ástandið væri alltaf bara „eins“ , alveg kósý - en það yrði engin framför, engin þróun eða uppfinningar. Við myndum verða bara hlutlaus, í einu og öllu. Við myndum ekki stefna að neinu slæmu en við myndum samt ekki heldur stefna á neitt betra. Ákveðin uppgjöf er það ekki? Hlutleysi er ekki endastöð Hlutleysi er fyrsta skref í átt að skoðanamyndun og upplýstri ákvarðanatöku. Eftir ákveðinn tíma af hlutleysi og upplýsingaöflun kemur að ákvarðanatöku. Ákvarðanatakan er byggð á þeim tíma er maður var hlutlaus og kemur auga á tækifæri til þess að geta þróast og tekið framförum. Stefnur um kolefnishlutleysi eru fyrsta skrefið en þær eru ekki endastöð. Stefnur um kolefnishlutleysi eru til vegna þess að við erum ekki búin að vera næs, við erum eiginlega búin að sökka, oftast vissum við bara ekki betur, en nú erum við byrjuð að læra og skilja að þessari hegðun verðum við að breyta. Það tekur að sjálfsögðu tíma að vinna sig úr mínusnum upp á núllið, en viljum við ekki vinna okkur alla leið upp í plús? Vinna okkur úr því að sökka, upp í að vera hlutlaus og svo næs? Nærandi Í lok október kom út bók eftir Paul Polman fyrrverandi forstjóra Unilever, sem hefur sérstaka framúrskarandi sjálfbærniþróunartefnu í starfsemi sinni og Andrew Winston, höfund Green to Gold og the Big Pivot. Bókin heitir „Net-positive: How Courageous Companies Thrive by Giving More Than They Take.“ Okkur vantar íslenskt orð fyrir net-positive, það kemur. Meiningin á bakvið hugtakið er sú að skilja alltaf við betur en við komum að, að við gefum meira en við tökum - hvort sem við séum einstaklingar, lítið eða stórt fyrirtæki, stofnun, kóngur, prestur eða forstjóri. Hérna munum við grípa í fyrirtækin sem samlíkingu þar sem það er megin-inntak fyrrnefndrar bókar. Að vera net-positive þýðir það að fyrirtækið þitt, hegðun þess og hlutverk sé nærandi. Að tilvera fyrirtækisins geri gott, sé næs - sé net-positive. Fyrsta skrefið Í dag er það orðin ákveðin krafa á ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir að þau séu með skýrt markmið um það hvenær þau verði kolefnishlutlaus. Þ.e.a.s markmið sem breytir áhrifum þeirra á samfélagið úr því að vera sökkuð yfir í það að vera hlutlaus. Flott og nauðsynlegt fyrsta skref, stefnurnar eru margar hverjar glæsilegar, en nú fer að koma að næsta skrefi. Stefnurnar sýna það að við erum að læra og skilja að ákveðin hegðun sé eyðileggjandi. Mikil upplýsingaöflun hefur farið fram og við skiljum að hegðuninni þarf að breyta. Að tileinka sér nærandi hegðun og hugsunarhátt getur ekki verið annað en gott fyrir okkur öll sem búum á þessari jörð sem og jörðina sjálfa. Stjórnarsáttmálinn Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er margt um stór orð og mjög merkileg tímamóta markmið. Til að mynda er gefið út að ríkisstjórnin muni ekki gefa út nein leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands og að árið 2040 verði Ísland orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Í orkustefnu Íslands sem gefin var út í október 2020 var markmiðið sett fyrir árið 2050, það að markmiðinu hafi verið flýtt um 10 ár er mikil áskorun, frábært skref og krefst þess að nálgun samfélagsins sé hugrökk, framsýn og að markmiðið sé sett hærra en á kolefnishlutleysi. Það er einnig lagt upp með að Ísland verði lágkolefnishagkerfi, þ.e að kolefnisspor á hverja einingu heimsframleiðslu minnki. Það er algjörlega í takt við hugtakið net-positive sem og kleinuhringjahagfræði sem ég hvet ykkur til að kíkja á. Vera einu skrefi á undan. Við verðum að byggja upp nærandi samfélag. Með það að leiðarljósi verður framtíðarsýnin óhjákvæmilega björt og við höfum öll gott af því. Höfundur er starfsnemi hjá Festu – miðstöð um sjálfbærni og meistaranemi í umhverfisstjórnun hjá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna.
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun