Viðskipti innlent

Bein út­sending: Hvatningar­verð­laun jafn­réttis­mála

Atli Ísleifsson skrifar
Markmiðið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama.
Markmiðið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Vísir/Vilhelm

Hvatningarverðlauna jafnréttismála 2021 verða afhent við athöfn í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag og hefst viðburðurinn klukkan 8:30 og stendur til 10. 

Viðburðurinn er lokaður vegna sóttvarnatakmarkana en hægt verður að fylgjast með honum í streymi að neðan. Þetta er í níunda sinn sem Samtök atvinnulífsins og Háskóli Íslands standa saman að afhendingu verðlaunanna.

„Flokkum í Hvatningarverðlaununum hefur nú verið fjölgað í þrjá og er þeirri nýbreytni ætlað að mæta samtímaþróun á víðtækari skilgreiningu jafnréttis og fjölbreytileika. Flokkarnir eru kynjajafnrétti, fjölmenning og fötlun,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan.  

Dagskrá

  • Ávarp - Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
  • Regnbogakortið - lagaleg réttindi hinsegin fólks - Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78
  • Erlent starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði - Anna Maria Wojtynska, mannfræðingur og nýdoktor við Háskóla Íslands
  • Erindi frá verðlaunahafa ársins 2020 - Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár
  • Afhending Hvatningarverðlauna jafnréttismála
  • Fundarstjóri er Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Markmiðið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja athygli á fyrirtækjum, sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama. Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem skapað hafa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggur til grundvallar eru hvattir til að senda inn tilnefningu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,21
6
91.368
REITIR
1,15
5
336.100
EIK
0,78
5
128.700
ICESEA
0,65
15
108.259
ARION
0,27
12
107.219

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,96
11
446.674
EIM
-1,64
4
99.716
KVIKA
-1,19
24
661.998
FESTI
-0,85
13
149.379
SVN
-0,6
16
62.046
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.