Innherji

Sjálfstæðisflokkur fær flest ráðuneyti og málaflokkar færast talsvert til

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Bjarni Benediktsson formaður SJálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður SJálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm

Sjálfstæðisflokkur kemur til með að halda áfram um stjórnartaumana í utanríkisráðuneytinu og mun einnig stýra orku-, umhverfis- og loftslagsmálum í einu og sama ráðuneytinu. Sjálfstæðisflokkur heldur fjármálaráðuneytinu og tekur fimm ráðuneyti í heildina, auk forseta þingsins. Þau eru auk þessara þriggja, dómsmálaráðuneytið sem mun heita innanríkisráðuneytið og nýtt nýsköpunar-, vísinda- og iðnaðarráðuneyti.

Vinstri græn halda forsætisráðuneytinu, taka við félagsmálaráðuneytinu og matvæla-, sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneyti. Framsókn taka fjögur ráðuneyti. Þau eru heilbrigðisráðuneyti, innviðaráðuneyti hvar falla undir samgöngur, sveitarstjórnarmál, húsnæðis- og skipulagsmál. Þá verður til nýtt ferða- og menningarmálaráðuneyti auk annars skólamálaráðuneytis.

Þetta herma heimildir Innherja að verði tilkynnt á morgun þegar ný ríkisstjórn verður kynnt til sögunnar.

Stofnanir stjórnarflokkanna þriggja sitja nú og fara yfir stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Sýnt verður beint frá blaðamannafundi þar sem stjórnarsáttmálinn verður undirritaður klukkan eitt á morgun á Stöð 2 og Stöð 2 Vísi.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×