Viðskipti innlent

Bein útsending: Stefna á mikla uppbyggingu á Suðurnesjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu. Þrátinn Kolbeinsson

Framkvæmdaþing Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, er haldið í dag. Þar á að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á næsta ári á vegum sveitarfélaga svæðisins, Isavia og Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.

Stefnt er að mikilli uppbygginu á Suðurnesjum á næstu árum. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér að neðan en hann hefst klukkan fjögur.

Erindi á framkvæmdaþinginu flytja:

Davíð Viðarsson, sviðsstjóri umhverfis og skipulagssviðs Sveitarfélagsins Voga.

Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar.

Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar.

Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar.

Páll Svavar Pálsson, deildarstjóri verkfræðideildar Isavia.

Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.