Patrekur: Hef engar áhyggjur af markvörslunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2021 20:28 Þrátt fyrir takmarkaða markvörslu Stjörnunnar gegn ÍBV hefur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Garðbæinga, ekki áhyggjur. vísir/Elín Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var mun sáttari með fyrri hálfleikinn en þann seinni gegn ÍBV í kvöld. Eyjamenn unnu leik liðanna í Mýrinni með fjögurra marka mun, 28-32. „Við byrjuðum í 5-1 vörn með Hrannar [Braga Eyjólfsson] fyrir framan. Við höfðum ekki mikinn tíma til að æfa það en mér fannst það ganga mjög vel,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi eftir leik. „Í seinni hálfleik duttum við niður á hælana og það vantaði grunnatriðin sem þurfa að vera til staðar í handbolta. Að hreyfa sig aðeins meira og sýna útgeislun. Við vorum alltof of flatir í seinni hálfleik. Svo lentum við líka í vandræðum í sókninni. Hún var ekki nógu góð og við fleygðum boltanum í hendurnar á þeim.“ ÍBV skoraði tólf mörk eftir hraðaupphlaup eða í tómt mark Stjörnunnar í leiknum. Stjörnumenn spiluðu með sjö sóknarmenn á kafla í seinni hálfleik en án mikil árangurs. „Það gekk ekkert upp. Við komust ekki í gegn og þá þarf maður að prófa. Auðvitað er þetta áhætta en maður getur heldur ekki horft á liðið skorað tvö mörk á tíu mínútum eins og þetta var hjá okkur. Ég stend og fell með því. Í nokkrum leikjum í vetur höfum við spilað sjö gegn sex mjög vel en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Patrekur. „Þetta var jafn leikur en Eyjamennirnir voru sterkari í seinni hálfleik.“ Markvarsla Stjörnunnar var ekki uppi á marga fiska í kvöld eins og svo oft áður í vetur. Þrátt fyrir það hefur Patrekur ekki áhyggjur af henni. „Nei, mér fannst Arnór [Freyr Stefánsson] fínn í fyrri hálfleik þegar vörnin vann vel. Í seinni hálfleik fékk ÍBV opin færi. Ég hef engar áhyggjur af markvörslunni. Ég er með þrjá virkilega góða markverði,“ sagði Patrekur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - ÍBV 28-32 | Góður seinni hálfleikur skilaði Eyjamönnum sigri ÍBV jafnaði Val að stigum í 2. sæti Olís-deildar karla í handbolta með sigri á Stjörnunni, 28-32, í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15, en Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik sem þeir unnu, 17-12. 24. nóvember 2021 20:05 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Við byrjuðum í 5-1 vörn með Hrannar [Braga Eyjólfsson] fyrir framan. Við höfðum ekki mikinn tíma til að æfa það en mér fannst það ganga mjög vel,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi eftir leik. „Í seinni hálfleik duttum við niður á hælana og það vantaði grunnatriðin sem þurfa að vera til staðar í handbolta. Að hreyfa sig aðeins meira og sýna útgeislun. Við vorum alltof of flatir í seinni hálfleik. Svo lentum við líka í vandræðum í sókninni. Hún var ekki nógu góð og við fleygðum boltanum í hendurnar á þeim.“ ÍBV skoraði tólf mörk eftir hraðaupphlaup eða í tómt mark Stjörnunnar í leiknum. Stjörnumenn spiluðu með sjö sóknarmenn á kafla í seinni hálfleik en án mikil árangurs. „Það gekk ekkert upp. Við komust ekki í gegn og þá þarf maður að prófa. Auðvitað er þetta áhætta en maður getur heldur ekki horft á liðið skorað tvö mörk á tíu mínútum eins og þetta var hjá okkur. Ég stend og fell með því. Í nokkrum leikjum í vetur höfum við spilað sjö gegn sex mjög vel en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Patrekur. „Þetta var jafn leikur en Eyjamennirnir voru sterkari í seinni hálfleik.“ Markvarsla Stjörnunnar var ekki uppi á marga fiska í kvöld eins og svo oft áður í vetur. Þrátt fyrir það hefur Patrekur ekki áhyggjur af henni. „Nei, mér fannst Arnór [Freyr Stefánsson] fínn í fyrri hálfleik þegar vörnin vann vel. Í seinni hálfleik fékk ÍBV opin færi. Ég hef engar áhyggjur af markvörslunni. Ég er með þrjá virkilega góða markverði,“ sagði Patrekur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - ÍBV 28-32 | Góður seinni hálfleikur skilaði Eyjamönnum sigri ÍBV jafnaði Val að stigum í 2. sæti Olís-deildar karla í handbolta með sigri á Stjörnunni, 28-32, í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15, en Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik sem þeir unnu, 17-12. 24. nóvember 2021 20:05 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - ÍBV 28-32 | Góður seinni hálfleikur skilaði Eyjamönnum sigri ÍBV jafnaði Val að stigum í 2. sæti Olís-deildar karla í handbolta með sigri á Stjörnunni, 28-32, í Garðabænum í kvöld. Stjörnumenn voru einu marki yfir í hálfleik, 16-15, en Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik sem þeir unnu, 17-12. 24. nóvember 2021 20:05