COVID-19 búnaður til samstarfshéraða í Úganda Heimsljós 23. nóvember 2021 13:44 Lyfjabúr héraðsstjórnarinnar í Buikwe. Buikwe hérað í Úganda er eitt þeirra verst settu í landinu með tilliti til COVID-19 og í Namayingo er getan til að sporna gegn COVID-19 veik. Búnaður til að bregðast við COVID-19 faraldrinum hefur verið afhentur tveimur fátækum samstarfshéruðum Íslands í Úganda, Buikwe og Namayingo. Að sögn Þórdísar Sigurðardóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Kampala bárust beiðnir frá báðum héruðum um aðstoð, samtals að upphæð rúmlega 300 þúsund bandarískra dala, rúmlega 40 milljóna íslenskra króna. „Buikwe hérað er eitt þeirra verst settu í landinu með tilliti til COVID-19 og í Namayingo er getan til að sporna gegn COVID-19 veik og mikil þörf fyrir aðstoð til að styrkja getu heilbrigðisstofna þar til að takast á við faraldurinn og styrkja viðbragðsgetu héraðsins,“ segir Þórdís en búnaðurinn sem var afhentur fyrr í mánuðinum samanstendur af hlífðarbúnaði, prófunarsettum, sótthreinsiefnum, súrefnishylkjum, rúmum, dýnum, hjólastólum, tjöldum og fleiru. Hluti af búnaðinum. Að sögn Þórdísar fylgist sendiráðið í Kampala með og vaktar þennan stuðning eins og önnur verkefni sem studd eru fyrir fjármagn frá Íslandi í Úganda. „Fulltrúar sendiráðsins heimsóttu héruðin nýverið og fylgdust með innleiðingu stuðningsins. Fram kom að mikil ánægja er með þessa kærkomnu gjöf frá Íslandi, bæði meðal heilbrigðisstarfsmanna og héraðsstjórnvalda. Íslenskum stjórnvöldum og íslenskum skattborgurum voru sendar hlýjar þakklætiskveðjur.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent
Búnaður til að bregðast við COVID-19 faraldrinum hefur verið afhentur tveimur fátækum samstarfshéruðum Íslands í Úganda, Buikwe og Namayingo. Að sögn Þórdísar Sigurðardóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Kampala bárust beiðnir frá báðum héruðum um aðstoð, samtals að upphæð rúmlega 300 þúsund bandarískra dala, rúmlega 40 milljóna íslenskra króna. „Buikwe hérað er eitt þeirra verst settu í landinu með tilliti til COVID-19 og í Namayingo er getan til að sporna gegn COVID-19 veik og mikil þörf fyrir aðstoð til að styrkja getu heilbrigðisstofna þar til að takast á við faraldurinn og styrkja viðbragðsgetu héraðsins,“ segir Þórdís en búnaðurinn sem var afhentur fyrr í mánuðinum samanstendur af hlífðarbúnaði, prófunarsettum, sótthreinsiefnum, súrefnishylkjum, rúmum, dýnum, hjólastólum, tjöldum og fleiru. Hluti af búnaðinum. Að sögn Þórdísar fylgist sendiráðið í Kampala með og vaktar þennan stuðning eins og önnur verkefni sem studd eru fyrir fjármagn frá Íslandi í Úganda. „Fulltrúar sendiráðsins heimsóttu héruðin nýverið og fylgdust með innleiðingu stuðningsins. Fram kom að mikil ánægja er með þessa kærkomnu gjöf frá Íslandi, bæði meðal heilbrigðisstarfsmanna og héraðsstjórnvalda. Íslenskum stjórnvöldum og íslenskum skattborgurum voru sendar hlýjar þakklætiskveðjur.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent