Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 22. nóvember 2021 13:01 Ef við byrjum að fara yfir nokkrar staðreyndir. Staðreyndir sem virðast flækjast mikið fyrir nýkjörnum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og stjórnendum fyrirtækja sem og Seðlabankastjóra, Viðskiptaráði og SA. Af hverju er verðbólga að aukast á Íslandi? Hér eru nokkrar staðreyndir. Verðbólga í evrópu hefur sjaldan verið meiri og mælist um 6% í USA. Þrýstingur á verðlagshækkanir vegna þess, og vegna mikilla hækkana á hrávöru, orku og eldsneytisverðs hefur þrýst mikið á innlenda verðbólgu og mun gera það áfram. Fyrirtækin skulda meira heldur en heimilin og eru með mikið af sínum skuldum í formi yfirdráttarlána. Vaxtahækkanir munu því þrýsta á verðlag og verðbólgu vegna aukins vaxtakostnaðar fyrirtækja og minni kaupmátt heimila sem þrýstir á hærri laun til að standa undir hærri kostnaði við að lifa. Miklar hækkanir á húsnæðismarkaði og gengissveiflur, en húsnæðisverð hefur hækkað um 17% síðustu 12 mánuði, hafa keyrt verðbólguna langt yfir markmið Seðlabankans. Ekki launahækkanir. Sú launastefna sem hefur verið rekin síðustu 12 ár hefur skilað 4% kaupmætti að jafnaði á ári án þess að hér hafi verið mikil verðbólga. OMX10 hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 33% frá áramótum. Ef launakostnaður væri svona íþyngjandi hjá fyrirtækjunum þá hefði hagnaður þeirra átt að lækka en hann hefur þvert á móti hækkað og afkoma fyrirtækja sjaldan eða aldrei verið betri. Miðað við uppgjör fyrirtækja í kauphöllinni þá geta þau vel staðið undir hækkun launa. Þessar staðreyndir benda ekki til þess að fyrirtækin séu að kikna undan launakostnaði eða trú markaðarins að kjarasamningar og hagvaxtarauki munu ganga af þeim dauðum. Launakostnaður skráðra fyrirtækja á markaði hefur lækkað sem hlutfall af veltu. Þrátt fyrir það sem lýst er að ofan glymja í fréttum að komandi launahækkanir mun sliga fyrirtækin hér á landi! Þennan söng höfum við oft heyrt áður og var hann nokkuð hávær fyrir síðustu kjarasamningsbundnu launhækkanir. Fram hefur komið í fjölmiðlum að samningsbundnar launahækkanir muni auka launakostnaðinn hjá Festi hf. (Krónan, N1, Elko) um 9% og má skilja að það hafi ekki efni á að hækka launin á næsta ári án þess að hækka vöruverð eða að segja upp starfsfólki. Þó öðru máli gegni um bónusgreiðslur og ofurlaun til æðstu stjórnenda. Skoðum aðeins hvað þetta þýðir fyrir þetta góða fyrirtæki. 9% hærri launkostnaður fyrir Festi er hækkun á launakostnaði um 910 m.kr. á tólf mánaða tímabili. Hagnaður Festis hf. fyrstu níu mánuð þessa árs var 3,6 milljarðar á meðan hann var 1,7 milljarður árið á undan og árið 2019 var hann um 2 milljarðar. Hagnaður hefur aukist um 1,9 milljarða milli ára eða um 106% frá árinu á 2020 og frá 2019 hefur hagnaður aukist um 73% eða um 1,6 milljarða. Eins og sést á þessum tölum hefur Festi ráðið vel við þær launahækkanir sem hafa orðið á þessu ári og gert gott betur. Enda metur hlutbréfamarkaðurinn það ekki svo að fyrirtækið sé að sligast undan of miklum launakostnaði en verð þess á hlutabréfamarkaði hefur hækkað um 27% á þessu ári. Miðað við afkomuspá félagsins má áætla að hagnaður þessa árs verði um 4,5 milljarðar sem er aukning frá fyrra ári um 2,2 milljarða eða um 100% aukning á milli ára. Miðað við afkomu félagsins á þessu ári ræður það mjög vel við komandi launahækkanir á næsta ári. En sá kostnaðarauki er einungis um 40% af þeim hagnaðarauka sem hefur orðið á þessu ári miðað við árið á undan og um 20% af þeim hagnaði sem áætla má að verði á þessu ári. Við getum vel skipt þeim ábata sem hefur orðið til hjá Festi hf. milli starfsmanna og eiganda án þess að hreyfa við vöruverði til neytenda. Svo má spyrja hvort þessi mikli og aukni hagnaður sé komin til vegna hærri álagningu sem aftur setur þá spurningu fram hvort laun séu að elta verðbólgu eða öfugt? Það verður spennandi að fara í komandi kjaraviðræður þegar fyrirtækjum eins og Festi hf. gengur jafnvel og raun ber vitni. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Kjaramál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Ef við byrjum að fara yfir nokkrar staðreyndir. Staðreyndir sem virðast flækjast mikið fyrir nýkjörnum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og stjórnendum fyrirtækja sem og Seðlabankastjóra, Viðskiptaráði og SA. Af hverju er verðbólga að aukast á Íslandi? Hér eru nokkrar staðreyndir. Verðbólga í evrópu hefur sjaldan verið meiri og mælist um 6% í USA. Þrýstingur á verðlagshækkanir vegna þess, og vegna mikilla hækkana á hrávöru, orku og eldsneytisverðs hefur þrýst mikið á innlenda verðbólgu og mun gera það áfram. Fyrirtækin skulda meira heldur en heimilin og eru með mikið af sínum skuldum í formi yfirdráttarlána. Vaxtahækkanir munu því þrýsta á verðlag og verðbólgu vegna aukins vaxtakostnaðar fyrirtækja og minni kaupmátt heimila sem þrýstir á hærri laun til að standa undir hærri kostnaði við að lifa. Miklar hækkanir á húsnæðismarkaði og gengissveiflur, en húsnæðisverð hefur hækkað um 17% síðustu 12 mánuði, hafa keyrt verðbólguna langt yfir markmið Seðlabankans. Ekki launahækkanir. Sú launastefna sem hefur verið rekin síðustu 12 ár hefur skilað 4% kaupmætti að jafnaði á ári án þess að hér hafi verið mikil verðbólga. OMX10 hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 33% frá áramótum. Ef launakostnaður væri svona íþyngjandi hjá fyrirtækjunum þá hefði hagnaður þeirra átt að lækka en hann hefur þvert á móti hækkað og afkoma fyrirtækja sjaldan eða aldrei verið betri. Miðað við uppgjör fyrirtækja í kauphöllinni þá geta þau vel staðið undir hækkun launa. Þessar staðreyndir benda ekki til þess að fyrirtækin séu að kikna undan launakostnaði eða trú markaðarins að kjarasamningar og hagvaxtarauki munu ganga af þeim dauðum. Launakostnaður skráðra fyrirtækja á markaði hefur lækkað sem hlutfall af veltu. Þrátt fyrir það sem lýst er að ofan glymja í fréttum að komandi launahækkanir mun sliga fyrirtækin hér á landi! Þennan söng höfum við oft heyrt áður og var hann nokkuð hávær fyrir síðustu kjarasamningsbundnu launhækkanir. Fram hefur komið í fjölmiðlum að samningsbundnar launahækkanir muni auka launakostnaðinn hjá Festi hf. (Krónan, N1, Elko) um 9% og má skilja að það hafi ekki efni á að hækka launin á næsta ári án þess að hækka vöruverð eða að segja upp starfsfólki. Þó öðru máli gegni um bónusgreiðslur og ofurlaun til æðstu stjórnenda. Skoðum aðeins hvað þetta þýðir fyrir þetta góða fyrirtæki. 9% hærri launkostnaður fyrir Festi er hækkun á launakostnaði um 910 m.kr. á tólf mánaða tímabili. Hagnaður Festis hf. fyrstu níu mánuð þessa árs var 3,6 milljarðar á meðan hann var 1,7 milljarður árið á undan og árið 2019 var hann um 2 milljarðar. Hagnaður hefur aukist um 1,9 milljarða milli ára eða um 106% frá árinu á 2020 og frá 2019 hefur hagnaður aukist um 73% eða um 1,6 milljarða. Eins og sést á þessum tölum hefur Festi ráðið vel við þær launahækkanir sem hafa orðið á þessu ári og gert gott betur. Enda metur hlutbréfamarkaðurinn það ekki svo að fyrirtækið sé að sligast undan of miklum launakostnaði en verð þess á hlutabréfamarkaði hefur hækkað um 27% á þessu ári. Miðað við afkomuspá félagsins má áætla að hagnaður þessa árs verði um 4,5 milljarðar sem er aukning frá fyrra ári um 2,2 milljarða eða um 100% aukning á milli ára. Miðað við afkomu félagsins á þessu ári ræður það mjög vel við komandi launahækkanir á næsta ári. En sá kostnaðarauki er einungis um 40% af þeim hagnaðarauka sem hefur orðið á þessu ári miðað við árið á undan og um 20% af þeim hagnaði sem áætla má að verði á þessu ári. Við getum vel skipt þeim ábata sem hefur orðið til hjá Festi hf. milli starfsmanna og eiganda án þess að hreyfa við vöruverði til neytenda. Svo má spyrja hvort þessi mikli og aukni hagnaður sé komin til vegna hærri álagningu sem aftur setur þá spurningu fram hvort laun séu að elta verðbólgu eða öfugt? Það verður spennandi að fara í komandi kjaraviðræður þegar fyrirtækjum eins og Festi hf. gengur jafnvel og raun ber vitni. Höfundur er formaður VR.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun