Handbolti

Stefán: Sýndum karakter að klára þennan leik með sigri

Andri Már Eggertsson skrifar
Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ánægður með sigur kvöldsins
Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ánægður með sigur kvöldsins VÍSIR/HAG

Fram vann Stjörnuna með einu marki 25-26. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var afar ánægður með að vera kominn á toppinn í Olís deild kvenna. 

„Þetta er kærkomin sigur. Stjarnan er með gott lið þrátt fyrir að hafa verið í vandræðum í undanförnum leikjum.“

„Mér fannst við byrja leikinn illa. Við breyttum um vörn sem skilaði hraðaupphlaupum. Við vorum slakar í upphafi seinni hálfleiks þar sem við fórum illa með mörg dauðafæri,“ sagði Stefán Arnarson.

Stefán var ánægður með karakterinn í Fram sem kláraði leikinn að lokum með einu marki.

„Ég er stoltastur af karakternum sem við sýndum og kláruðum leikinn á endanum.“

Stjarnan skoraði ekki mark á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Fram gekk á lagið og skoraði sex mörk í röð.

„Við erum því miður að fara illa með mikið af dauðafærum. Sigurinn er það sem skiptir máli svo ég er rólegur yfir þessu,“ sagði Stefán að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×