Af hverju er þetta ekki í lagi? Sandra B. Franks skrifar 18. nóvember 2021 09:00 Allir íbúar þessa lands njóta góðs af öflugri bráðamóttöku Landspítalans. Að sama skapi bitnar það á okkur öllum þegar ríkir neyðarástand á bráðamóttökunni. Nú hefur hver starfsstéttin á fætur annarri lýst ástandinu fyrir þjóðinni og stjórnvöldum sem skelfilegu. Þegar öryggi sjúklinga og velferð þeirra er stefnt í hættu verða stjórnvöld að hlusta. Sjúkraliðar, læknar, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk er sammála að ástandið á bráðamóttöku er óboðlegt. Bráðamóttakan kostar 0,5%! Árlegur rekstarkostnaður bráðamóttökunnar er um 5 milljarða kr. Það er minna en 0,5% af árlegum útgjöldum ríkisins. Getum við ekki verið sammála um að tíunda ríkasta þjóð í heimi ætti að geta rekið bráðamóttöku svo sómi sé að? Getum við ekki byrjað á þeirri einingu sem tekur á móti fólki í bráðri hættu? Allur almenningur á Íslandi vill það og hafa allir stjórnmálaflokkar landsins talað fyrir slíkum aðgerðum. Fyrst og fremst vantar meira fjármagn til að tryggja nauðsynlega mönnun og flæði innan spítalans. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða starfa við fagið og um fjórðungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hverfa til annarra betur launaðra starfa innan fimm ára. Þessi staðreynd er óhagkvæm fyrir samfélagið sem hefur í gegnum árin viðhaldið aðgreiningu kynjanna á vinnumarkaði og stutt þannig við kynbundinn launamun. Viðvarandi vanmat á vinnuframlagi þar sem konur eru í meirihluta ýtir undir flótta þeirra úr störfum. Nú er lag að laga Um daginn skrifaði yfirlæknir á skurðsviði Landspítalans eftirfarandi: „Lausnin á bráðavanda Landspítala felst nefnilega aðallega í umtalsvert bættum launakjörum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sérstaklega á gjörgæsludeildum og bráðamóttöku. Þannig verður unnt að fá aftur til starfa fullmenntað starfsfólk sem leitað hefur í önnur störf utan spítalans“. Hægt er að taka undir þessi orð. Og nú er tækifæri til að bregðast við þessum vanda því ekki er enn búið að leggja fram fjárlagafrumvarp næsta árs. Þegar öllu er á botninn hvolft þá ber að bregðast við þegar sjúklingar fá ekki þá faglegu aðstoð sem þeim ber samkvæmt lögum. Þegar sjúklingum er stefnt í hættu á bráðamóttöku Landspítalans ríkir neyðarástand. Lögum þetta, í þágu okkar allra. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Landspítalinn Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Allir íbúar þessa lands njóta góðs af öflugri bráðamóttöku Landspítalans. Að sama skapi bitnar það á okkur öllum þegar ríkir neyðarástand á bráðamóttökunni. Nú hefur hver starfsstéttin á fætur annarri lýst ástandinu fyrir þjóðinni og stjórnvöldum sem skelfilegu. Þegar öryggi sjúklinga og velferð þeirra er stefnt í hættu verða stjórnvöld að hlusta. Sjúkraliðar, læknar, hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk er sammála að ástandið á bráðamóttöku er óboðlegt. Bráðamóttakan kostar 0,5%! Árlegur rekstarkostnaður bráðamóttökunnar er um 5 milljarða kr. Það er minna en 0,5% af árlegum útgjöldum ríkisins. Getum við ekki verið sammála um að tíunda ríkasta þjóð í heimi ætti að geta rekið bráðamóttöku svo sómi sé að? Getum við ekki byrjað á þeirri einingu sem tekur á móti fólki í bráðri hættu? Allur almenningur á Íslandi vill það og hafa allir stjórnmálaflokkar landsins talað fyrir slíkum aðgerðum. Fyrst og fremst vantar meira fjármagn til að tryggja nauðsynlega mönnun og flæði innan spítalans. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða starfa við fagið og um fjórðungur nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hverfa til annarra betur launaðra starfa innan fimm ára. Þessi staðreynd er óhagkvæm fyrir samfélagið sem hefur í gegnum árin viðhaldið aðgreiningu kynjanna á vinnumarkaði og stutt þannig við kynbundinn launamun. Viðvarandi vanmat á vinnuframlagi þar sem konur eru í meirihluta ýtir undir flótta þeirra úr störfum. Nú er lag að laga Um daginn skrifaði yfirlæknir á skurðsviði Landspítalans eftirfarandi: „Lausnin á bráðavanda Landspítala felst nefnilega aðallega í umtalsvert bættum launakjörum hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sérstaklega á gjörgæsludeildum og bráðamóttöku. Þannig verður unnt að fá aftur til starfa fullmenntað starfsfólk sem leitað hefur í önnur störf utan spítalans“. Hægt er að taka undir þessi orð. Og nú er tækifæri til að bregðast við þessum vanda því ekki er enn búið að leggja fram fjárlagafrumvarp næsta árs. Þegar öllu er á botninn hvolft þá ber að bregðast við þegar sjúklingar fá ekki þá faglegu aðstoð sem þeim ber samkvæmt lögum. Þegar sjúklingum er stefnt í hættu á bráðamóttöku Landspítalans ríkir neyðarástand. Lögum þetta, í þágu okkar allra. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar