ESA segir engar sönnur fyrir ásökunum Arion banka Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2021 10:34 Arion banki hélt því fram að Íslandsbanki og Landsbankinn hafi fengið ígildi ríkisaðstoðar. Vísir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisaðstoð hafi verið veitt Landsbankanum og Íslandsbanka. Í júní árið 2019 barst ESA kvörtun frá Arion banka þar sem það var staðhæft að íslenska ríkið hafi veitt samkeppnisaðilunum tveimur ósanngjarnt forskot með því að samþykkja staðla sem aðrir markaðsaðilar hefðu ekki aðgang að. Þar með byggju Landsbankinn og Íslandsbanki við lægri arðsemiskröfur en aðrir íslenskir bankar sem væru í einkaeigu. Bankasýsla ríkisins njóti sjálfstæðis Fram kemur í tilkynningu frá ESA að stofnunin hafi nú lokað málinu. Arion banki hélt því fram að með því að gera ekki kröfu um að ríkisbankarnir tveir myndu skila arðsemi eigin fjár, sem er mæld með því að deila hagnaði eftir skatta með eigin fé, í samræmi við markaðskjör væri ríkið að veita ríkisbönkunum ígildi ríkisaðstoðar. Að sögn ESA bendir ekkert til að Bankasýsla ríkisins, sem fer með eignarhluti ríkisins í bönkunum tveimur, hafi sett þeim kröfur um arðsemi eigin fjár sem væru lægri en gengur og gerist hjá öðrum einkareknum bönkum á EES-svæðinu. Sömuleiðis hafi frumrannsókn leitt í ljós að ekkert benti til annars en að Bankasýsla ríkisins starfi sjálfstætt gagnvart fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Að mati ESA er ekkert sem færir sönnun fyrir fullyrðingum Arion banka um að Landsbankinn og Íslandsbanki hafi hlotið ólögmæta ríkisaðstoð. ESA hefur því lokað málinu,“ segir í tilkynningu frá eftirlitsstofnuninni. Íslenskir bankar Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Í júní árið 2019 barst ESA kvörtun frá Arion banka þar sem það var staðhæft að íslenska ríkið hafi veitt samkeppnisaðilunum tveimur ósanngjarnt forskot með því að samþykkja staðla sem aðrir markaðsaðilar hefðu ekki aðgang að. Þar með byggju Landsbankinn og Íslandsbanki við lægri arðsemiskröfur en aðrir íslenskir bankar sem væru í einkaeigu. Bankasýsla ríkisins njóti sjálfstæðis Fram kemur í tilkynningu frá ESA að stofnunin hafi nú lokað málinu. Arion banki hélt því fram að með því að gera ekki kröfu um að ríkisbankarnir tveir myndu skila arðsemi eigin fjár, sem er mæld með því að deila hagnaði eftir skatta með eigin fé, í samræmi við markaðskjör væri ríkið að veita ríkisbönkunum ígildi ríkisaðstoðar. Að sögn ESA bendir ekkert til að Bankasýsla ríkisins, sem fer með eignarhluti ríkisins í bönkunum tveimur, hafi sett þeim kröfur um arðsemi eigin fjár sem væru lægri en gengur og gerist hjá öðrum einkareknum bönkum á EES-svæðinu. Sömuleiðis hafi frumrannsókn leitt í ljós að ekkert benti til annars en að Bankasýsla ríkisins starfi sjálfstætt gagnvart fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Að mati ESA er ekkert sem færir sönnun fyrir fullyrðingum Arion banka um að Landsbankinn og Íslandsbanki hafi hlotið ólögmæta ríkisaðstoð. ESA hefur því lokað málinu,“ segir í tilkynningu frá eftirlitsstofnuninni.
Íslenskir bankar Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira