„Ekki skera niður framtíðina okkar“ Isabel Alejandra Diaz skrifar 17. nóvember 2021 07:31 Í dag, 17. nóvember, er alþjóðlegur dagur stúdenta. Í tilefni þess taka evrópskir stúdentar höndum saman og kalla eftir sanngjarnri og viðunandi fjárfestingu stjórnvalda í menntun undir yfirskriftinni Don’t cut our future. Samstúdentar okkar í Evrópu eru að hrópa sömu skilaboð og við; það þarf raunverulega að fjárfesta í háskólastiginu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá árinu 2017 var boðað til stórsóknar í menntamálum, enda er öflugt menntakerfi talið forsenda framfara og kjarni nýsköpunar til framtíðar. Ríkisstjórnin setti sér tvö markmið hvað varðar fjárframlög til háskólastigsins. Annars vegar að fjármögnun háskólastigsins næði meðaltali OECD ríkjanna fyrir árið 2020 og hins vegar meðaltali Norðurlandanna árið 2025. Þó fyrra markmiðið hafi náðst hefur Háskóli Íslands til að mynda bent á að fjármögnun háskólans stendur enn langt að baki fjármögnun sambærilegra háskóla á Norðurlöndunum og að brýnt sé að grípa til markvissra aðgerða strax, þannig að hægt sé að ná seinna markmiðinu fyrir árið 2025. Samkvæmt árstölum sem fram komu á ársfundi Háskóla Íslands 2021, eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því 37% minna en nemendur á Norðurlöndunum. Heildartekjur á ársnema 2019 (Háskóli Íslands í samanburði við hin Norðurlöndin) Gerð er krafa til menntakerfisins að sérhæfa einstaklinga til að takast á við samfélagslegar áskoranir, öðla færni og þekkingu, og stuðla að sjálfbærri framtíð. Slíkar kröfur eiga ekki rétt á sér nema þeim fylgi öruggar fjárveitingar til menntastofnana. Fjárlög fyrir árið 2021 gerðu ráð fyrir auknu fjármagni til háskólastigsins, sem mátti rekja til faraldursins og áherslu stjórnvalda á að menntun kæmi okkur úr veirukreppunni. Það var áríðandi aðgerð til að tryggja gæði náms sem og getu til að sinna fjölgun nemenda með fullnægjandi móti. Hins vegar er lykilatriði að auknar fjárveitingar séu ekki einungis tímabundnar, heldur fyrst og fremst til að styrkja menntakerfið okkar til frambúðar. Það er forsenda þess að háskólar geti sinnt grunnstarfsemi sinni. Háskóli Íslands hefur áunnið sér sæti meðal fremstu háskóla á alþjóðavísu en til þess að hann geti verið samkeppnishæfur á því sviði verður að styrkja innviði hans og skapa honum sérstöðu, þannig að hann geti verið leiðandi í kennslu og rannsóknarstarfsemi. Þó að hann sé sjálfstæð stofnun, er hann ríkisrekinn og er það beinlínis á ábyrgð stjórnvalda að fjárframlögin séu til staðar. Þess má einnig geta, hvað varðar opinbera háskólamenntun sérstaklega, að fyrirkomulag fjárveitinga hérlendis er þannig að einkareknir háskólar fá sama framlag og opinberir háskólar til viðbótar við skólagjöldin sem þeir innheimta. Aftur á móti, virðist fyrirkomulagið í flestum samanburðarríkjum vera þannig að sértekjur vegna skólagjalda einkarekinna háskóla dragist a.m.k. að hluta til frá fjárveitingu hins opinbera. Slík ráðstöfun er bæði hagkvæm, þar sem þá losnar um fjármagn sem hægt er að nýta til að vinna að ákveðnum verkefnum, og sanngjörn gagnvart opinberu háskólunum sem ekki hafa sértekjumöguleika vegna skólagjaldanna. Stúdentar í Evrópu standa saman og kalla á stjórnvöld Evrópuríkja að fjárfesta í háskólastiginu. Á Íslandi þarf áþreifanleg stórsókn í menntun að eiga sér stað með því að endurskoða fjárframlög til opinbera háskóla af miklum þunga og tryggja samkeppnishæfni þeirra, samfélaginu öllu til hagsbóta. Nýr stjórnarsáttmáli fer að líta dagsins ljós og vonast Stúdentaráð til þess að háskólastigið sé þar sett í forgang. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í háskólaráði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Isabel Alejandra Díaz Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 17. nóvember, er alþjóðlegur dagur stúdenta. Í tilefni þess taka evrópskir stúdentar höndum saman og kalla eftir sanngjarnri og viðunandi fjárfestingu stjórnvalda í menntun undir yfirskriftinni Don’t cut our future. Samstúdentar okkar í Evrópu eru að hrópa sömu skilaboð og við; það þarf raunverulega að fjárfesta í háskólastiginu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá árinu 2017 var boðað til stórsóknar í menntamálum, enda er öflugt menntakerfi talið forsenda framfara og kjarni nýsköpunar til framtíðar. Ríkisstjórnin setti sér tvö markmið hvað varðar fjárframlög til háskólastigsins. Annars vegar að fjármögnun háskólastigsins næði meðaltali OECD ríkjanna fyrir árið 2020 og hins vegar meðaltali Norðurlandanna árið 2025. Þó fyrra markmiðið hafi náðst hefur Háskóli Íslands til að mynda bent á að fjármögnun háskólans stendur enn langt að baki fjármögnun sambærilegra háskóla á Norðurlöndunum og að brýnt sé að grípa til markvissra aðgerða strax, þannig að hægt sé að ná seinna markmiðinu fyrir árið 2025. Samkvæmt árstölum sem fram komu á ársfundi Háskóla Íslands 2021, eru heildartekjur háskóla á ársnema á Norðurlöndunum að meðaltali 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi aðeins 2,9 milljónir. Nemendur á Íslandi fá því 37% minna en nemendur á Norðurlöndunum. Heildartekjur á ársnema 2019 (Háskóli Íslands í samanburði við hin Norðurlöndin) Gerð er krafa til menntakerfisins að sérhæfa einstaklinga til að takast á við samfélagslegar áskoranir, öðla færni og þekkingu, og stuðla að sjálfbærri framtíð. Slíkar kröfur eiga ekki rétt á sér nema þeim fylgi öruggar fjárveitingar til menntastofnana. Fjárlög fyrir árið 2021 gerðu ráð fyrir auknu fjármagni til háskólastigsins, sem mátti rekja til faraldursins og áherslu stjórnvalda á að menntun kæmi okkur úr veirukreppunni. Það var áríðandi aðgerð til að tryggja gæði náms sem og getu til að sinna fjölgun nemenda með fullnægjandi móti. Hins vegar er lykilatriði að auknar fjárveitingar séu ekki einungis tímabundnar, heldur fyrst og fremst til að styrkja menntakerfið okkar til frambúðar. Það er forsenda þess að háskólar geti sinnt grunnstarfsemi sinni. Háskóli Íslands hefur áunnið sér sæti meðal fremstu háskóla á alþjóðavísu en til þess að hann geti verið samkeppnishæfur á því sviði verður að styrkja innviði hans og skapa honum sérstöðu, þannig að hann geti verið leiðandi í kennslu og rannsóknarstarfsemi. Þó að hann sé sjálfstæð stofnun, er hann ríkisrekinn og er það beinlínis á ábyrgð stjórnvalda að fjárframlögin séu til staðar. Þess má einnig geta, hvað varðar opinbera háskólamenntun sérstaklega, að fyrirkomulag fjárveitinga hérlendis er þannig að einkareknir háskólar fá sama framlag og opinberir háskólar til viðbótar við skólagjöldin sem þeir innheimta. Aftur á móti, virðist fyrirkomulagið í flestum samanburðarríkjum vera þannig að sértekjur vegna skólagjalda einkarekinna háskóla dragist a.m.k. að hluta til frá fjárveitingu hins opinbera. Slík ráðstöfun er bæði hagkvæm, þar sem þá losnar um fjármagn sem hægt er að nýta til að vinna að ákveðnum verkefnum, og sanngjörn gagnvart opinberu háskólunum sem ekki hafa sértekjumöguleika vegna skólagjaldanna. Stúdentar í Evrópu standa saman og kalla á stjórnvöld Evrópuríkja að fjárfesta í háskólastiginu. Á Íslandi þarf áþreifanleg stórsókn í menntun að eiga sér stað með því að endurskoða fjárframlög til opinbera háskóla af miklum þunga og tryggja samkeppnishæfni þeirra, samfélaginu öllu til hagsbóta. Nýr stjórnarsáttmáli fer að líta dagsins ljós og vonast Stúdentaráð til þess að háskólastigið sé þar sett í forgang. Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í háskólaráði Háskóla Íslands.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun