Svarti sauðurinn í íþróttum Helga María Guðmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 11:30 Orkudrykkir er samheiti yfir drykki sem innihalda koffín. Þetta er villandi nafn þar sem orkudrykkir innihalda ekki endilega orkuefni, það er kolvetni, fitusýrur og/eða prótein. Rétt nafn fyrir orkudrykki ætti í raun að vera örvunardrykkir, en það hljómar ekki jafn vel, þetta er allt markaðssetning. Orkudrykkir eru ekki heilsuvara og eiga ekki að vera tengdir við íþróttir. Íþróttir efla líkama og sál og styrka okkur að innan sem utan. Orkudrykki gefa okkur aðeins tímabundna örvun en aðrar afleiðingar af neyslu orkudrykkja geta t.d. verið svefnerfiðleikar, hjartsláttatruflanir, hækkaður blóðþrýstingur, svimi og kvíði. Listinn er lengri og eru börn í sérstakum áhættuhópi þegar það kemur að neikvæðum áhrifum orkudrykkja þar sem þau eru viðkvæmari fyrir áhrifum koffíns. Það ætti enginn að vera að eyða peningunum sínum í vöru sem hefur jafn neikvæð áhrif á heilsuna og raun ber vitni. Afhverju eru þessir drykkir þá að seljast í svona miklu magni? Vandamálið er að fólk festist í vítahring. Það fær sér orkudrykk yfir daginn því það er svo þreytt, nær síðan ekki að sofna þar sem koffín hefur örvandi áhrif. Vakir of lengi, svefninn verður því of lítill, svefngæði léleg og síðan vaknar það þreytt og endurtekur leikinn. Góður nætursvefn er eitt af grunnþörfum okkar sem einstaklingar. Við eigum það til að hrósa okkur fyrir mikla vinnu og köllum okkur dugleg þegar við höfum margt á okkar könnu, þegar við eigum að vera að hrósa okkur fyrir að hugsa vel um okkur, fyrir að fara snemma að sofa og ná góðum nætursvefni. Góður nætursvefn er grunnurinn að góðri andlegri- og líkamlegri líðan og eykur lífsgæði. Á sama tíma hefur svefnleysi neikvæð áhrif á bæði líkamlega- og geðræna heilsu. Athyglin og ónæmiskerfið skerðist og svefnleysi eykur líkur á háum blóðþrýstingi, sykursýki, offitu, þunglyndi, kvíða, minnistruflunum og hjartaáfalli. Í búðum í dag er til meira úrval af orkudrykkjum en við höfum af brauði. Litríkar umbúðir heilla barnsaugað og eru einnig bragðbættir til að höfða til sem flestra. Drykkirnir eru notaðir til að draga úr þreytu, en börn þurfa ekki örvandi efni til að draga úr þreytu, þau þurfa góða hvíld og nægan nætusvefn. Aðeins 40.3% barna í 8. – 10. bekk meta að þau fái nægan svefn á virkum dögum en þau þurfa 8-10 tíma svefn á sólarhring. Vandamál unglinga í dag er meðal annars svefnleysi og kvíði, orkudrykkir hafa neikvæð áhrif á bæði og er ein mesta ógn gegn heilsu barna í dag. Það að tengja orkudrykki við betri árangur í íþróttum er í raun fráleitt. Íþróttir og hreyfing vinna gegn kvíða og hefur jákvæð áhrif á félagslega-, líkamlega- og andlega heilsu. Með aukinni hreyfingu fáum við aukna vellíðan og sofum betur. Orkudrykkir eru aðeins örvandi efni og hafa engin gagnleg áhrif fyrir börn en nóg af skaðlegum áhrifum. Þar sem orkudrykkir eru nánast komnir í stað svaladrykkja hjá börnum er einnig mikil hætta á því að þau blandi síðar áfengi saman við örvandi drykki. Rannsóknir sýna að einstaklingar drekka fleiri einingar af áfengi ef það er blandað út í orkudrykki. Þeir sem búa til orkudrykki hafa verið mjög góðir í markaðssetningu, þeir sem framleiða RedBull, Monster og Nocco eru syndandi í seðlum eins og Jóakim aðalönd. Við hin þurfum að lesa innihaldið og ákveða hvort við viljum styrkja þessa starfsemi sem hefur neikvæð áhrif á okkur eða drekka ókeypis, hreint og svalandi vatnið okkar sem við á Íslandi eru svo heppin að hafa ótakmarkaðan aðgang að. Höfundur er hjúkrunar- og fjölmiðlafræðingur. Heimildir Gutiérrez-Hellín, J. og Varillas-Delgado, D. (2012). Energy Drinks and Sports Performance, Cardiovascular Risk, and Genetic Associations; Future Prospects. Nutrients. 13(3), 715 Irwin, M., R. (2015). Why sleep is improtant for health: a psychoneuroimmunology perspective. Annual review of psychology. 66, 143-172. Powers, G. og Berger, L. (2020). Alcohol mixed with energy drinks: Expectancies of use and alcohol-related negative consequences among a young adult sample. Addictive Behaviors Reports. Rannsóknir og Greining (2021). Ungt fólk 2021. Sótt 30. Október 2021 af https://rannsoknir.is/wp-content/uploads/2021/06/8_10_Landid-2.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkudrykkir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Orkudrykkir er samheiti yfir drykki sem innihalda koffín. Þetta er villandi nafn þar sem orkudrykkir innihalda ekki endilega orkuefni, það er kolvetni, fitusýrur og/eða prótein. Rétt nafn fyrir orkudrykki ætti í raun að vera örvunardrykkir, en það hljómar ekki jafn vel, þetta er allt markaðssetning. Orkudrykkir eru ekki heilsuvara og eiga ekki að vera tengdir við íþróttir. Íþróttir efla líkama og sál og styrka okkur að innan sem utan. Orkudrykki gefa okkur aðeins tímabundna örvun en aðrar afleiðingar af neyslu orkudrykkja geta t.d. verið svefnerfiðleikar, hjartsláttatruflanir, hækkaður blóðþrýstingur, svimi og kvíði. Listinn er lengri og eru börn í sérstakum áhættuhópi þegar það kemur að neikvæðum áhrifum orkudrykkja þar sem þau eru viðkvæmari fyrir áhrifum koffíns. Það ætti enginn að vera að eyða peningunum sínum í vöru sem hefur jafn neikvæð áhrif á heilsuna og raun ber vitni. Afhverju eru þessir drykkir þá að seljast í svona miklu magni? Vandamálið er að fólk festist í vítahring. Það fær sér orkudrykk yfir daginn því það er svo þreytt, nær síðan ekki að sofna þar sem koffín hefur örvandi áhrif. Vakir of lengi, svefninn verður því of lítill, svefngæði léleg og síðan vaknar það þreytt og endurtekur leikinn. Góður nætursvefn er eitt af grunnþörfum okkar sem einstaklingar. Við eigum það til að hrósa okkur fyrir mikla vinnu og köllum okkur dugleg þegar við höfum margt á okkar könnu, þegar við eigum að vera að hrósa okkur fyrir að hugsa vel um okkur, fyrir að fara snemma að sofa og ná góðum nætursvefni. Góður nætursvefn er grunnurinn að góðri andlegri- og líkamlegri líðan og eykur lífsgæði. Á sama tíma hefur svefnleysi neikvæð áhrif á bæði líkamlega- og geðræna heilsu. Athyglin og ónæmiskerfið skerðist og svefnleysi eykur líkur á háum blóðþrýstingi, sykursýki, offitu, þunglyndi, kvíða, minnistruflunum og hjartaáfalli. Í búðum í dag er til meira úrval af orkudrykkjum en við höfum af brauði. Litríkar umbúðir heilla barnsaugað og eru einnig bragðbættir til að höfða til sem flestra. Drykkirnir eru notaðir til að draga úr þreytu, en börn þurfa ekki örvandi efni til að draga úr þreytu, þau þurfa góða hvíld og nægan nætusvefn. Aðeins 40.3% barna í 8. – 10. bekk meta að þau fái nægan svefn á virkum dögum en þau þurfa 8-10 tíma svefn á sólarhring. Vandamál unglinga í dag er meðal annars svefnleysi og kvíði, orkudrykkir hafa neikvæð áhrif á bæði og er ein mesta ógn gegn heilsu barna í dag. Það að tengja orkudrykki við betri árangur í íþróttum er í raun fráleitt. Íþróttir og hreyfing vinna gegn kvíða og hefur jákvæð áhrif á félagslega-, líkamlega- og andlega heilsu. Með aukinni hreyfingu fáum við aukna vellíðan og sofum betur. Orkudrykkir eru aðeins örvandi efni og hafa engin gagnleg áhrif fyrir börn en nóg af skaðlegum áhrifum. Þar sem orkudrykkir eru nánast komnir í stað svaladrykkja hjá börnum er einnig mikil hætta á því að þau blandi síðar áfengi saman við örvandi drykki. Rannsóknir sýna að einstaklingar drekka fleiri einingar af áfengi ef það er blandað út í orkudrykki. Þeir sem búa til orkudrykki hafa verið mjög góðir í markaðssetningu, þeir sem framleiða RedBull, Monster og Nocco eru syndandi í seðlum eins og Jóakim aðalönd. Við hin þurfum að lesa innihaldið og ákveða hvort við viljum styrkja þessa starfsemi sem hefur neikvæð áhrif á okkur eða drekka ókeypis, hreint og svalandi vatnið okkar sem við á Íslandi eru svo heppin að hafa ótakmarkaðan aðgang að. Höfundur er hjúkrunar- og fjölmiðlafræðingur. Heimildir Gutiérrez-Hellín, J. og Varillas-Delgado, D. (2012). Energy Drinks and Sports Performance, Cardiovascular Risk, and Genetic Associations; Future Prospects. Nutrients. 13(3), 715 Irwin, M., R. (2015). Why sleep is improtant for health: a psychoneuroimmunology perspective. Annual review of psychology. 66, 143-172. Powers, G. og Berger, L. (2020). Alcohol mixed with energy drinks: Expectancies of use and alcohol-related negative consequences among a young adult sample. Addictive Behaviors Reports. Rannsóknir og Greining (2021). Ungt fólk 2021. Sótt 30. Október 2021 af https://rannsoknir.is/wp-content/uploads/2021/06/8_10_Landid-2.pdf
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun