Svarti sauðurinn í íþróttum Helga María Guðmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 11:30 Orkudrykkir er samheiti yfir drykki sem innihalda koffín. Þetta er villandi nafn þar sem orkudrykkir innihalda ekki endilega orkuefni, það er kolvetni, fitusýrur og/eða prótein. Rétt nafn fyrir orkudrykki ætti í raun að vera örvunardrykkir, en það hljómar ekki jafn vel, þetta er allt markaðssetning. Orkudrykkir eru ekki heilsuvara og eiga ekki að vera tengdir við íþróttir. Íþróttir efla líkama og sál og styrka okkur að innan sem utan. Orkudrykki gefa okkur aðeins tímabundna örvun en aðrar afleiðingar af neyslu orkudrykkja geta t.d. verið svefnerfiðleikar, hjartsláttatruflanir, hækkaður blóðþrýstingur, svimi og kvíði. Listinn er lengri og eru börn í sérstakum áhættuhópi þegar það kemur að neikvæðum áhrifum orkudrykkja þar sem þau eru viðkvæmari fyrir áhrifum koffíns. Það ætti enginn að vera að eyða peningunum sínum í vöru sem hefur jafn neikvæð áhrif á heilsuna og raun ber vitni. Afhverju eru þessir drykkir þá að seljast í svona miklu magni? Vandamálið er að fólk festist í vítahring. Það fær sér orkudrykk yfir daginn því það er svo þreytt, nær síðan ekki að sofna þar sem koffín hefur örvandi áhrif. Vakir of lengi, svefninn verður því of lítill, svefngæði léleg og síðan vaknar það þreytt og endurtekur leikinn. Góður nætursvefn er eitt af grunnþörfum okkar sem einstaklingar. Við eigum það til að hrósa okkur fyrir mikla vinnu og köllum okkur dugleg þegar við höfum margt á okkar könnu, þegar við eigum að vera að hrósa okkur fyrir að hugsa vel um okkur, fyrir að fara snemma að sofa og ná góðum nætursvefni. Góður nætursvefn er grunnurinn að góðri andlegri- og líkamlegri líðan og eykur lífsgæði. Á sama tíma hefur svefnleysi neikvæð áhrif á bæði líkamlega- og geðræna heilsu. Athyglin og ónæmiskerfið skerðist og svefnleysi eykur líkur á háum blóðþrýstingi, sykursýki, offitu, þunglyndi, kvíða, minnistruflunum og hjartaáfalli. Í búðum í dag er til meira úrval af orkudrykkjum en við höfum af brauði. Litríkar umbúðir heilla barnsaugað og eru einnig bragðbættir til að höfða til sem flestra. Drykkirnir eru notaðir til að draga úr þreytu, en börn þurfa ekki örvandi efni til að draga úr þreytu, þau þurfa góða hvíld og nægan nætusvefn. Aðeins 40.3% barna í 8. – 10. bekk meta að þau fái nægan svefn á virkum dögum en þau þurfa 8-10 tíma svefn á sólarhring. Vandamál unglinga í dag er meðal annars svefnleysi og kvíði, orkudrykkir hafa neikvæð áhrif á bæði og er ein mesta ógn gegn heilsu barna í dag. Það að tengja orkudrykki við betri árangur í íþróttum er í raun fráleitt. Íþróttir og hreyfing vinna gegn kvíða og hefur jákvæð áhrif á félagslega-, líkamlega- og andlega heilsu. Með aukinni hreyfingu fáum við aukna vellíðan og sofum betur. Orkudrykkir eru aðeins örvandi efni og hafa engin gagnleg áhrif fyrir börn en nóg af skaðlegum áhrifum. Þar sem orkudrykkir eru nánast komnir í stað svaladrykkja hjá börnum er einnig mikil hætta á því að þau blandi síðar áfengi saman við örvandi drykki. Rannsóknir sýna að einstaklingar drekka fleiri einingar af áfengi ef það er blandað út í orkudrykki. Þeir sem búa til orkudrykki hafa verið mjög góðir í markaðssetningu, þeir sem framleiða RedBull, Monster og Nocco eru syndandi í seðlum eins og Jóakim aðalönd. Við hin þurfum að lesa innihaldið og ákveða hvort við viljum styrkja þessa starfsemi sem hefur neikvæð áhrif á okkur eða drekka ókeypis, hreint og svalandi vatnið okkar sem við á Íslandi eru svo heppin að hafa ótakmarkaðan aðgang að. Höfundur er hjúkrunar- og fjölmiðlafræðingur. Heimildir Gutiérrez-Hellín, J. og Varillas-Delgado, D. (2012). Energy Drinks and Sports Performance, Cardiovascular Risk, and Genetic Associations; Future Prospects. Nutrients. 13(3), 715 Irwin, M., R. (2015). Why sleep is improtant for health: a psychoneuroimmunology perspective. Annual review of psychology. 66, 143-172. Powers, G. og Berger, L. (2020). Alcohol mixed with energy drinks: Expectancies of use and alcohol-related negative consequences among a young adult sample. Addictive Behaviors Reports. Rannsóknir og Greining (2021). Ungt fólk 2021. Sótt 30. Október 2021 af https://rannsoknir.is/wp-content/uploads/2021/06/8_10_Landid-2.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkudrykkir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Orkudrykkir er samheiti yfir drykki sem innihalda koffín. Þetta er villandi nafn þar sem orkudrykkir innihalda ekki endilega orkuefni, það er kolvetni, fitusýrur og/eða prótein. Rétt nafn fyrir orkudrykki ætti í raun að vera örvunardrykkir, en það hljómar ekki jafn vel, þetta er allt markaðssetning. Orkudrykkir eru ekki heilsuvara og eiga ekki að vera tengdir við íþróttir. Íþróttir efla líkama og sál og styrka okkur að innan sem utan. Orkudrykki gefa okkur aðeins tímabundna örvun en aðrar afleiðingar af neyslu orkudrykkja geta t.d. verið svefnerfiðleikar, hjartsláttatruflanir, hækkaður blóðþrýstingur, svimi og kvíði. Listinn er lengri og eru börn í sérstakum áhættuhópi þegar það kemur að neikvæðum áhrifum orkudrykkja þar sem þau eru viðkvæmari fyrir áhrifum koffíns. Það ætti enginn að vera að eyða peningunum sínum í vöru sem hefur jafn neikvæð áhrif á heilsuna og raun ber vitni. Afhverju eru þessir drykkir þá að seljast í svona miklu magni? Vandamálið er að fólk festist í vítahring. Það fær sér orkudrykk yfir daginn því það er svo þreytt, nær síðan ekki að sofna þar sem koffín hefur örvandi áhrif. Vakir of lengi, svefninn verður því of lítill, svefngæði léleg og síðan vaknar það þreytt og endurtekur leikinn. Góður nætursvefn er eitt af grunnþörfum okkar sem einstaklingar. Við eigum það til að hrósa okkur fyrir mikla vinnu og köllum okkur dugleg þegar við höfum margt á okkar könnu, þegar við eigum að vera að hrósa okkur fyrir að hugsa vel um okkur, fyrir að fara snemma að sofa og ná góðum nætursvefni. Góður nætursvefn er grunnurinn að góðri andlegri- og líkamlegri líðan og eykur lífsgæði. Á sama tíma hefur svefnleysi neikvæð áhrif á bæði líkamlega- og geðræna heilsu. Athyglin og ónæmiskerfið skerðist og svefnleysi eykur líkur á háum blóðþrýstingi, sykursýki, offitu, þunglyndi, kvíða, minnistruflunum og hjartaáfalli. Í búðum í dag er til meira úrval af orkudrykkjum en við höfum af brauði. Litríkar umbúðir heilla barnsaugað og eru einnig bragðbættir til að höfða til sem flestra. Drykkirnir eru notaðir til að draga úr þreytu, en börn þurfa ekki örvandi efni til að draga úr þreytu, þau þurfa góða hvíld og nægan nætusvefn. Aðeins 40.3% barna í 8. – 10. bekk meta að þau fái nægan svefn á virkum dögum en þau þurfa 8-10 tíma svefn á sólarhring. Vandamál unglinga í dag er meðal annars svefnleysi og kvíði, orkudrykkir hafa neikvæð áhrif á bæði og er ein mesta ógn gegn heilsu barna í dag. Það að tengja orkudrykki við betri árangur í íþróttum er í raun fráleitt. Íþróttir og hreyfing vinna gegn kvíða og hefur jákvæð áhrif á félagslega-, líkamlega- og andlega heilsu. Með aukinni hreyfingu fáum við aukna vellíðan og sofum betur. Orkudrykkir eru aðeins örvandi efni og hafa engin gagnleg áhrif fyrir börn en nóg af skaðlegum áhrifum. Þar sem orkudrykkir eru nánast komnir í stað svaladrykkja hjá börnum er einnig mikil hætta á því að þau blandi síðar áfengi saman við örvandi drykki. Rannsóknir sýna að einstaklingar drekka fleiri einingar af áfengi ef það er blandað út í orkudrykki. Þeir sem búa til orkudrykki hafa verið mjög góðir í markaðssetningu, þeir sem framleiða RedBull, Monster og Nocco eru syndandi í seðlum eins og Jóakim aðalönd. Við hin þurfum að lesa innihaldið og ákveða hvort við viljum styrkja þessa starfsemi sem hefur neikvæð áhrif á okkur eða drekka ókeypis, hreint og svalandi vatnið okkar sem við á Íslandi eru svo heppin að hafa ótakmarkaðan aðgang að. Höfundur er hjúkrunar- og fjölmiðlafræðingur. Heimildir Gutiérrez-Hellín, J. og Varillas-Delgado, D. (2012). Energy Drinks and Sports Performance, Cardiovascular Risk, and Genetic Associations; Future Prospects. Nutrients. 13(3), 715 Irwin, M., R. (2015). Why sleep is improtant for health: a psychoneuroimmunology perspective. Annual review of psychology. 66, 143-172. Powers, G. og Berger, L. (2020). Alcohol mixed with energy drinks: Expectancies of use and alcohol-related negative consequences among a young adult sample. Addictive Behaviors Reports. Rannsóknir og Greining (2021). Ungt fólk 2021. Sótt 30. Október 2021 af https://rannsoknir.is/wp-content/uploads/2021/06/8_10_Landid-2.pdf
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun