Innlent

Flestir við­bragðs­aðilar hafa þegar fengið þriðja skammt

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Byrjað verður að bólusetja almenning með örvunarskammti gegn Covid-19 á mánudag. 
Byrjað verður að bólusetja almenning með örvunarskammti gegn Covid-19 á mánudag.  Vísir/Vilhelm

Viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar fengið örvunarskammt af bóluefni gegn Covid-19 eða klára það á mánudag að sögn yfirlögregluþjóns. Byrjað verður að bjóða almenningi upp á þriðja skammt bóluefnis á mánudag.

Örvunarbólusetningar gegn Covid-19 hefjast á mánudag og standa til 8. desember. Á höfuðborgarsvæðinu fara þær fram á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum í Laugardalshöll.

Örvunarskammtarnir eru ætlaðir þeim sem þegar eru bólusettir og fengu annan skammt efnisins fyrir að minnsta kosti fimm mánuðum. Fólk fær boð með strikamerki sem sent verður í SMS-skilaboðum. Um 160 þúsund manns um land allt verða boðaðir í örvunarbólusetningu fyrir áramót.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mælir með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis. 

Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn llögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir flesta viðbragðsaðila þegar hafa fengið örvunarskammtVísir/Vilhelm

Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn á lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir flesta viðbragðsaðila þegar hafa fengið örvunarskammt eða fái það á næstu dögum.

„Við erum eiginlega að ljúka við eða ljúkum á mánudag bólusetningum fyrir viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu. Þá er ég að tala um lögreglu, slökkvilið, neyðarlínuna og fangelsismálastofnun. Þannig að aldrei þessu vant erum við á aðeins á undan flæðinu en eftir þannig að við erum bara vel sett,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson.


Tengdar fréttir

„Það er mat manna að það skipti máli að sýna sam­stöðu“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.