Evrópa, hreyfingin og endurreisnin Drífa Snædal skrifar 12. nóvember 2021 13:30 Kórónuveiran hefur nú nýja innreið sína víða um heim og enn sér ekki fyrir áhrifin á bæði heilsu og efnahag. Á vettvangi ETUC (Evrópusamtaka verkalýðshreyfingarinnar) í vikunni var framtíðin eftir COVID rædd. Hver efnahagslegu áhrifin væru, hvaða hópar væru í viðkvæmustu stöðunni og hvaða sértæku lausnir þyrfti að finna. Um alla álfuna hefur verkalýðshreyfingin leikið stórt hlutverk í að tryggja afkomu og öryggi vinnandi fólks en það er ekki síður mikilvægt hlutverk að sjá til þess að eftirleikurinn verði ekki til þess að auka á ójöfnuð og veikja réttindi og öryggisnet almennings. Stundum er sagt að fjármagnseigendur láti aldrei hjá líða að nýta góða kreppu. Þetta á við núna líka á Íslandi, í Evrópu og um heim allan. Baráttan fram undan mun snúast um að koma í veg fyrir uppgang ótryggra ráðningarsambanda, verktakavinnu, verkefnaráðningar, lausráðningar og allra þessara ólíku forma sem nýtt eru til að skerða laun og réttindi fólks. Öll þessi frávik frá því eðlilega, frávik sem gera fólki erfitt fyrir að skipuleggja framtíðina og búa við afkomuöryggi eru skref aftur á bak fyrir launafólk. Á Íslandi er minna um ótrygg ráðningarsambönd en víðast annars staðar og gerði það okkur kleift að grípa hratt og örugglega inn í þegar gripið var til takmarkanna vegna veirunnar, með launum í sóttkví, atvinnuleysisbótum og hlutabótaleið. Öll slík úrræði verða erfiðari og snúnari þegar vinnumarkaðurinn er óskipulagðari. Og þá fellur fleira fólk milli skips og bryggju, sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir allt samfélagið. Í ræðu minni á ETUC þinginu fjallaði ég um annað stórt mál sem vinnandi fólk og almenningur stendur frammi fyrir og það er ógnin af niðurskurði, sölu almenningseigna eða stórfelldum skattahækkunum og gjaldtöku á almenning. Þegar skuldir vaxa jafn hratt og síðustu misseri sjá fjármagnseigendur sér leik á borði og banka uppá hjá stjórnvöldum með fulla vasa fjár og bjóðast til að bjarga málum með því að kaupa eignir eða taka yfir þjónustu sem á að vera samfélagsþjónusta á vegum hins opinbera. Í þessu felst ævinlega áskrift af framlögum frá hinu opinbera eða einstaklingum, til dæmis í formi leigu eða gjaldtöku. Þetta lærðum við af síðasta hruni og mörg Evrópulönd hafa ekki borið sitt efnahagslega barr eftir stefnu niðurskurðar og einkavæðingar. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í miðri kreppu er mikilvægt en jafnvel mikilvægara í eftirleiknum. Að standa vörð um velferðarkerfin okkar, skipulag vinnumarkaðarins og möguleika fólks til tryggrar framfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kórónuveiran hefur nú nýja innreið sína víða um heim og enn sér ekki fyrir áhrifin á bæði heilsu og efnahag. Á vettvangi ETUC (Evrópusamtaka verkalýðshreyfingarinnar) í vikunni var framtíðin eftir COVID rædd. Hver efnahagslegu áhrifin væru, hvaða hópar væru í viðkvæmustu stöðunni og hvaða sértæku lausnir þyrfti að finna. Um alla álfuna hefur verkalýðshreyfingin leikið stórt hlutverk í að tryggja afkomu og öryggi vinnandi fólks en það er ekki síður mikilvægt hlutverk að sjá til þess að eftirleikurinn verði ekki til þess að auka á ójöfnuð og veikja réttindi og öryggisnet almennings. Stundum er sagt að fjármagnseigendur láti aldrei hjá líða að nýta góða kreppu. Þetta á við núna líka á Íslandi, í Evrópu og um heim allan. Baráttan fram undan mun snúast um að koma í veg fyrir uppgang ótryggra ráðningarsambanda, verktakavinnu, verkefnaráðningar, lausráðningar og allra þessara ólíku forma sem nýtt eru til að skerða laun og réttindi fólks. Öll þessi frávik frá því eðlilega, frávik sem gera fólki erfitt fyrir að skipuleggja framtíðina og búa við afkomuöryggi eru skref aftur á bak fyrir launafólk. Á Íslandi er minna um ótrygg ráðningarsambönd en víðast annars staðar og gerði það okkur kleift að grípa hratt og örugglega inn í þegar gripið var til takmarkanna vegna veirunnar, með launum í sóttkví, atvinnuleysisbótum og hlutabótaleið. Öll slík úrræði verða erfiðari og snúnari þegar vinnumarkaðurinn er óskipulagðari. Og þá fellur fleira fólk milli skips og bryggju, sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir allt samfélagið. Í ræðu minni á ETUC þinginu fjallaði ég um annað stórt mál sem vinnandi fólk og almenningur stendur frammi fyrir og það er ógnin af niðurskurði, sölu almenningseigna eða stórfelldum skattahækkunum og gjaldtöku á almenning. Þegar skuldir vaxa jafn hratt og síðustu misseri sjá fjármagnseigendur sér leik á borði og banka uppá hjá stjórnvöldum með fulla vasa fjár og bjóðast til að bjarga málum með því að kaupa eignir eða taka yfir þjónustu sem á að vera samfélagsþjónusta á vegum hins opinbera. Í þessu felst ævinlega áskrift af framlögum frá hinu opinbera eða einstaklingum, til dæmis í formi leigu eða gjaldtöku. Þetta lærðum við af síðasta hruni og mörg Evrópulönd hafa ekki borið sitt efnahagslega barr eftir stefnu niðurskurðar og einkavæðingar. Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í miðri kreppu er mikilvægt en jafnvel mikilvægara í eftirleiknum. Að standa vörð um velferðarkerfin okkar, skipulag vinnumarkaðarins og möguleika fólks til tryggrar framfærslu. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun