Fórnarkostnaður verðmætasköpunar Nanna Hermannsdóttir og Isabel Alejandra Diaz skrifa 8. nóvember 2021 09:30 Ákvörðun um að skrá sig í nám snýst að mörgu leyti um fórnarkostnað. Raunin er auðvitað ekki sú að þeir sem hyggja á nám setjist niður og setji upp excel-skjal með kostnaðar- og ábatagreiningu en mörg þurfa þó að taka afstöðu til þeirra áhrifa sem það hefur á fjárhaginn að fara í nám og fresta þar með þátttöku á vinnumarkaði. Ákvörðunin um að fara í nám snýst um að fresta því að vinna sér inn tekjur, stytta starfsævina og jafnvel að bera byrði námslána að námi loknu. Það er því eðlileg krafa að laun háskólamenntaðra endurspegli þennan fórnarkostnað en einnig þá þekkingu sem öðlast í námi. Sú þekking skilar sér til samfélagsins, eykur lífskjör, samkeppnishæfni og verðmætasköpun þjóðarinnar. Samkvæmt skýrslu kjaratölfræðinefndar hefur kaupmáttur háskólamenntaðra aukist minna en kaupmáttur annarra hópa frá 2019 en þessa þróun má rekja til markmiðs Lífskjarasamningsins um að hækka sérstaklega lægstu laun. Það er að sjálfsögðu mikilvægt og löngu tímabært skref í átt að jöfnuði að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Að sama skapi kann framtíðarnámsfólk að staldra við og spyrja sig hver hvatinn sé til þess að sækja sér frekari menntun. Það er margt sem þarf að bæta ef auka á hvata til náms. Frá sjónarhóli stúdentahreyfingarinnar er ljóst að endurskoða þarf þau félagslegu kerfi sem eiga að styðja við stúdenta á meðan á námi stendur. Þar eru áherslur Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi lykilmál. Ber þar fyrst að nefna kröfuna um að stúdentum skuli tryggður réttur til atvinnuleysisbóta á ný eins og öðru vinnandi fólki. Það er jafnréttismál að stúdentar geti sótt sér þann rétt sem það ávinnur sér með þátttöku á vinnumarkað og greiðslu í atvinnuleysistryggingasjóð. Jafnframt þarf viðhorfsbreytingu stjórnenda Menntasjóðs námsmanna og stjórnvalda gagnvart stúdentum og bindur Stúdentaráð vonir við að næsta ríkissstjórn taki alvarlega þeirri endurskoðun á nýjum lánasjóðslögum sem boðuð eru í lögum fyrir lok haustþings 2023. Þessir þættir og fjöldi annarra valda því að stúdentar búa við fjárhagslegt óöryggi og eru aðstæður margra þannig að einn tannlæknatími getur sett fjárhaginn úr skorðum. Einnig er brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um að þrátt fyrir að atvinnuástandið sé að batna er erfitt að segja til um hvernig ungt fólk mun fóta sig á vinnumarkaði. Fjöldi rannsókna hafa sýnt að það að hefja starfsævina í eða í kjölfar kreppu getur haft veruleg neikvæð áhrif til frambúðar þar sem fyrstu skrefin á vinnumarkaði hafa yfirleitt mikil áhrif um framtíðartækifæri og þar með ævitekjur fólks. Þá ber að hafa það að forgangsmáli að launamunur kynjanna sé tekinn föstum tökum. Áðurnefnd skýrsla Kjaratölfræðinefndar undirstrikar enn frekar að launamunur kynjanna sé enn viðvarandi vandamál. Þótt dregið hafi bæði úr leiðréttum og óleiðréttum launamun kynjanna mælist hann enn nokkur. Kynbundin skipting vinnumarkaðarins, þ.e. að konur og karlar séu í mismunandi störfum og atvinnugreinum, skýrir að miklu leyti þennan launamun. Sú skipting endurspeglast í þeirri skiptingu sem enn er að finna innan menntastofnana landsins. Undanfarin ár hafa konur verið í miklum meirihluta í háskólanámi og hefur hlutfall þeirra við Háskóla Íslands verið um 70%. Skiptingin eftir fræðasviðum og deildum er þar sterk vísbending um lárétta kynjaskiptingu vinnumarkaðar en konur eru mun fleiri í helstu heilbrigðisvísindum og menntavísindum en einnig félagsvísindum, á meðan leikurinn er jafnari í hugvísindum og karlar fleiri í verkfræði- og náttúruvísindum. Ennfremur er vert að vekja athygli á að hlutfall starfandi kvenna í námi hefur einnig mælst hærra en hlutfall starfandi karla. Frá aldamótum hefur hlutfall kvenna sem vinna samhliða námi aukist en á sama tíma hafa réttindi stúdenta á vinnumarkaði verið skert. Það er því eðlilegt að velta því upp hvort að afnám félagslegra réttinda á meðan á námi stendur bitni frekar á konum og hvort sú birtingarmynd kynjamisréttis skili sér út á vinnumarkaðinn. Það er því verulegt hagsmunamál fyrir stúdenta að ráðist verði í aðgerðir til þess draga úr launamuni kynjanna og hefur Stúdentaráð lýst yfir stuðningi sínum við tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa. Það er tími til komin að samfélagið viðurkenni að sú þekking sem fæst með menntun sé til hagsbóta fyrir samfélagið allt en jafnframt að það að mennta sig feli í sér kostnað fyrir einstaklinginn. Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar því á næstu ríkisstjórn að fjárfesta í ungu fólki og setja menntakerfið í forgang. Höfundar eru forseti og verkefnastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Háskólar Isabel Alejandra Díaz Nanna Hermannsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Ákvörðun um að skrá sig í nám snýst að mörgu leyti um fórnarkostnað. Raunin er auðvitað ekki sú að þeir sem hyggja á nám setjist niður og setji upp excel-skjal með kostnaðar- og ábatagreiningu en mörg þurfa þó að taka afstöðu til þeirra áhrifa sem það hefur á fjárhaginn að fara í nám og fresta þar með þátttöku á vinnumarkaði. Ákvörðunin um að fara í nám snýst um að fresta því að vinna sér inn tekjur, stytta starfsævina og jafnvel að bera byrði námslána að námi loknu. Það er því eðlileg krafa að laun háskólamenntaðra endurspegli þennan fórnarkostnað en einnig þá þekkingu sem öðlast í námi. Sú þekking skilar sér til samfélagsins, eykur lífskjör, samkeppnishæfni og verðmætasköpun þjóðarinnar. Samkvæmt skýrslu kjaratölfræðinefndar hefur kaupmáttur háskólamenntaðra aukist minna en kaupmáttur annarra hópa frá 2019 en þessa þróun má rekja til markmiðs Lífskjarasamningsins um að hækka sérstaklega lægstu laun. Það er að sjálfsögðu mikilvægt og löngu tímabært skref í átt að jöfnuði að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Að sama skapi kann framtíðarnámsfólk að staldra við og spyrja sig hver hvatinn sé til þess að sækja sér frekari menntun. Það er margt sem þarf að bæta ef auka á hvata til náms. Frá sjónarhóli stúdentahreyfingarinnar er ljóst að endurskoða þarf þau félagslegu kerfi sem eiga að styðja við stúdenta á meðan á námi stendur. Þar eru áherslur Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi lykilmál. Ber þar fyrst að nefna kröfuna um að stúdentum skuli tryggður réttur til atvinnuleysisbóta á ný eins og öðru vinnandi fólki. Það er jafnréttismál að stúdentar geti sótt sér þann rétt sem það ávinnur sér með þátttöku á vinnumarkað og greiðslu í atvinnuleysistryggingasjóð. Jafnframt þarf viðhorfsbreytingu stjórnenda Menntasjóðs námsmanna og stjórnvalda gagnvart stúdentum og bindur Stúdentaráð vonir við að næsta ríkissstjórn taki alvarlega þeirri endurskoðun á nýjum lánasjóðslögum sem boðuð eru í lögum fyrir lok haustþings 2023. Þessir þættir og fjöldi annarra valda því að stúdentar búa við fjárhagslegt óöryggi og eru aðstæður margra þannig að einn tannlæknatími getur sett fjárhaginn úr skorðum. Einnig er brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um að þrátt fyrir að atvinnuástandið sé að batna er erfitt að segja til um hvernig ungt fólk mun fóta sig á vinnumarkaði. Fjöldi rannsókna hafa sýnt að það að hefja starfsævina í eða í kjölfar kreppu getur haft veruleg neikvæð áhrif til frambúðar þar sem fyrstu skrefin á vinnumarkaði hafa yfirleitt mikil áhrif um framtíðartækifæri og þar með ævitekjur fólks. Þá ber að hafa það að forgangsmáli að launamunur kynjanna sé tekinn föstum tökum. Áðurnefnd skýrsla Kjaratölfræðinefndar undirstrikar enn frekar að launamunur kynjanna sé enn viðvarandi vandamál. Þótt dregið hafi bæði úr leiðréttum og óleiðréttum launamun kynjanna mælist hann enn nokkur. Kynbundin skipting vinnumarkaðarins, þ.e. að konur og karlar séu í mismunandi störfum og atvinnugreinum, skýrir að miklu leyti þennan launamun. Sú skipting endurspeglast í þeirri skiptingu sem enn er að finna innan menntastofnana landsins. Undanfarin ár hafa konur verið í miklum meirihluta í háskólanámi og hefur hlutfall þeirra við Háskóla Íslands verið um 70%. Skiptingin eftir fræðasviðum og deildum er þar sterk vísbending um lárétta kynjaskiptingu vinnumarkaðar en konur eru mun fleiri í helstu heilbrigðisvísindum og menntavísindum en einnig félagsvísindum, á meðan leikurinn er jafnari í hugvísindum og karlar fleiri í verkfræði- og náttúruvísindum. Ennfremur er vert að vekja athygli á að hlutfall starfandi kvenna í námi hefur einnig mælst hærra en hlutfall starfandi karla. Frá aldamótum hefur hlutfall kvenna sem vinna samhliða námi aukist en á sama tíma hafa réttindi stúdenta á vinnumarkaði verið skert. Það er því eðlilegt að velta því upp hvort að afnám félagslegra réttinda á meðan á námi stendur bitni frekar á konum og hvort sú birtingarmynd kynjamisréttis skili sér út á vinnumarkaðinn. Það er því verulegt hagsmunamál fyrir stúdenta að ráðist verði í aðgerðir til þess draga úr launamuni kynjanna og hefur Stúdentaráð lýst yfir stuðningi sínum við tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa. Það er tími til komin að samfélagið viðurkenni að sú þekking sem fæst með menntun sé til hagsbóta fyrir samfélagið allt en jafnframt að það að mennta sig feli í sér kostnað fyrir einstaklinginn. Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar því á næstu ríkisstjórn að fjárfesta í ungu fólki og setja menntakerfið í forgang. Höfundar eru forseti og verkefnastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar