Viðskipti innlent

Kon­ráð yfir­gefur Við­skipta­ráð

Eiður Þór Árnason skrifar
Konráð S. Guðjónsson, fráfarandi aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Konráð S. Guðjónsson, fráfarandi aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/Frosti

Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, mun hætta hjá samtökunum snemma á næsta ári. 

Kon­ráð hef­ur starfað sem hag­fræðing­ur ráðsins frá árs­byrj­un 2018 og tók við af Kristrúnu Frostadóttur, núverandi þingmanni Samfylkingarinnar. Hann bætti svo við sig aðstoðarframkvæmdastöðunni þann 1. júlí í fyrra. 

Konráð greinir frá vistaskiptunum í færslu á Facebook-síðu sinni í dag en gefur ekkert upp um það hvert ferðinni er heitið næst. 

Hann starfaði áður sem sér­fræð­ingur í grein­ing­ar­deild Arion banka og um hríð sem hag­fræð­ingur á skrif­stofu for­set­ans í Tansan­íu. Einnig hefur Konráð unnið hjá Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands og sem starfs­nemi hjá Þró­un­ar­sam­vinnu­stofnun í Úganda.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.