Fá 381 milljóna fjármögnun og vilja verða McDonald's rafhlaupahjólanna Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2021 09:02 (F.v) Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, Ægir Giraldo Þorsteinsson, Kjartan Örn Ólafsson, Ragnar Þór Valgeirsson, Eiríkur Heiðar Nilsson, Árni Blöndal og Eyþór Máni Steinarsson. Aðsend Hopp hefur tryggt 381 milljóna króna fjármögnun frá Brunni vaxtarsjóði II. Stefnir íslenska rafskútufélagið nú á frekari útrás á erlenda markaði með sérleyfum (e. franchise). Félagið gerir sérleyfishöfum kleift að reka deilirafskútuleigu á sínu heimasvæði. Á tveimur árum er Hopp búið að opna ellefu sérleyfi í þremur löndum með rúmlega 2.300 rafskútum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en hlutafjáraukningunni er ætlað að flýta fyrir vexti þess, fyrst og fremst með því að efla sölu- og markaðssetningu erlendis. Áformar félagið að opna á 100 stöðum innan tveggja ára. „Okkar markmið er að gera fyrir rafskútur það sem McDonalds gerði fyrir hamborgarann. Við viljum færa þessa tækni til minni borga þar sem er óplægður akur og fá heimamenn með okkur í lið. Við viljum deilihagkerfisvæða ferðavenjur fólks,” segir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp, í tilkynningu. Hopp er búið að opna ellefu sérleyfi í þremur löndum.Aðsend Vilja hraða vexti erlendis Öll starfsemi Hopp á Íslandi fer fram án notkunar jarðefnaeldsneytis og gerir félagið þessa sömu kröfu til rekstraraðila erlendis, ásamt öðrum umhverfis- og öryggiskröfum. „Við erum að fjárfesta í breyttum umhverfisvænni ferðavenjum og deilihagkerfinu því það er framtíðin. Við teljum stórt tækifæri felast í aðferðafræði og mikilli þekkingu Hopp teymisins. Með myndarlegri fjárfestingu Brunns getur félagið hraðað vexti sínum erlendis”, segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures og nýr stjórnarmaður Hopp ehf. Hopp hefur rekið þjónustu sína hérlendis frá árinu 2019 og var stofnað af íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Aranja. Stofnendur Aranja eru Ægir Giraldo Þorsteinsson, Eiríkur Heiðar Nilsson og Ragnar Þór Valgeirsson. Þeir hafa meðal annars starfað fyrir Google, Facebook og Stanford háskóla. Hugbúnaður Hopp hefur unnið til íslensku vefverðlaunanna og telur nú um 170.000 notendur. Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20 Klóra sér í hausnum eftir nóttina og fiska eftir svörum Viðskiptavinir rafskútuleigunnar Hopp vissu ekki á hvaðan á sig stóð veðrið þegar þeir sáu dauða fiska á sex mismunandi farartækjum. Málið hefur vakið mikla athygli á meðal forvitinna netverja sem leita nú að veraldlegum skýringum. 13. ágúst 2021 15:15 Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46 Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Fleiri fréttir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Sjá meira
Félagið gerir sérleyfishöfum kleift að reka deilirafskútuleigu á sínu heimasvæði. Á tveimur árum er Hopp búið að opna ellefu sérleyfi í þremur löndum með rúmlega 2.300 rafskútum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en hlutafjáraukningunni er ætlað að flýta fyrir vexti þess, fyrst og fremst með því að efla sölu- og markaðssetningu erlendis. Áformar félagið að opna á 100 stöðum innan tveggja ára. „Okkar markmið er að gera fyrir rafskútur það sem McDonalds gerði fyrir hamborgarann. Við viljum færa þessa tækni til minni borga þar sem er óplægður akur og fá heimamenn með okkur í lið. Við viljum deilihagkerfisvæða ferðavenjur fólks,” segir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp, í tilkynningu. Hopp er búið að opna ellefu sérleyfi í þremur löndum.Aðsend Vilja hraða vexti erlendis Öll starfsemi Hopp á Íslandi fer fram án notkunar jarðefnaeldsneytis og gerir félagið þessa sömu kröfu til rekstraraðila erlendis, ásamt öðrum umhverfis- og öryggiskröfum. „Við erum að fjárfesta í breyttum umhverfisvænni ferðavenjum og deilihagkerfinu því það er framtíðin. Við teljum stórt tækifæri felast í aðferðafræði og mikilli þekkingu Hopp teymisins. Með myndarlegri fjárfestingu Brunns getur félagið hraðað vexti sínum erlendis”, segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures og nýr stjórnarmaður Hopp ehf. Hopp hefur rekið þjónustu sína hérlendis frá árinu 2019 og var stofnað af íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Aranja. Stofnendur Aranja eru Ægir Giraldo Þorsteinsson, Eiríkur Heiðar Nilsson og Ragnar Þór Valgeirsson. Þeir hafa meðal annars starfað fyrir Google, Facebook og Stanford háskóla. Hugbúnaður Hopp hefur unnið til íslensku vefverðlaunanna og telur nú um 170.000 notendur.
Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20 Klóra sér í hausnum eftir nóttina og fiska eftir svörum Viðskiptavinir rafskútuleigunnar Hopp vissu ekki á hvaðan á sig stóð veðrið þegar þeir sáu dauða fiska á sex mismunandi farartækjum. Málið hefur vakið mikla athygli á meðal forvitinna netverja sem leita nú að veraldlegum skýringum. 13. ágúst 2021 15:15 Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46 Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Fleiri fréttir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Sjá meira
Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20
Klóra sér í hausnum eftir nóttina og fiska eftir svörum Viðskiptavinir rafskútuleigunnar Hopp vissu ekki á hvaðan á sig stóð veðrið þegar þeir sáu dauða fiska á sex mismunandi farartækjum. Málið hefur vakið mikla athygli á meðal forvitinna netverja sem leita nú að veraldlegum skýringum. 13. ágúst 2021 15:15
Alveg galin hugmynd að fara að banna Hopp um helgar vegna fyllerís Framkvæmdastjóri Hopp, stærsta rafskútufyrirtækis á landinu, telur „alveg galið“ að fara að banna rafskútur um helgar til þess að forðast slys vegna ölvunar. Sú hugmynd var sett fram í nýrri skýrslu um umferðaröryggi sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg. 22. júní 2021 16:46