Gefa út afmælisútgáfu af fyrstu plötunni með tveimur aukalögum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 16:31 Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf út sína fyrstu breiðskífu fyrir tíu árum síðan. Aðsent Það eru liðin tíu ár síðan Of Monsters and Men sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, My Head Is an Animal. Af því tilefni er komin út sérstök afmælisútgáfa af plötunni. Afmælisútgáfan byggir á upprunalegu íslensku útgáfunni sem hafði annan lagalista en sú útgáfa sem kom út á heimsvísu. Að auki eru tvö ný áður óútkomin lög. My Head Is an Animal (10th Anniversary Edition) er komin út á streymisveitum en vegleg vínyl útgáfa plötunnar kemur út á næsta ári. Myndbandið við lagið „Phantom“ má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Eins og áður sagði eru tvö ný lög á þessari afmælisútgáfu. Það eru lögin „Phantom“ og „Sugar In a Bowl“. Þó svo lögin séu ný hljóðrituð og hafi ekki komið út áður þá eru þau ekki ný fyrir hljómsveitinni. „Phantom“ var fyrst flutt á Músíktilraunum árið 2010 og má því ætla að það sé eitt þeirra laga sem tryggði þeim sigur þar. Þá var „Sugar In a Bowl“ einnig samið fyrir meira en tíu árum síðan en aldrei hljóðritað. Til að fagna þessum marka áfanga ætla Of Monsters and Men að halda tónleika í Gamla Bíói dagana 9. - 12. nóvember. Um er að ræða einstakan viðburð þar sem aðdáendum Of Monsters and Men gefst færi á að sjá sveitina á litlum en einum flottasta tónleikastað landsins. Það er ekki á hverjum degi sem Of Monsters and Men spilar á svo litlum tónleikastöðum en það var einmitt í Gamla Bíói sem sveitin spilaði á Músíktilraunum og hélt síðar útgáfutónleikana fyrir My Head Is an Animal. Sveitin mun flytja My Head Is an Animal í heild sinni ásamt vel valin lög af öðrum plötum. Upphitun verður í höndum Lay Low (9. nóv), Mugison (10. nóv), Salóme Katrín (11. nóv) og Supersport (12. nóv). Enn má nálgast miða á aukatónleikana í Gamla Bíói á Tix.is Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Afmælisútgáfan byggir á upprunalegu íslensku útgáfunni sem hafði annan lagalista en sú útgáfa sem kom út á heimsvísu. Að auki eru tvö ný áður óútkomin lög. My Head Is an Animal (10th Anniversary Edition) er komin út á streymisveitum en vegleg vínyl útgáfa plötunnar kemur út á næsta ári. Myndbandið við lagið „Phantom“ má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Eins og áður sagði eru tvö ný lög á þessari afmælisútgáfu. Það eru lögin „Phantom“ og „Sugar In a Bowl“. Þó svo lögin séu ný hljóðrituð og hafi ekki komið út áður þá eru þau ekki ný fyrir hljómsveitinni. „Phantom“ var fyrst flutt á Músíktilraunum árið 2010 og má því ætla að það sé eitt þeirra laga sem tryggði þeim sigur þar. Þá var „Sugar In a Bowl“ einnig samið fyrir meira en tíu árum síðan en aldrei hljóðritað. Til að fagna þessum marka áfanga ætla Of Monsters and Men að halda tónleika í Gamla Bíói dagana 9. - 12. nóvember. Um er að ræða einstakan viðburð þar sem aðdáendum Of Monsters and Men gefst færi á að sjá sveitina á litlum en einum flottasta tónleikastað landsins. Það er ekki á hverjum degi sem Of Monsters and Men spilar á svo litlum tónleikastöðum en það var einmitt í Gamla Bíói sem sveitin spilaði á Músíktilraunum og hélt síðar útgáfutónleikana fyrir My Head Is an Animal. Sveitin mun flytja My Head Is an Animal í heild sinni ásamt vel valin lög af öðrum plötum. Upphitun verður í höndum Lay Low (9. nóv), Mugison (10. nóv), Salóme Katrín (11. nóv) og Supersport (12. nóv). Enn má nálgast miða á aukatónleikana í Gamla Bíói á Tix.is
Tónlist Of Monsters and Men Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“