Sjálfbærniupplýsingagjöf og strandaðar eignir Eva Margrét Ævarsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 12:31 Á síðustu árum hafa kröfur til sjálfbærniupplýsingagjafar fyrirtækja aukist, einkum frá fjárfestum. Ein af ástæðum þess er að þær áhættur sem fyrirtæki standa frammi fyrir hafa verið að taka breytingum og fjárfestar að átta sig á fjárhagslegum afleiðingum þessara breytinga. Athyglin beinist nú einkum að loftslagstengdum áhættum en afleiðingar heimsfaraldursins hafa einnig leitt í ljós nýjar áhættur. Fjárfestar þurfa því að fá betri upplýsingar um sjálfbærniáhættur fyrirtækja, hvort regluleg áhættugreining eigi sér stað og hvernig fyrirtæki stýri þessari áhættu. Krafa um gegnsæi hefur aukist. Hvaða upplýsingar skipta máli? Sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja er nú einn af þeim þáttum sem skoðaðir eru við mat á því hvort fjárfesta eigi í fyrirtæki. Þetta geta bæði verið upplýsingar sem fyrirtækin birta sjálf í sjálfbærniskýrslum en einnig upplýsingar sem aflað er með öðrum hætti. Mikilvægisgreiningum er beitt en þær eru nýttar til að skoða hvort fyrirtæki séu að vinna með og upplýsa um sjálfbærniþætti sem skipta máli fyrir starfsemi þess. Slíkar greiningar geta gefið góða mynd af því hvort fyrirtæki séu að leggja áherslu á þá þætti sem skipta máli í sjálfbærnivinnu þeirra og jafnvel hvort eignum í eignasafni þeirra bíði þau örlög að stranda – þ.e. verða verðlausar vegna tækniframfara. Núverandi framkvæmd Ýmis íslensk fyrirtæki hafa birt sjálfbærniupplýsingar á síðustu árum, mörg þeirra hafa hafið þá vinnu í tengslum við skyldu til að uppfylla ákvæði ársreikningalaga um ófjárhagslega upplýsingagjöf. Sú skylda var leidd í lög í tengslum við innleiðingu tilskipunar frá Evrópusambandinu árið 2016. Ákvæðið er nokkuð opið og fyrirtækjum gefinn breiður rammi um upplýsingagjöfina. Ýmis viðmið og staðlar hafa þróast sem fyrirtæki hafa getað valið um til að nýta við upplýsingagjöf sína. Þannig hafa fyrirtæki hér á landi ýmist notað staðla Global Reporting Initiative (GRI), UFS viðmið Nasdaq og/eða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Enn fleiri viðmið og staðlar eru til og hafa verið í þróun síðustu ár og hafa t.d. meðmæli TCFD um upplýsingagjöf í tengslum við loftslagsmál verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Breytingar á upplýsingagjöf með nýjum reglum ESB Nýlega kynnti ESB drög að breytingum á tilskipuninni sem endurspegla auknar kröfur og breyttar áherslur. Helstu breytingar sem hin nýja tilskipun leggur til eru eftirfarandi: Fjölgun fyrirtækja sem falla undir reglurnar (úr 11.000 í 49.000 fyrirtæki). Innleitt er hugtakið tvöföld mikilvægisgreining. Það felur í sér að fyrirtæki skuli birta upplýsingar um hvernig sjálfbærniþættir geta haft áhrif á fyrirtækið (áhrif inn á við) og upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að skilja áhrif fyrirtækisins á umhverfi sitt og samfélag (áhrif út á við). Fyrirtæki skulu birta sjálfbærniupplýsingar í samræmi við nýja sjálfbærnistaðla ESB. EFRAG, Evrópsk ráðgjafarnefnd um reikningsskil, hefur hafið vinnu við gerð slíkra staðla. Hefur verið gefið út að stórum fyrirtækjum verði skylt að nýta staðlana við upplýsingagjöf sína. Tekið verður mið af þeim stöðlum sem fyrirtæki hafa verið að nýta, t.d. GRI, Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og meðmæli TCFD, en hinir nýju staðlar munu einnig nýta flokkunarreglugerð ESB (e. EU taxonomy) og reglugerð um sjálfbærniupplýsingagjöf í fjármálageiranum (báðar bíða innleiðingar hér á landi). Staðfesting (e. assurance) þriðja aðila á áreiðanleika upplýsinganna verður skylda. Enn á eftir að koma í ljós hversu ítarleg slík staðfesting verður og er almennt ekki reiknað með að hún sé jafn ítarleg og endurskoðun fjárhagslegra upplýsinga. Sjálfbærniupplýsingarnar skulu vera hluti af skýrslu stjórnar en ekki í sérstakri sjálfbærniskýrslu (eins og nú er heimilt). Sjálfbærni- og fjárhagsupplýsingar skulu því birtar á sama tíma. Upplýsingarnar skulu jafnframt vera vél-læsilegar (e. machine readable) og hægt að mata þær inn í evrópskan gagnagrunn (European Single Access point). Mikil vinna og samráð á sér nú stað við þróun og aðlögun reglnanna. Markmiðið er m.a. að bæta upplýsingagjöf fyrirtækja þannig að fullnægjandi upplýsingar um sjálfbærniáhættur þeirra séu fyrir hendi, auðvelda samanburð slíkra upplýsinga og gera þær aðgengilegar. Höfundur leiðir ráðgjöf í sjálfbærni hjá LEX Lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa kröfur til sjálfbærniupplýsingagjafar fyrirtækja aukist, einkum frá fjárfestum. Ein af ástæðum þess er að þær áhættur sem fyrirtæki standa frammi fyrir hafa verið að taka breytingum og fjárfestar að átta sig á fjárhagslegum afleiðingum þessara breytinga. Athyglin beinist nú einkum að loftslagstengdum áhættum en afleiðingar heimsfaraldursins hafa einnig leitt í ljós nýjar áhættur. Fjárfestar þurfa því að fá betri upplýsingar um sjálfbærniáhættur fyrirtækja, hvort regluleg áhættugreining eigi sér stað og hvernig fyrirtæki stýri þessari áhættu. Krafa um gegnsæi hefur aukist. Hvaða upplýsingar skipta máli? Sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja er nú einn af þeim þáttum sem skoðaðir eru við mat á því hvort fjárfesta eigi í fyrirtæki. Þetta geta bæði verið upplýsingar sem fyrirtækin birta sjálf í sjálfbærniskýrslum en einnig upplýsingar sem aflað er með öðrum hætti. Mikilvægisgreiningum er beitt en þær eru nýttar til að skoða hvort fyrirtæki séu að vinna með og upplýsa um sjálfbærniþætti sem skipta máli fyrir starfsemi þess. Slíkar greiningar geta gefið góða mynd af því hvort fyrirtæki séu að leggja áherslu á þá þætti sem skipta máli í sjálfbærnivinnu þeirra og jafnvel hvort eignum í eignasafni þeirra bíði þau örlög að stranda – þ.e. verða verðlausar vegna tækniframfara. Núverandi framkvæmd Ýmis íslensk fyrirtæki hafa birt sjálfbærniupplýsingar á síðustu árum, mörg þeirra hafa hafið þá vinnu í tengslum við skyldu til að uppfylla ákvæði ársreikningalaga um ófjárhagslega upplýsingagjöf. Sú skylda var leidd í lög í tengslum við innleiðingu tilskipunar frá Evrópusambandinu árið 2016. Ákvæðið er nokkuð opið og fyrirtækjum gefinn breiður rammi um upplýsingagjöfina. Ýmis viðmið og staðlar hafa þróast sem fyrirtæki hafa getað valið um til að nýta við upplýsingagjöf sína. Þannig hafa fyrirtæki hér á landi ýmist notað staðla Global Reporting Initiative (GRI), UFS viðmið Nasdaq og/eða Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Enn fleiri viðmið og staðlar eru til og hafa verið í þróun síðustu ár og hafa t.d. meðmæli TCFD um upplýsingagjöf í tengslum við loftslagsmál verið að ryðja sér til rúms víða um heim. Breytingar á upplýsingagjöf með nýjum reglum ESB Nýlega kynnti ESB drög að breytingum á tilskipuninni sem endurspegla auknar kröfur og breyttar áherslur. Helstu breytingar sem hin nýja tilskipun leggur til eru eftirfarandi: Fjölgun fyrirtækja sem falla undir reglurnar (úr 11.000 í 49.000 fyrirtæki). Innleitt er hugtakið tvöföld mikilvægisgreining. Það felur í sér að fyrirtæki skuli birta upplýsingar um hvernig sjálfbærniþættir geta haft áhrif á fyrirtækið (áhrif inn á við) og upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að skilja áhrif fyrirtækisins á umhverfi sitt og samfélag (áhrif út á við). Fyrirtæki skulu birta sjálfbærniupplýsingar í samræmi við nýja sjálfbærnistaðla ESB. EFRAG, Evrópsk ráðgjafarnefnd um reikningsskil, hefur hafið vinnu við gerð slíkra staðla. Hefur verið gefið út að stórum fyrirtækjum verði skylt að nýta staðlana við upplýsingagjöf sína. Tekið verður mið af þeim stöðlum sem fyrirtæki hafa verið að nýta, t.d. GRI, Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og meðmæli TCFD, en hinir nýju staðlar munu einnig nýta flokkunarreglugerð ESB (e. EU taxonomy) og reglugerð um sjálfbærniupplýsingagjöf í fjármálageiranum (báðar bíða innleiðingar hér á landi). Staðfesting (e. assurance) þriðja aðila á áreiðanleika upplýsinganna verður skylda. Enn á eftir að koma í ljós hversu ítarleg slík staðfesting verður og er almennt ekki reiknað með að hún sé jafn ítarleg og endurskoðun fjárhagslegra upplýsinga. Sjálfbærniupplýsingarnar skulu vera hluti af skýrslu stjórnar en ekki í sérstakri sjálfbærniskýrslu (eins og nú er heimilt). Sjálfbærni- og fjárhagsupplýsingar skulu því birtar á sama tíma. Upplýsingarnar skulu jafnframt vera vél-læsilegar (e. machine readable) og hægt að mata þær inn í evrópskan gagnagrunn (European Single Access point). Mikil vinna og samráð á sér nú stað við þróun og aðlögun reglnanna. Markmiðið er m.a. að bæta upplýsingagjöf fyrirtækja þannig að fullnægjandi upplýsingar um sjálfbærniáhættur þeirra séu fyrir hendi, auðvelda samanburð slíkra upplýsinga og gera þær aðgengilegar. Höfundur leiðir ráðgjöf í sjálfbærni hjá LEX Lögmannsstofu.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar