Barátta Sólveigar Gunnar Karl Ólafsson skrifar 1. nóvember 2021 14:30 Þegar Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörinn formaður Eflingar í mars 2018 þá urðu ákveðin kaflaskil í verkalýðshreyfingunni. Áður en ég byrjaði að starfa innan hreyfingarinnar þá var ég með ofnæmi fyrir gagnrýni á hana, aðallega vegna þess að það var talað niður til hennar á ómálefnalegan hátt “Kelling sem er klikkuð“ og er ég enn með ofnæmi fyrir slíkri gagnrýni. Hún kom með ferskan blæ inn í umræðuna og skerpti á umræðunni fyrstu árin. Mikilvægasti punkturinn frá henni finnst mér að við eigum að hætta að láta láglaunafólk mæta afgangi. Mikið hefur gengið á innan Eflingar, SGS og ASÍ síðan Sólveig tók við. Hún hefur í raun náð gríðarlegum árangri í að ná langflestum á móti sér þar sem að það kemur ekkert til greina annað en henni finnst, samvinnuviljinn er enginn. Ekki innan hreyfingarinnar né við ríkið og aðila vinnumarkaðarins, það er bylting í gangi hjá Sólveigu og hún ætlar alls ekki ekki að hlusta á neinn. Það að samskipti við þessa aðila eru ekki komin í algert frostmark má þakka helst formanni ASÍ, Drífu Snædal. Ef ekki væri fyrir hana er ég viss um að við værum mikið verr stödd en við erum í dag. Sólveig setur starfsfólki sínu afarkosti á starfsmannafundi föstudaginn síðastliðin. „Þið skuluð taka þetta til baka opinberlega eða ég hætti“. Maður veltir fyrir sér hvort að hún hafi engar áhyggjur af þessari bókun trúnaðarmanna, áhyggjur af þessari upplifun starfsfólksins, sem starfsfólkið stendur við eftir þennan farsa hjá Sólveigu. Þetta er líka nánast allt starfsfólk sem að hún hefur ráðið. Af 58 starfsmönnum þá eru einungis 6 eftir af starfsfólkinu sem unnu hjá Eflingu þegar hún tók við. Hvers vegna neitar hún að horfa í eigin barm? Hvers vegna tekur hún ekki yfirlýsingar starfsmanna Eflingar alvarlega, hlustar á þær og reynir að bæta úr. Ef að allir eru orðnir hálfvitar í kringum þig ert þú þá kannski ekki hálfvitinn? Yfirlýsing hennar er ömurleg kveðja til starfsfólks Eflingar og sýnir algert áhugaleysi á samvinnu, og stuðningsyfirlýsing stjórnar og varaformanns er putti í andlitið á starfsfólki. Starfsfólki sem langaði að laga þessa þætti innanhúss en það var ekki í boði. Vanþakklætið algert og ýjað að því að þetta hafi verið planað af utanaðkomandi öflum. Ef að þetta væri annað félag utan hreyfingarinnar væru öll helstu andlit hreyfingarinnar búin að fordæma svona vinnubrögð hátt og snjallt. Það má því segja að barátta Sólveigar endaði með sjálfsmarki. Það birtir vonandi til hjá Eflingu á komandi mánuðum, með nýjan formann sem leitar leiða til að samstilla Eflingu í þeirri baráttu sem er fram undan. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörinn formaður Eflingar í mars 2018 þá urðu ákveðin kaflaskil í verkalýðshreyfingunni. Áður en ég byrjaði að starfa innan hreyfingarinnar þá var ég með ofnæmi fyrir gagnrýni á hana, aðallega vegna þess að það var talað niður til hennar á ómálefnalegan hátt “Kelling sem er klikkuð“ og er ég enn með ofnæmi fyrir slíkri gagnrýni. Hún kom með ferskan blæ inn í umræðuna og skerpti á umræðunni fyrstu árin. Mikilvægasti punkturinn frá henni finnst mér að við eigum að hætta að láta láglaunafólk mæta afgangi. Mikið hefur gengið á innan Eflingar, SGS og ASÍ síðan Sólveig tók við. Hún hefur í raun náð gríðarlegum árangri í að ná langflestum á móti sér þar sem að það kemur ekkert til greina annað en henni finnst, samvinnuviljinn er enginn. Ekki innan hreyfingarinnar né við ríkið og aðila vinnumarkaðarins, það er bylting í gangi hjá Sólveigu og hún ætlar alls ekki ekki að hlusta á neinn. Það að samskipti við þessa aðila eru ekki komin í algert frostmark má þakka helst formanni ASÍ, Drífu Snædal. Ef ekki væri fyrir hana er ég viss um að við værum mikið verr stödd en við erum í dag. Sólveig setur starfsfólki sínu afarkosti á starfsmannafundi föstudaginn síðastliðin. „Þið skuluð taka þetta til baka opinberlega eða ég hætti“. Maður veltir fyrir sér hvort að hún hafi engar áhyggjur af þessari bókun trúnaðarmanna, áhyggjur af þessari upplifun starfsfólksins, sem starfsfólkið stendur við eftir þennan farsa hjá Sólveigu. Þetta er líka nánast allt starfsfólk sem að hún hefur ráðið. Af 58 starfsmönnum þá eru einungis 6 eftir af starfsfólkinu sem unnu hjá Eflingu þegar hún tók við. Hvers vegna neitar hún að horfa í eigin barm? Hvers vegna tekur hún ekki yfirlýsingar starfsmanna Eflingar alvarlega, hlustar á þær og reynir að bæta úr. Ef að allir eru orðnir hálfvitar í kringum þig ert þú þá kannski ekki hálfvitinn? Yfirlýsing hennar er ömurleg kveðja til starfsfólks Eflingar og sýnir algert áhugaleysi á samvinnu, og stuðningsyfirlýsing stjórnar og varaformanns er putti í andlitið á starfsfólki. Starfsfólki sem langaði að laga þessa þætti innanhúss en það var ekki í boði. Vanþakklætið algert og ýjað að því að þetta hafi verið planað af utanaðkomandi öflum. Ef að þetta væri annað félag utan hreyfingarinnar væru öll helstu andlit hreyfingarinnar búin að fordæma svona vinnubrögð hátt og snjallt. Það má því segja að barátta Sólveigar endaði með sjálfsmarki. Það birtir vonandi til hjá Eflingu á komandi mánuðum, með nýjan formann sem leitar leiða til að samstilla Eflingu í þeirri baráttu sem er fram undan. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar