Viðskipti erlent

Sam­þykktu fimm­tán prósenta lág­marks­skatt á fyrir­tæki

Samúel Karl Ólason skrifar
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron forseti Frakklands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Joe Biden forseti Bandaríkjanna eru meðal leiðtoga tuttugu stærstu hagkerfa heims.
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron forseti Frakklands, Angela Merkel kanslari Þýskalands og Joe Biden forseti Bandaríkjanna eru meðal leiðtoga tuttugu stærstu hagkerfa heims. AP/Stefan Rousseau

Leiðtogar tuttugu stærstu hagkerfa heims hafa lýst yfir stuðningi við áætlun um lágmarksskatt fyrirtækja á heimsvísu. Viðræður hafa staðið yfir um mánaða skeið en samkvæmt yfirlýsingu sem samþykkt var á G20-fundinum í Róm í dag á skatturinn að vera fimmtán prósent.

„Við komumst að sögulegu samkomulagi um sanngjarnara og skilvirkara alþjóðlegt skattkerfi,“ sagði Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, á fundinum í dag samkvæmt frétt Business Insider. Þar segir að samkomulaginu sé ætlað að snúa við áratugalangri þróun þar sem fyrirtækjaskattar hafa orðið lægri og lægri.

Samkomulagið hefur ekki verið formlega samþykkt en það verður hluti af yfirlýsingu fundarins sem skrifa á undir á morgun. Næsta skref er að hvert ríki fyrir sig þarf að gera samkomulagið að lögum. Reuters segir að markmiðið sé að það verði gert í öllum ríkjunum fyrir lok árs 2023.

Fréttaveitan hefur eftir einum úr sendinefnd Bandaríkjamanna að samkomulagið sé meira an skatta-samkomulag. Það sé verið að gera grundvallarbreytingar á heimslæga hagkerfinu. Sá sagði blaðamönnum að samkomulagið fæli í sér að færri störf yrðu flutt erlendis og tekjur ríkja myndu aukast.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×