„Við komumst að sögulegu samkomulagi um sanngjarnara og skilvirkara alþjóðlegt skattkerfi,“ sagði Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, á fundinum í dag samkvæmt frétt Business Insider. Þar segir að samkomulaginu sé ætlað að snúa við áratugalangri þróun þar sem fyrirtækjaskattar hafa orðið lægri og lægri.
Samkomulagið hefur ekki verið formlega samþykkt en það verður hluti af yfirlýsingu fundarins sem skrifa á undir á morgun. Næsta skref er að hvert ríki fyrir sig þarf að gera samkomulagið að lögum. Reuters segir að markmiðið sé að það verði gert í öllum ríkjunum fyrir lok árs 2023.
Fréttaveitan hefur eftir einum úr sendinefnd Bandaríkjamanna að samkomulagið sé meira an skatta-samkomulag. Það sé verið að gera grundvallarbreytingar á heimslæga hagkerfinu. Sá sagði blaðamönnum að samkomulagið fæli í sér að færri störf yrðu flutt erlendis og tekjur ríkja myndu aukast.