Saga vann sinn fyrsta leik á tímabilinu

Snorri Rafn Hallsson skrifar
Ármann vs. Saga

Hvorki Ármann né Saga hafa átt góðu gengi að fagna á tímabilinu. Í gærkvöldi átti Ármann þó möguleika á að tylla sér fyrir miðju stöðutöflunnar, en það var til mikils að vinna fyrir Sögu sem ekki hafði tekist að krækja sér í sigur á tímabilinu þrátt fyrir að hafa veitt bestu liðum deildarinnar talsverða viðspyrnu.

Liðin mættust í hinu sívinsæla Nuke korti sem bíður upp á marga möguleika bæði inni og úti. Saga vann hnífalotuna og valdi að senda Ármann beint í sóknina í hlutverk hryðjuverkamannanna. Saga bryddaði upp á gríðarlega sterkri byrjun og vann fyrstu þrjár loturnar á sannfærandi hátt. Ármann klóraði þá aðeins í bakkann og náði einni lotu þegar 7homsen hafði betur í lokaeinvíginu gegn brnr. Fátt var þó um góða fína drætti hjá Ármanni það sem eftir lifið leiks. Saga hafði fullkomna stjórn á kortinu og stilltu brnr og Criis upp þéttri vörn á innisvæðinu og náði Ármann til dæmis ekki að koma fyrir sprengju fyrr en í níundu lotu. Helsti veikleiki Sögu hingað til hefur verið að takast ekki að brydda upp á neinu nýju þegar andstæðingarnir komast upp á lagið með að stöðva aðgerðir þeirra. Það kom þó ekki til þess í gærkvöldi þar sem allt gekk upp. Ármann átti engin svör og tókst ekki að byggja upp þá stemningu sem liðið á það til að reiða sig á. Gæti þar munað um að Pallib0ndi er genginn til liðs við Dusty og Ofvirkur snúinn aftur í hans stað.

Staða í hálfleik: Ármann 3 - 12 Saga

Í síðari hálfleik setti Saga mikla pressu á vörn Ármanns og tókst í fjórum lotum að koma sprengjunni jafn oft fyrir og Ármanni tókst í 15. Saga vann fjórar lotur í röð, hratt og örugglega og náði sér því í sín fyrstu stig í deildinni.

Lokastaða: Ármann 3 - 15 Saga.

Loksins féllu hlutirnir með Sögu sem lék betur en nokkru sinni fyrr á öllum sviðum. Andinn í liðinu var góður og spurning hvort liðið sýni sömu takta í næsta leik sínum gegn Þórsurum næsta þriðjudag. Lið Ármanns hefur ekki ennþá fundið taktinn en næsta föstudag ræðst hvort liðið hleypir Kórdrengjum við hlið sér á stöðutöflunni eða ekki. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.


Tengdar fréttir

Vallea hafði betur í botnslagnum við Sögu

Þriðja umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO hófst í gær með viðureign Vallea og Sögu. Vallea hafði betur 16-11 og er því ekki lengur taplaust.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.