Lífið

Hanna Rún og Nikita í sjöunda sæti á heimsmeistaramótinu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Nikita og Hanna Rún kepptu fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu.
Nikita og Hanna Rún kepptu fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu. aÐSENT

Dansararnir Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev tóku þátt í heimsmeistaramótinu í dansi um helgina. Parið keppti í flokki atvinnumanna í latin-dönsum og enduðu þau í sjöunda sæti.

„Þetta voru 26 bestu pör í heimi, besta parið frá hverju landi,“ segir Hanna Rún í samtali við Vísi.  Mótið fór fram í Þýskalandi.

„Þetta var æði. Við byrjuðum að keppa 13:30 í fyrstu umferð og það voru svo valin 18 bestu til að keppa í næstu umferð síðan. Um klukkustund síðar voru topp 12 pörin valin, sem kepptu í undanúrslitum um kvöldið klukkan 20:00. “

Hjónin Hanna Rún og Nikita eru í hópi bestu danspara í heiminum í dag.Aðsent

Hanna Rún segir að þau séu komin aftur á þann stað sem þau vilja vera á, en þau hafa eignast tvö börn saman síðustu ár samhliða því að starfa sem dansarar og danskennarar. Hanna Rún er margfaldur Íslandsmeistari í dansi en fékk mænurótardeyfingu í seinni fæðingunni sinni sem mistókst þegar stungið var í taug með þeim afleiðingum að hún gat ekki hreyft hægri fótinn né gengið . Óttaðist hún að geta aldrei dansað á ný.

„Við enduðum í 7.sæti og erum rosalega ánægð með árangurinn,“

Hanna Rún segir að þau séu ótrúlega þakklát fyrir allan stuðninginn.Aðsent

Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem Hanna Rún birti frá keppninni. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.