„Hann er alveg jafnlélegur og áður en hann kom“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 14:01 Hamza Kablouti er búinn að skora 8 mörk í 5 leikjum með Aftureldingu í Olís deildinni í vetur. Seinni bylgjan Túnisbúinn Hamza Kablouti var til umræðu í síðustu Seinni bylgju en hann er á sínu fyrsta tímabili hjá Aftureldingu í Olís deild karla í handbolta. Þessi fyrrum landsliðsmaður Túnis er ekki alveg að finna sig í Mosfellsbænum og kom lítið við sögu í síðasta leik þegar Afturelding vann HK. Kablouti kom til Aftureldingar frá Ivry í Frakklandi en þegar Ivry féll úr efstu deild í vor var hann leystur undan samningi. Nú vildi Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fá að vita hvort Mosfellingar ættu að láta leikmanninn fara. Framtíð Kablouti var eitt af umræðuefnunum í Þristinum. „Það er spurning um leikmann Aftureldingar, Hamza Kablouti. Ég ætla að byrja á þér Ásgeir. Hann kemur rosalega lítið við sögu í leiknum í kvöld. Á Afturelding að láta hann fara,“ spurði Stefáb Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hamza Kablouti tekinn fyrir í Þristinum „Já, ég held það. Þegar þú ert að ná í einhver útlending þá hljóta menn að vera fá hann til að styrkja liðið af einhverju viti. Svo situr hann bara á bekknum. Mér finnst að þeir eigi að losa hann og því fyrr því betra í rauninni,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Ég held að við ættum bara hringja norður og athuga hvort norðanmennirnir vilji ekki bara taka hann,“ sagði Ásgeir Örn. „Hvaða norðanmenn,“ spurði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, í gríni en hélt svo áfram. „Ég er með svolítið aðra skoðun á þessu. Það er klárt að hann stendur ekki undir væntingum en þetta er líka vinnan hans. Mér hefur þótt það ódýrt þegar menn eru að fá erlenda íþróttamenn til að styrkja liðið og búa til flóru í íþróttalífinu og svo eru mönnum hent hingað og þangað eins og einhverjum dýrum,“ sagði Rúnar. „Þeir eru með launasamninga og hafa fjölskyldu til að fæða og framvegis. Að henda mönnum í burtu og tala um það í léttu rúmi. Hvað finnst fólki ef það væri talað svoleiðis um vinnuna þeirra? Ég veit samt að þetta er hluti af sportinu,“ sagði Rúnar. „Þetta er meira þeirra sem fengu hann, Afturelding, sem borgar honum launum og svona. Þeir þurfa að tækla þessa ákvörðun sína. Hann hefur ekkert breyst sem leikmaður held ég. Hann er alveg jafnlélegur og áður en hann kom,“ sagði Rúnar. Það má finna allt spjallið um Túnisbúann hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Þessi fyrrum landsliðsmaður Túnis er ekki alveg að finna sig í Mosfellsbænum og kom lítið við sögu í síðasta leik þegar Afturelding vann HK. Kablouti kom til Aftureldingar frá Ivry í Frakklandi en þegar Ivry féll úr efstu deild í vor var hann leystur undan samningi. Nú vildi Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fá að vita hvort Mosfellingar ættu að láta leikmanninn fara. Framtíð Kablouti var eitt af umræðuefnunum í Þristinum. „Það er spurning um leikmann Aftureldingar, Hamza Kablouti. Ég ætla að byrja á þér Ásgeir. Hann kemur rosalega lítið við sögu í leiknum í kvöld. Á Afturelding að láta hann fara,“ spurði Stefáb Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hamza Kablouti tekinn fyrir í Þristinum „Já, ég held það. Þegar þú ert að ná í einhver útlending þá hljóta menn að vera fá hann til að styrkja liðið af einhverju viti. Svo situr hann bara á bekknum. Mér finnst að þeir eigi að losa hann og því fyrr því betra í rauninni,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Ég held að við ættum bara hringja norður og athuga hvort norðanmennirnir vilji ekki bara taka hann,“ sagði Ásgeir Örn. „Hvaða norðanmenn,“ spurði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, í gríni en hélt svo áfram. „Ég er með svolítið aðra skoðun á þessu. Það er klárt að hann stendur ekki undir væntingum en þetta er líka vinnan hans. Mér hefur þótt það ódýrt þegar menn eru að fá erlenda íþróttamenn til að styrkja liðið og búa til flóru í íþróttalífinu og svo eru mönnum hent hingað og þangað eins og einhverjum dýrum,“ sagði Rúnar. „Þeir eru með launasamninga og hafa fjölskyldu til að fæða og framvegis. Að henda mönnum í burtu og tala um það í léttu rúmi. Hvað finnst fólki ef það væri talað svoleiðis um vinnuna þeirra? Ég veit samt að þetta er hluti af sportinu,“ sagði Rúnar. „Þetta er meira þeirra sem fengu hann, Afturelding, sem borgar honum launum og svona. Þeir þurfa að tækla þessa ákvörðun sína. Hann hefur ekkert breyst sem leikmaður held ég. Hann er alveg jafnlélegur og áður en hann kom,“ sagði Rúnar. Það má finna allt spjallið um Túnisbúann hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira