Viðskipti innlent

Yfir­lög­fræðingur Lands­virkjunar semur ó­vænt um starfs­lok

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helgi Jóhannesson tók við sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar sumarið 2019.
Helgi Jóhannesson tók við sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar sumarið 2019.

Helgi Jóhannesson hefur látið af störfum sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta staðfestir Ragnhildur Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Vísi.

Hún segir Helga hafa tilkynnt samstarfsfólki sínu um brottför sína í gær. Helgi sagði persónulegar ástæður vera fyrir vistaskiptunum en breytingarnar komu flatt upp á margan starfsmann Landsvirkjunar. Ragnhildur segir Landsvirkjun ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna.

Tölvupósturinn sem Helgi sendi til samstarfsfólks

Ágætu samstarfsmenn. 

Ég vil upplýsa ykkur um að ég hef af persónulegum ástæðum samið um starfslok hjá Landsvirkjun. Tíminn hér hefur verið mjög lærdómsríkur og ánægjulegur, en á sama tíma hef ég lent í óbærilegum áskorunum í einkalífinu. Ég hef enn ekki ákveðið hvað ég tek mér fyrir hendur en er þess fullviss að ýmis tækifæri eru fyrir hendi í þeim efnum. Ég vil þakka ykkur fyrir frábær viðkynni og samstarf og óska ykkur öllum og fyrirtækinu alls hins besta í framtíðinni. 

Kveðja, HJ

Helgi var ráðinn yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun í júlí 2019 og kom fram í tilkynningu vegna ráðningarinnar að hann hefði víðtæka lögmannsreynslu og mikla þekkingu á sviði orkumála.

Þar kom einnig fram að Helgi hefði verið einn af eigendum LEX lögmannsstofu um árabil. Þá var hann stjórnarmaður í Landsvirkjun á árunum 2014-2017. Auk kandídatsprófs í lögum frá Háskóla Íslands og réttinda til málflutnings fyrir héraðsdómi og Hæstarétti er Helgi með LL.M (Master of Law) gráðu frá lagadeild Háskólans í Miami.

Helgi hefur verið stjórnarmaður og formaður Lögfræðingafélags Íslands og Lögmannafélags Íslands, auk þess að hafa verið stundakennari í viðskiptalögfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Helgi hefur mikinn áhuga á útivist og er í stjórn Ferðafélags Íslands.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-4,4
9
18.593
ORIGO
-4,38
14
29.048
ICESEA
-3,31
13
72.898
KVIKA
-3,2
58
839.160
VIS
-3,03
21
444.035
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.