Körfubolti

Ólafur Ólafsson með flugeldasýningu í gærkvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Ólafsson átti frábæran leik með Grindavík í gær.
Ólafur Ólafsson átti frábæran leik með Grindavík í gær. Vísir/Bára Dröfn

Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, fór svo sannarlega fyrir sínu liði í sigri á toppliði Njarðvíkur í gær.

Grindavík vann þá 87-82 sigur á Njarðvíkingum sem höfðu fyrir leikinn unnið fyrstu þrjár leiki sína með samtals 69 stigum eða 23 stigum að meðaltali.

Grindvíkingar sýndu aftur á móti að þeir ætla að vera með í baráttunni og á meðan fyrirliðinn er í þessum ham þá eru þeim flestir vegir færir í því.

Ólafur endaði leikinn með sjö þrista og alls 25 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta.

Auk stiganna þá sýndi Ólafur mikinn baráttuanda og var oftar en ekki að gera útslagið í því að Grindvíkingar settu stig upp á töfluna eða tókst að stöðva sóknir Njarðvíkinga.

„Óli kann þetta,“ sagði Svali Björgvinsson eftir fyrstu þriggja stiga körfu Ólafs og það voru orð að sönnu því Ólafur átti eftir að setja sex í viðbót.

„Við fengum flugeldasýningu frá Óla Óla sem skipti algjörlega sköpum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn.

Það má sjá körfur Ólafs Ólafssonar í myndbandinu hér fyrir neðan.

Klippa: Flugeldasýning Ólafs ÓlafssonarFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.